Alþýðublaðið - 13.11.1962, Síða 15

Alþýðublaðið - 13.11.1962, Síða 15
eftir Georges Simenon fföaðtw^* v >v: • hætt að hafa áhyggjur af því, sem Ferdinand aðhafðist — sem hann notfærði sér til hins ýtr- asta. En þetta var aðeins byrjunin. Lögreglustjórinn var tæplega byrjaður að skrifa niður fyrstu skýrslurnar, sem hringdar voru inn. Hann hafði beðið um, að kallað væri í Monsieur Beau- pere og beið nú eftir honum í skrifstofu sinni, þar sem allir gluggar voru upp á gátt. í sama mund og leynilögreglu maðurinn barði að dyrum var honum fært skeyti, sem merkt var „Áríðandi” og hann lét Mon- sieur Beaupere bíða á meðan hann las það. MJÖG MIKILVÆGT FRESTA JARÐARFÖR BOUVET ÖÐRU NAFNI SAMUEL MARSH TIL KOMU MINNAR STOP KEM MEÐ SÖNNUN NAFNIÐ MARSH JAFNRAGNT BOUVET. STOP KEM PARÍS TÓLF- FJÖRUTÍU KVEÐJUR JORIS COSTERMANS fjöðrum, sem ekki gátu verið komnar annars staðar að. Tveir mannanna voru önnum kafnir við að klæða líkið og fóru með það eins og það væri brúða. Að því verki loknu lyfti annar þeirra likinu upp á bakið og bar það inn í skjannabirtuna í setu- stofunni. „Hvað kipptuð þér oft í dyra snúruna í nótt?” 1 „Aðeins einn leigjandi kom inn eftir að ég fór i rúmið”. „Ég er að spyrja hve oft þér kipptuð í snúruna? ” „Einu sinni?” „Eruð þér viss um það?” Hún horfði á Monsicur Bou- vet, sem þeir voru að setja í stól fyrir framan myndavélina, og hún hafði ekki kjark til að skrökva. ' „Ég er ekki viss um það. Ég átti órólega nótt. Það var heitt. Ég átti erfiða drauma. Þegar ég var búinn að taka í snúruna fór ég aftur að sofa, og þegar ég vaknaði seinna fannst mér, að rétti tíminn væri elcki kominn”. „Hvaða tími?” • f „Ég á við, að Monsieur Fran- cis væri sennilega ekki kominn ennþá”. „Og opnuðuð þér fyrir honum aftur?” ' „Ég man það ekki. Ég hef ver- ið. að reyna að rifja það upp. — Kannski gerði ég það ósjálfrátt. Þetta kemst svo upp í vana”. „Hvar er hann?” ' „Monsieur Francis? Á fimmtu hæð til vinstri. Hann er nýfar- inn upp aftur”. Einhver var sendur upp til að spyrja hann. „Er herbergið í sama ástandi og í gær?” „Nokkurn veginn”. 1 Hún horfði órólega kringum sig til að reyna að sjá Monsieur Bouvet, sem virtist næstum lif- andi í stólnum. Henni fannst þetta sem helgispjöll, og hana langaði til að komast burtu. „Horfið vandlega á öll hús- gögnin”. „Mér finnst eins og hróflað hafi verið við eftirprentunun- um”. Hún var ekki viss um það held ur. Hún vissi ckkert meira. Sól- skinið féll beint á andlit hennar gegnum gluggana, alveg eins og það var vant að gera, þegar hún kom til að taka til, og skynditega fór hún að gráta og maðurinn, scm.var að tala við hana kiapp- aði henni vingjarnlega á öxlina. „Svona, svona! Verið nú róleg. Það er svo sem ekki yður að kenna. En það er nauðsyolegt fj'rir okkur að vita. Farið nröur og fáið yður eitthvað að drekka. Ég kem og spyr yður nokkurra spurninga á eftir”. Það var eins og svik í trýggð- um, en samt gat hún ekki verið lengur í herberginu. Við dyrnar skipaði Iögregluþjónn leigfend- unum að fara af stigapallinum. Dyr Sardothjónanna lokuðust. Sardot var sennilega að borða morgunverð, því að það var að koma að því, að hann þyrfti að fara til vinnu sinnar. Gamla frú Ohrel kallaði til hennar út um dyrnar, þangað sem hún hafði ýtt sér í hjóla- stólnum. „Ilvað er að gerast?” „Ég veit ekkert meira. Spjrrj- ið mig ekki um neitt. Það er öllu lokið. Ef þér gætuð bai’a séð það, sem þcir eru að gera!” Skepnan hans Ferdinand hafði séð sér leik á borði að komast út til að fá sér drýkk og vafalaust segja siðustu fréttir á kránni á horninu. Það var fólk úti á gangstéttinni, og ungi lög- reglumaðurinn frá því í gær hélt bví í hæfilegri fjarlægð. Það var ekki fyrr en klukkan níu, að fyrstu blaðamennirnir komu og eftir það varð allt vit- laust; Madame Jeanne gafst upp við að reyna að fylgjast með því, sem gerðist. Hún réði engu leng- ur í sínu eigin húsi. Ókunnugir komu og fóru, gengu úpp stig- ana, fóru út aftur, réðust inn í stúkuna hennar, eins og liún væri almenningur. Þrisvar sinn- um á minna en fimm mínútum hleyptu þeir af blossaljósúm rétt við nefið á henni til að taka myndir af henni, og hún var Skeytið var frá Antwerpen, þangað sem blaðið með frásögn- inni um Marsh hlaut að hafa borizt kvöldið áður, sennilega nokkuð seint. „Komið inn, Monsieur Beau- pere. Hvaða fréttir færið þér?” „Ég er búinn að hafa uppi á um- renningnum”. „Hvaða umrenningi?” „Þeim, sem húsvörðurinn sá hanga fyrir utan húsið kvöldið sem hann dó. Hann gengur undir nafninu Prófessorinn í hverfinu kringum Mauberttorg”. „Hvað hefur hann sagt yður?” „Ekkert ennþá. Þegar ég fann hann um klukkan ellefu í gær- kvöldi, var hann dauðadrukkinn. Ég lét setja hann inn. Ég var á leiðinni þangað, þegar þér köll- uðuð á mig”. Hann bætti því ekki við, að liann liafði ekki sofið dúr; það mátti sjá það á húð hans, sem var jafnvel enn litlausari en venjulega, og á pokunum undir augum hans. 4. KAFLI Prófessorinn svaf enn, þegar Monsieur Beaúpere fór til fangageymslunnar að sækja hana. „Það er verið að spyrja eftir þér. Rockefeller hefur arfleitt þig!” hrópaði einn af meðföng- um hans, þegar hann sá mann- inn, sem rannsakaði fyrir liönd aðstandenda, nálgaðist. Gamli maðurinn leit á leyni- lögreglumanninn, án þess að sýna nokkur merki ótta eða undr unar, en það þýddi ekki, að lxann þekkti manninn, sem tek- ið liafði hann fastan kvöldið áð- ur. Hann fór að leita að skónum sínum, sem meðal þessara aum- ingja eru eitt mikilsverðasta atr- iði lífsins, því að þeim er svo auðveldlega stolið. Hann hafði fundið þá og far- ið hægt og rólega í þá, án þess að hrista raunverulega af sér vírnuna, sem honum hafði verið kippt svo óþyrmilega út úr. Án þess að spyrja hvert ferð- inni væri heitið, fylgdi hann nú eftir dapurlega leynilögreglu- manninum. Þegar þeir fóru fram hjá varðstúkunni undirritaði hann skrána og lokaði síðan augunum vegna birtunnar, sem skyndilega féll á þau. Til þess að forðast jarðgöngin hafði Monsieur Beaupere talið ráðlegra að ganga meðfram Dóm höllinni, en ferskt loftið hafði engin bætandi áhrif á umrenn- inginn, sem var svo nógu fús og gerði sitt bezta til að halda í við liann á göngunni. Það var aug- ljóst, að hann snarsvimaði, að jörðin var ekki föst undir fótum hans. „Svangur?” Gamli maðurinn þorði ekki að segja nei, útskýra það, að þegar svo væri komið sem fyrir honum, skipti næring litlu máli, en leynilögreglumaðurinn hlaut að hafa skilið, því að í stað þess að fara beint niður Quai des Or- fevres fór hann með öldunginn inn á lítinn bar á Dauphinetorgi. „Rauðvín?” Gamli maðurinn var ekkert meira undrandi á örlæti hans en hann hafði verið yfir því að vakna í fangageymslunni. Hann vissi, að lífið var svona. Einn daginn vildi svo til, að það var einhver eins og þessi, næsta dag átti maður svo í höggi við ein- hvei-n harðjaxl, sem sparkaði í sköflunginn á manni. Barþjónninn, sem ekki þurfti að láta segja sér, hvað var að gerast, spurði og deplaði aug- anu: „Lítri?” Þetta var gróft, dökkrautt vín og gamli maðurinn lét ekki á~ sér standa að fá sér sopa, stakk síðan tappanum í og stakk flösk- únni með gamalkunnri hreyfingu í djúpan buxnavasann. Það mátti sjá hann vakna til lífsins aftur, eins og plöntu, sem hefur verið vökvað. Göngulag hans var enn dálítið reikult, en það var sennilega alltaf þannig, og hann varð að stanza nokkrum sinnum á meðan hann var að klífa stígana á aðallögreglustöð- inni. í hvert skipti, sem Monsieur Beaupere þurfti að taka á móti gesti eða yfirheyra einhvern var það helzta vandamál hans að finna tóma skrifstofu. því að á þrjátíu ára starfsferli hafði hann aldrei fengið sína eigin skrif- stofu. Hann barði á noltkrar dyr upp á von og óvon, en hélt aldrei áfram, ef hann heyrði einhvenj urra innan við þær. Þennan dag átti hann ekki i neinum veruleg- um vandræðum með að finna ‘ skrifstofu, þar eð rúmur helm- ingur starfsliðsins var í sumar- leyfi. „Gjörið svo vel að fá yður sæti”. Hann talaði kurteislega við gamla manninn, sem hinir hefðu ekki gert. Ekki gerði hann sér heldur upp neinn mikilvægan eða dularfullan svip. Hann tók upp stóru vasabókina sína, alveg eins og sölumaður, sem er að búast til að taka niður pöntun. „Má ég?” spurði Prófessorinn og benti á flöskuna í vasa sfn- um.Er hann hafði drukkið 1 þetta skipti, virtist hann með *einu andvarpi losna við allan rugiing næturinnar. „Nafn yðar?” „Þeir kalla mig Prófessorinn”. „Eigið þér vegabréf?” Hann tók það fram, ekki úr vasa sínum, heldur úr hattinum, grútskítugt og brotið spjald, þar sem rétt var hægt að greina: „Félix Legelle”. Sem atvinnu höfðu þeir sett öskukarl, vafalaust vegna þess að hann eyddi nokkru af tima sinum í að róta í öskutunnum. Það kom á óvart, að hann var tæplega sextíu og fimm ára gam- all. á ári er áskriftargjaldið að pöntunarlistunum frá HAG- KAUP. Gerizt áskrifendur. Póstverzlunin. Miklatorgi. 1 AVi" VmVAViViViVmVlVlVuMi t C umnitMH*. RMIIMIUHm. llMIMMHIMIIl ImMMMIMIIMI IIMIMMMMMIM MIIMMHIIMIII (MMlMMnllMI* MMMMIMMM' 'iiiniiiuutr Pabbi, manstu þegar þú sagðir að rakvélin þín væri ekki fimm aura virði. Ég var að selja hana fyrir tíkall. ALÞÝÐUBLA0IÐ - 13. nóv. 1962 15

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.