Alþýðublaðið - 05.12.1962, Qupperneq 4
Við drögum á föstudaginn kemur um 15 eitt þúsund króna vinninga
Guðni Gu'ðmnds
son skrifar
ERLEND
TfÐINDI
KOSNINGARNAR í Frakk-
landi á dögunum og hinn mikli
sigur de Gaulle í þeim, hafa
valdid' miklum vangaveltum
um hugsanlega framvindu í
frönskum stjórnmálum. Það
Ieikúr ekki minnsti vafi á þvl,
að de Gaulle liefur að undan-
förnu reynzt sjálfráður í meira
lagi og ekki látið liggja í lág-
inni, að hann hefði lítið álit
á gömlu flokkunum. Ilann hef-
ur hins vegar gert sér lítið fyr-
ir og unniö tvennar meiri--
háttar kosningar á skömmum
tíma, þjóðaratkvæðið um stjórn
arskrárbreytinguna og þing-
kosningarnar, og sýnt með því,
að hann nýtur stuðnings þjóð-
arinnar. Kemur það raunar
engum á óvart, sem komið lief-
ur til Parísar og heyrt t. d.,
hvernig orð leigubílstjórum
þar hefur legið til þingmanna
allt fram á síðustu ár. Það, sem
mönnum finnst ef til vill ugg-
vænlegast við þróunina, er þó
fyrst og fremst það, hve mjög
hefur vænkast hagur kommún-
ista við þróunina undanfarið.
Það skal þó tekið fram strax,
að sigur kommúnista í þing-
kosningunum, var tölulega séð
ekki neitt til þess að hrópa
húrra fyrir. Þeir eru enn langt
frá því, að ná uPP tapi sínu frá
1958 og þá vantar enn rúma
milljón atkvæða til að ná upp
þeirri atkvæðatölu, sem þeir
liafa náð hæstri eftir stríð. Ár-
angri þeirra mætti helzt jafna
til árangursins á dögum Þjóð-
fylkingarinnar 1936, en þó
koma þeir miklu verr út núna.
Nú juku þeir þingmannatölu
sína úr 10 í 41, en 1936 fóru
þeir úr 10 sætum í 72.
Annað atriði bendir til kosn-
inganna 1936, en það er sú
samvinna, sem átti sér stað í
ýmsum einstökum kjördæm-
um milli jafnaðarmanna radí-
kala og kommúnista. Ekki var
hér um neina allsherjarsam-
vinnu að ræða, eins og 1936,
þegar þessir flokkar tóku
höndum saman, vegna hættunn-
ar af nazistískum samtökum
eins og Eldkrossinum, heldur
bundust flokkarnir nú sam-
tökum á stöku stað, þar sem
slík samsta'ða gat fellt gaull-
ista frá þingsæti. (Til dæmis
féll Debré, fyrrverandi for-
sætisráðherra og „arkítekt"
fimmta lýðveldisins, fyrir slíkri
samstöðu, er jafnaðarmenn og
kommúnistar drógu frambjóð-
endur sína til baka í Loire og
beindu fylgi sínu að frambjóð-
enda radíkala, sem var kjör-
inn.) Annars ber að gæta þess,
að þessi „taktík“ var ekki að-
Framh. á 12. siðr
4 5. des. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ