Alþýðublaðið - 05.12.1962, Síða 9
í GÆR varð sjötugur Þorgils
Guðmundjsson jfulltrúi _ hjá
fræðslumálaskrifstofunni. í til-
efni þessa merkisafmælis
skruppum við og röbbuðum við
Þorgils um ýmislegt sem á daga
hans hefur drifið.
— Ég er fæddur 4. desember
1892 að Valdastöðum í Kjós, og
hétu foreldrar mínir Guðmund-
ur Sveinbjamarson og Katrín
Jakobsdóttir. Á Valdastöðum var
ég þangað til ég fór á Hvanneyr-
arskólann árið 1913, en þaðan
útskrifaðist ég t.veimur árum
seinna 1915. Næsta vetur eftir
var ég heima, en réðist síðan til
enska kaupsýslumannsins Georg
Kópland, og hjá honum vann ég
í tæp tvö ár. Kópland var mik-
ill áhugamaður um laxveiðar og
reyndi meðal annars að koma
upp klakstöð á annarri jörðinni
sem hann átti í Kjósarsveit, Laxa
nesi. Hin jörðin hans hét Neðri
Háls.
— Og svo, hvert lá leiðin síð-
an?
— Þar næst er það að ég legg
leið mína til Danmerkur á íþrótta
skólann í Ollerup, þar sem ég
dvaldi við íþróttanám í tvö ár.
Til Danmerkur fór ég mest fyr-
ir eggjan eins góðvinar míns,
Halldórs Vilhjálmssonar, skóla-
stjóra á Hvanneyri, og samdist
svo með okkur, að eftir nám er-
lendis kæmi ég sem kennari að
Hvanneyri og kenndi þar piltum
leikfimi og búsmíðar. Einn vet
ur dvaldi ég líka í Svíþjóð á
stað, sem mörgum íslendingum
er að góðu kunnur, Nesi í Sví-
þjóð.
Nú þegar heim kom aftur ár-
ið 1922, varð eins og umsamið
hafði verið, að ég fór að Hvann-
eyri, þar sem ég var fyrsta vet-
urinn heimiliskennari hjá skóla
stjórahjónunum, en síðar kenn-
ari við skólann.
Á þessum árum fóru menn að
hugsa um að reisa héraðsskóla i
Borgarfirði, eða nánar sagt að
Reykjum. Að þessum skóla var
ég ráðinn kennari, og árið áður
en hann tók til starfa, fór ég aft
ur til Norðurlandanna til að
kynna mér betur íþróttalíf þar
og kennslumál.
Árið síðar, 1930 kem ég svo
aftur til landsins og sezt að I
Reykholti, þar sem ég var síðan
bóndi og kennari jafnframt til
ársins 1947 að ég flutti til Reykja
víkur.
— Ha, bóndi og kennari í
senn. Var það ekki all umfangs-
mikið?
— Nei, það fannst mér ekki.
Ég hafði að vísu mann til að
hirða búpeninginn að vetrarlagi,
en á sumrin vann ég sjálfur að
mínu búi, bjó að Reykholti. Það
er mjög gaman að vera bóndi.
Nú, eins og ég sagði, fluttist
Þorgils Guðmundsson
ég hingað í bæinn árið 1947, og
hef starfað á fræðslumálaskrif-
stofunni nær óslitið síðan, nema
hvað ég hef sinnt öðrum verkefn
um sem fyrir mig hafa verið
lögð, eftir megni.
— Þú hefur verið mikið í í-
þróttum?
— Já, ég var við þetta
framan af ævinni. Ég glímdi mik
ið. Árið 1920 fékk ég fegurðar-
verðlaun fyrir glímu á íslands-
glímunni. Og á sínum tíma þá
var ég valinn í konungsglímuna
svokölluðu. Við glímdum mikið
á Hvanneyri, þar hefur alltaf ver
ið mikið íþróttalíf. Fyrr á árum
þegar ég var þar viðloðandi, var
glíman aðal íþrótt piltanna, en
nú á síðari árum er þar mikið
iðkuð knattspyrna..
— Þú hefur nú iðkað fleira
en glímu?
— Já, ég var töluvert í hlaup-
um og stökkum, og vann hér víða
vangshlaupið 1919. Einu sinni var
ég skráður methafi í langstökki.
Það met var sett upp í Borgar-
firði á keppnismóti ungmennafé
laganna þar árið 1919, og var
5.70, Það þætti ekki langt núna.
— Hvernig fannst þér að
kenna íþróttir?
— Það er alveg yndislegt. I
Reykholti kenndi ég bæði sund
og leikfimi, líkaði hvort tveggja
vel.
— Það hefur mikið verið synt
í Reykholti?
— Já, enda aðstaða þar með á-
gætum. Annars gera menn mik-
inn feil nú til dags með því að
kenna sund í svona heitum laug
um. Sund er fyrst og fremst til
að bjarga manninum, ef með þarf
að halda, og ef hann drukknar á
annað borð, þá drukknar hann
í köldu vatni. Það á að venja
fólk á að synda í köldu vatni. Þá
er sundið því fyrst til gagns.
— Ungmennafélagshreyfingin
hefur verið að vakna á þínum
yngri árum. Þú hefur tekið þátt
í henni?
— Já, það gerði ég. Var einn
af stofnendum ungmennafélags-
ins Drengur árið 1915, og er nú
heiðursfélagi þess. Ég starfaði að
almennum félagsmálum ung-
mennafélaganna í fjölda ára, var
meðal annars fjórðungsstjóri fyr
ir Sunnlendingafjórðung áður en
héraðssamböndin komu til sög-
unnar. í Borgarfirði starfaði Ung
mennafélagið íslendingur þegar
ég kom að Reykholti árið 1930, og
var ég formaður þess í nokkur
ár, svo og sambandsstjóri ung-
mennafélaga Borgarfjarðar. Þá
var mikil gróska í ungmennafé-
lagahreyfingunni.
— Ungmennafélögin eru ekki
eins sterk nú eins og þau voru
áður fyrr. Hverju kennir þú því?
— Tímarnir eru breyttir og nú
er fleira sem gleður í sveitunum.
Ungmennafélögin eru þess
vegna ekki eins einvöld um hugi
fólks og hér áður fyrr.
— Ekki hefur þú hætt að
starfa að þínum áhugamálum við
komuna til borgarinnar?
— Nei, ég kenndi í þó nokkur
ár glímu hjá Ármanni, og fór með
al annars tvær ferðir út með pilt
ana, aðra á Olympíumótið í Finn
landi 1952. Svo var ég löngum
í stjórn í. S. í. og er núna heið-
ursfélagi sambandsins, en það
þykir mér ákaflega vænt um.
— En eitthvað um þín einka-
mál. Þú er giftur sé ég.
— já, 1924 giftist ég Halldóru
Sigurðardóttur frá Fiskilæk í
Melasveit, og höfum við átt
þrjú börn.
— Sem heita?
— Óttar heitir annar sonur
.minn, sem hefur skrifstofu hér
í borg á vegum NATO, einu al-
þjóðlegu skrifstofuna í landinu.
Hinn sonur minn heitir Birgir og
hann er nú framkvæmdastjóri
Flugfélags íslands í Kaupmanna
höfn. Dóttir mín heitir Sigrún og
er gift Matthíasi Á. Matthíassyni
alþingismanni í Hafnarfirði.
— Þú ert enn við beztu heilsu.
Þykir þér ekki miður að þurfa
nú að leggja niður vinnu?
— Formlega heitir það nú að
ég leggi niður vinnu, en samt á
ég margt ógert ennþá, og býst
við að gera þó áratugirnir séu
orðhir sjö.
Og við óskum Þorgils til ham
ingju með afmælið og höldum á
brott.
GREIÐSLUSLOPPAR
Hollenzkir
Amerískir
Enskir og
Þýzkir
Greiðslu-
sloppar
í úrvali ,
Nýkomnir
hollenzkir
greiðslusloppar
á telpur 6—12 ára.
Marieinn Einarsson & Co.
Fata- og gardínudeild
Sími 12816, Laugav. 31. '
FINNSK MASONIT
4x8 fet og 4x9 fet
SKÚLASON & JÓNSSON S.F.
Síðumúla 23. Sími 36500.
BAÐKER
Fyrirliggjandi
170x75 cm. Verð með öllum fittings aðeins
kr. 2485,00.
Ennfremur
Trétex og harðtex
Mars Trading Company hf.
Klapparstíg 20. — Sími 17373.
Þýzkir og hellenzkir
INNISKÓR
fyrir kvenfólk
fýrir karlmenn
fyrir unglinga
fyrir böm.
Stórglæsilegt úrval.
SKÓVAL Austurstræti 18
Eymundssonar-kjallara.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 5. des. 1962 §