Alþýðublaðið - 09.12.1962, Blaðsíða 1
Vetrar-
hjálpin
Sjá baksíðu
SÖFNUN vegna hungraðra
barna í Alsír, sem staðið hef-
ur yfir á vegum Alþýðu-
blaðsins síðan 14. okt., hef-
ur borið svo góðan árangur,
að til blaðsins hefur alls bor-
izt hálf inilljón króna. Um
hádegi í gær, komst upp-
hæðin í kr. 511,039,48. —
Þetta er einhver stærsta söfn
un, sem hér á landi hefur
farið fram og áreiðanlega
sá stærsta sem borið hefur
slíkan árangur, án þess að
nokkur sérstök skipulagning
hafi verið gerð til þess að
afla fjárins. Söfnuninni er
þar með lokið og flytur Al-
þýðublaðið gefendum ein-
lægar þakkir.
Fjölmargir einstaklingar,
stofnanir og önnur blöð hafa
tekið málaleitan blaðsins
mjög vel, börn hafa hafið
söfnun í skólum, gamalt fólk
hefnr gefið og safnað, t. d.
hefur 94 ára gömul kona
safnað nokkrum þúsundum
og fært blaðinu. Hún mun
vera elzti gefandinn, sem
staðið hefur fyrir söfnun.
Þess eru dæmi, að kennar-
ar gerðu þá tillögu við börn
í bekkjum sínum, að þau
slepptu jólagjöfunum í þetta
sinn, en gæfu heldur það
fé, sem fara átti í þær, til
hungruðu baranna. Þess eru
einnig dæmi, að upp væru
settir samskotabaukar, t. d.
í Heimakjöri, verzlun inni í
Framhald á 7. síðu.
UPPREISN hefur verið gerð í
brezka verndarsvæðinu Brunei á
eyjunni Borneó. Uppreisnarmenn
hafa náð olíumannvirkjum á sitt
vald og auk þess fjórum lögreglu-
stöðvura. Sjö menn hafa fallið í
átökum í höfuðstað Brunei. 200—
300 hermenn, þar á meðal Gurkha-
hermenn, hafa verið sendir á vett-
vang frá Singapore.
Menn úr svokölluðum Þjóðfrels-
isher, sem er talið að þjálfaðir séu
í Indónesíu, gerðu árás á opinberar
byggingar í höfuðstað Brunei, að
faranótt laugardags.
Uppreisnarmenn gerðu m. a. á-
rásir á lögreglustöðvar, herskála,
raforkuver og olíumannvirki. Þeim
tókst að ná útvarpsstöðinni á sitt
vald, en urðu seinna að hörfa það-
an.
Ekki hafa borizt fregnir af þvi,
að Évrópumenn hafi fallið í á-
tökunum.
Verndarsvæðið Brunei er ein af
þremur nýlendum Breta á eyjunni
Borneó. Hinar eru Sarawak og
Norður-Borneó. Bretar hafa mik-
illa hagsmuna að gæta þar, enda
framleiða aðeins tvö önnur lönd
í brezka samveldinu meiri olíu en
Brunei.
Ekki er vitað, hvort uppreisnar-
menh njóti mikils stuðnings Fil-
ippseyingar hafa undanfarið fært
fram ýmsar landakröfur á Borneó,
og sem fyrr segir er talið að upp-
reisnarmennimir séu þjálfaðir í
Indónesíu. En ástæðan til upp-
reisnarinnar er sögð sú, að íbúar
Brunei vilji ekki sameinast sam-
bandsríkinu Malaysíu, sem fyrir-
hugað er að setja á stofn.
Auk brezku nýlendnanna á Bor-
neó er fyrirhugað að Malaya-ríkja-
sambandið og Singapore verði í
þessu sambandsríki. Forsætisráð-
herra Malaya, Tunku Abdul Rah -
man, sem er aðalhvatamaðurinn
að stofnun sambandsríkisins hefur
þó sagt, að. enginn muni neyða í-
búana í nýlendunum á Borneó til
að ganga í sambandsríkið, heldur
verði þeir látnir ráða því sjálfir.
Undanfama mánuði hefur and-
stæðingum sambandsríkisins í
Brumel aukizt fylgi. Nýlega skýrði
rannsóknarnefnd svo frá, að 80%
íbúa Sarawak og Norður-Borneó,
væru fylgjandi sambandsríkinu, en
þeir könnuðu ekki almenningsálit-
ið í Brunei.
Ástæðan mun m. a. vera sú, að
Brunei-búar hafa sérstakan þjóð
höfðingja (soldán), sem talinn var
styðja sambandsrikishugmyndina.
Hins vegar var ekki vitað hvort
hann naut stuðnings.
Fyrir þrem mánuðum fóru fram
fyrstu kosningarnar í sögu Brunei.
Kosið var til héraðsþinga, og fékk
stærsti flokkurinn 54 þingsæti,
næst stærsti flokkurinn eitt, en
tveir minni flokkar þurrkuðust út.
Stærsti flokkurinn er talinn mót-
fallinn Malaysía-hugmyndinni.
Foringi flokksins, Inchei Zahari
sagði á laugardag, að ef brezku her
sveitirnar gerðu árás á hersveit-
ir uppreisnarmanna yrðu gerðar
árásir á brezk mannvirki.
Nýlendan Brunei er 5.600 km. að
flatarmáli. íbúar hennar eru tæp
84 þúsund. Um 90% útflutnings-
ins er olía, en hitt gúm. Út er flutt
af olíu fyrir um 3 þús. og 700 milij-
ónir ísl. króna árlega.
í Sarawak hafa íbúamir verið
hvattir til að láta ekki æsa sig.
Talið er, að leynisamtök þar, hafi
samband við uppreisnarmenn 1
Brunei.
_________ i .
STÓR-
VIÐRI
B. S. ísafirði í gær.
HÉR er vonzknveöur, norðauat-
an stórviðri og snjókoma. Kennstá
féll niður vegna veðurs í ynjrÍ
jbekkjum barnaskólans í ðag af
! völdum veðursins. Bátar á Vest-
fjörðum hafa orðið fyrir miklum
veiðarfæratjóni vegma sjógrangs, en
nú eru þeir allir komnir, ýmist í
höfn eða var, og verða þar þangað
j til veðrinu slotar. í fyrrinótt er
veðrið var skollið á, komust aUir
vertíðarbátarnir til hafnar á isa-
firði, en fjórir bátar, er stunða
rækjuveiðar í Djúpinu, lögðc
ekki í Djúpið til ísafjarðar í of-
viðrinu, heldur Ieituðu vars, tveir
undan Snæfjallaströnd, en hinir
við Melgarðseyri, norðan Djúps.
Ekki er kunnugt um aðrar
skemmdir af völdum veðurs, e*
tjón báta.
Dregið hefur verið-
hjá 'borgarfógeta í
HAB, happdrætti Af-
þýðublaðsins.
Vólks wagenb í 11 inn
kom að þessu sinini
upp á númer 4362.
Þúsund króna auka-
vinningar féliu á eft-
irtalin númer:
Nr. 102 — 378 — 674
— 1074 1191 — 1604
— 1605 — 2411 —
2571 — 3000 — 3501
— 3560 — 4372 —
4648 og 2711.
Alþýðublaðið óskar
handhöfum vinnings-
miðanna til hamingju.
(Birt án ábyrgðar)