Alþýðublaðið - 13.11.1962, Síða 16

Alþýðublaðið - 13.11.1962, Síða 16
SÖFNUNIN HELDUR ÁFRAM SÖFNUNIN handa hungru'uu börnunum í Alsír heldur áfram, á hverjum degi berast AljiýffublaSinu gjaf- ir víðs vegar a5. Og á hverjum degi berast fregnir um, að hinir og þessir, bæSi í fyrirtækjum í Reykjavík og á stöSum úti á landi hafi tekiS upp hjá>jálfum sér aS fara af staS meS söfnunarlista. AlþýðublaSið flytur öllum slíkum vinum hungruð i barnanna þakkir og dáist að dugnaði þeirra og góð- vilja. Það hefur eins og kunnugt er engin skipulagning verið gerð til fjáröflunar. Söfnunin hefur bara - orðiS til af sjálfu sér vegna góðs vilja — og góður vilji er máttugur. AlþýSublaSið mun í þessari viku, sennilega á fmmtudag, skýra frá- hvsrnig söfnunarfénu verSur ' varið til þess að hjálpa hungruðu börnum í Alsír. STEFNA RÍKISSTJÓRNARINNAR ŒG£ÍItfD 43. árg. — Þriðjudagur 13. nóvember 1962 — 250. tbl. Sagöi Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra á AlÞingi í gær ÞAÐ ER brýn nauðsyn fyrir Islendinga að tengjast Efna- hagsbandalagi Evrópu á ein- hvern hátt sagði Gylfi Þ. Gísla- son viðskiptamálaráðherra á alþingi í gær. til þess að tryggja vifískiptahagsmuni þjóðarinnar og til þess að þjóð- in einangrist ekki frá þeim þjóðum Vestur-Evrópu, er við höfum átt mest samskipti við. Ráð'herrann sagði, að full aðild kæmi ekki lil greina, en annað' hvort yrði ísland að sækja um aukaaðild eða þá að gera tolla- samning við bandalagið. Ráðherrann skýrði frá þessu á fundi sameinaðs þings í gær, en þá flutti hann tveggja tíma skýrslu um stefnu ríkisstjórn- arinnar í Efnahagsbandalags- málinu. í upphafi skýrslunnar rakti viðskiptamálaráöherra þróun- ina í viðskiptamálum Vestur- Evrópu frá stríðslokum. Hann drap á stofnun OEEC eftir stríðið og Marshallaðstoðina og það nýja efnahagssamband, er hófst með myndun kola- og stálsamsteypunnar 1952 og leiddi til myndunar Efnahags- bandalags Evrópu 1957. Ráð- herrann sagði, að markmið OEEC hefði verið að miðla Marshallaðstoðinni og að af- nenia höft á viðskiptum milli landanna. Kvað hann þa'ð hafa tekizt að mcstu á fyrri helm- ingi síðasta áratugs. Hins veg- ar hefði OEEC ekki látið toll- málin til sín taka, en það væri aftur höfuðverkefni EBE að brjóta niður tollmúrana milli aðildarríkja bandalagsins. Viðskiptamálaráðherra sagði, að Bretar hefðu í fyrstu tekið þátt í undirbúningsviðræðum í sambandi við myndun EBE, en síðan horfið frá því að taka þátt í myndun bandalagsins. Er Rómarsáttmálinn hefði verið undirritaður 25. marz 1957 hefðu aðildarríkin verið þessi: Frakkland, Þýzkaland, Italía, Holland, Belgía og Lúxenxborg. En nú ættu Bretar í viðræðum við' EBE og væru allar líkur á því að niðurstaða þeirra við- ræðna yrði sú, að Bretar gengju í bandalagið. Og ef svo færi mundu sennilega flest eða öll önnur ríki Vestur-Evrópu ganga í bandalagið í einu eða öðru formi. ísland gæti því ekki einangrað sig frá því mikla og nýja samstarfi Vestur Evrópu þjóðanna, sem nú væri í sköpun. Ráðherrann sagði: „Það' er sannfæring mín, að í rauninni skipti nú ekkert meira máli fyrir framtíð okkar en ein- mitt það hveniig okkur tekst til í þessu efni, að okkur takist að finna réttan meðalveg milli einangrunar og of náinna tengsla við umheiminn, milli stöðnunnar og of skjótra breyt- inga. Viðskiptamálaráðherra sagði, að íslendingar hefðu tekið þátt í viðræðum innan OEEC urn myndun stórs fríverzlunarsvæð is, en þær viðræður hefðu ekki borið árangur. En í sambandi við Efnahagsbandalag Evrópu teldi íslenzka stjóniin þrennt nauðsynlegt: 1) að gera athug- anir innan lands á því hver á- hrif ’ stofnun Efnahagsbanda- lagsins og stækkim þess hefði á uSanríkisviðskipti Islandsj, fi Jt að fylgjast með framvindu málsins í V-Evrópu og 3) að kynna ríkisstjórnum sexveld- anna og ráðamönnum EBE vandamál íslands og sérstöðu. Ráðherrann sagði að í maí 1961 hefði rík’sstjórnin leitaö samráðs við helztu útflutnings- saintök í landinu og hefðu síð- an verið haldnir fundir með fulltrúum þessara samtaka til þess að kynna þeim viðhorf málanna. Þá skýrði ráðherr- ann frá viðræðuxn íslenzkra l’ulltrúa við fulltrúa EBE er- lendis. Sagði ráðherrann, að í öllum viðræðum fulltrúa Is- lands ytra við fulltrúa sex- veldanna og EBE hefði verið gei-ð' ítarleg grein fyrir þeim GVLFI Þ. GÍSLASON. vandamálum, sem stofnun EBE og stækkun þess hlyti að hafa í för með rér fyrir utanríkis- viðskipti islands og skýrð nauð- syn okkar á því að halda við- skiptatengslum okkar við EBE- svæðið. En engar tillögur hefðu verið gerðar af íslands hálfu um það, hvernig ráða mætti fram úr þessum vanda, en á hinn bóginn hefðu komið fram af hálfu aðildarríkja EBE og framkvæmdastjórnar banda- lagsins ýmis atriði, er miklu máli skiptu við mat þeirra leiða er til greina kæmu. Ráðherr- ann kvaðst geta fullyrt, að lijá öllum aðilum, er rætt liefði verið við hefði komið fram mikill skilningur á vandamál- um íslands og þeirri sérstöðu, er íslendingar hlytu að lxafa Framh. á 5. síðu / nadei að leysast? SEINT í GÆRKVOLDI lxafði ríkisstjórninni ekki borizt svar frá læknunum við tílboði fcvi, sem hún lagði frarn síðastiiðinn laugardag. Var búizt við þvi i dag, og má nú ætla að læknadeilan sé til Iykta leidd. Læknarnir mmiu Iiafa fallizt á tilboðið í höfuöatriðum, en þó sett nokkur skilyrði, sem Arinbjörn Kolbeinsson, formaður Læknafé- lagsins sagði í gær í viðtali við Alþýðublaðið, að væru hvergi nærri nein meginatriði. Baldur Möller, ráðuneytisstjóri, sagði í gær, að svar læknanna hefði fyrst farið til Læknafélags Reykjavíkur og síðan til stjórnar Banda- Iags starfsmanna rÍKis «<g liæja, sem þyrftu að taka einhverja afstöðu til málsins. Hann sagr'i, að viðbrögð Iæknanna væru flóknari og um- fangsmeiri, vieldur en ríkisstjórnin hefði gert sér vonir um. Höfuðskilyrðið, sem iæknarnir munu hafa sett, er að launahækkunin reiknist frá og mr.il 1. ágúst, í stað þess að hún komi til framkvæmda nú. Þá vilia þeir jafnfromi að hún nái einnifi til yfirlæknanna, svo launamisræmi verði ekki úeðlilegt. Þeir munu einnig fara fram á ýms önnur atriði. Eins og áður ei sagt, lagði ríkisstjórnin fram tilboð til lausnar deilunni síðastliðirn laugardag. Var þar gert ráð fyrir að læknunum myndi nú þegar .reiknast þau kjör, sem um kynni að semjast milli BSRB og rikisstjórnarinnar eða ákveðin yrðu af kjaradómi. Þá er einni gert ráð fyrir, að aðrir ríkisstarfsmenn myndu ekki hljóta samsvarandi launr.hækkun fyrr en 1. júlí 1963, enda lýsti BSRB yfjr samþykki sínu í sambandi við það atriði, Stjóm BSRB samþykkti á fund! sírium á. laugardag, að senda fólögum ríkisstarfs- manna tiiiögu, og féi sijórnin formanni bandalagsins að mæla með því, að stjórnir féiaganr.a samþykktu tillöguna fyrir sitt leyti. Tillag- an var á þessa leið: „Til að greiða fyrir að unnt sé að ráða bót á neyðarástandi því, sem skapast hefur vegna deilu sjúkrahúslækna og ríkisstjómarinnar, samþykkir stjórn Bandalaps starfsmánna ríkis og bæja að gera ekki kröfu fyrir 'iönd annarra starfsmanna ríkisins um, að væntanlegir kjarasamningur eða úrskurður kjaradóms öðlist fyrr gildi en lög nr. 55/1962 um kjarasamninga opinberra starfsmanna ákveða, þótt ríkis- stjórnin .samþykki að greiða sjúkrahúslæknum laun fyrr samkvæmt væntanlegum kjarasamningi eða dómi“. Að fenginni umsögn fé.'aganna samþykkti stjórn BSRB framan- greinda átyktun og tilkynnti heilbrigðismálaráðherra það. IEins c.g fyrr ser-ir haíði ríkisstjórninni ekki borizt svar frá iækn- unum seint í gærkvcldi, en búizt vsr við þvi í dag, -sg mvn ríkis- *stjórnin taka ákvörðun í dag, eða eins fljótt og unnt er.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.