Alþýðublaðið - 09.12.1962, Blaðsíða 10
Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON
Handknattleiksmótið:
eru ur-
slit í kvöld
I»AÐ geng-ur stundum mikið á
aff Hálogalandi, þegar keppni fer
jþar fram. í kvöld verða úrslitaleik
imir í meistaramóti
í handknattleik að hefjast kl. 8:15,
I*á leika Valur og Ármann í meist-
araflokki kvenna, en ÍK—KR,
Valur—Ármann og Fram—Víking
nr í meistaraflokki karla. Allir
leikirnir verða vafalaust spenn-
andi og sennilega verða flestir
eins spennandi og sennilega veiOa
flestir eins spenntir og stúlkan á
myndinni.
Næsti viðburður á sviði hand-
íknattleiks, er íslandsmótið í I.
■deild, sem hefst 16. desember næst
tkomandi.
fbRÓIJ AFRÉTtlR
/ STUTTU
ANNAÐ kvöld lýkur Haustméti
Sundráðs Reykjavíkur í sundknatt
leik í SundhöIIinni og hefst keppni
kl. 8:30. Þá leika KR og A-lið Ár-
manns til úrslita í mótinu, en hvor
ugt liðanna hefur tapað leik í mót
inu til þessa. Einnig leika ÍR og
Ármann (B). Búast má við skemmti
legum leikjum.
LUSANNE, Sviss, 7. des., (NTB-
Reuter).
UM HELGINA ræðast við ful!-
trúar frá Olympíunefndum Aust-
ur- og Vestur-Þýzkalands og reyna
að komast að samkomulagi um, að
löndin sendi sameiginlegt lið á
Olympíuleikana í Tokio 1964. Er
búizt við að samkomulag takist.
Þessi skemmtilega mynd var tekin í úrslitaleik KR og Ármanns í 2. flokki karla á Meistaramóti Reykjavíkur
í körfuknattleik. Pilturinn sem er að skora heitir Kolbeinn Pálsson, hann er lægsti leikmaður liðsins, en
njög leikinn og skemmtilegur.
Mörg mál rædd á Sam
bandsráðsfundi Í.S.Í.
FUNDUR var haldinn í sam-
bandsráði íþróttasambands ís-
lands (ÍSÍ), sunnudaginn 2. des-
ember 1962, í fundarsal ÍSÍ að
Grundarstíg 2A, Reykjavík.
Gísli J. Halldórsson, forseti ÍSÍ,
setti fundinn kl. 10:00 árdegis,
bauð hann fulltrúana velkomna og
gat helztu framkvæmda stjórnar-
innar og bauð sérlega velkominn,
heiðursforseta ÍSÍ, Benedikt G.
Waage, en hann ávarpaði fundinn.
Að öðru leyti voru gjörðir fund •
arins þessar:
Skipting á Vs skatttekna ÍSÍ
milli sérsambandanna.
Samþykkt var eftirfarandi: skipt
ing á helmingi skatttekna ÍSÍ milli
sérsambandanna fyrir árið 1962:
Frjálsíþróttasamband íslands kr.
10.500,oo, Golfsamband íslands
4.250,oo, Handknattleikssamband
íslands 6.000,oo, Knattspyrnusam-
band íslands 4.250,oo, Körfuknatt-
leikssamband íslands kr. 4.250,oo.
Skíðasamband íslands 6.000,oo og
Sundsamband íslands kr. 4.750,00.
Samtals krónur 40.000,00.
Nái helmingur skatttekna ekki
krónum 40.000,oo lækka framan-
greindar upphæðir í sama hlut-
falli.
Ný reglugerð fyrir úthlutun f jár
til utanferða íþróttamanna.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ, lagði
fram á fundinum frumvarp að
nýrri reglugerð fyrir úthlutun fjár
til utanferða íþróttamanna, var
reglugerð þessi samþykkt með
nokkrum breytingum.
Námskeið ÍSÍ að Laugarvatni
1963.
Eftirfarandi var samþykkt:
„Fundur haldinn í sambands-
ráði ÍSÍ 2. desember 1962, sam-
þykkir þá áætlun framkvæmda-
stjórnar ÍSÍ, að halda námskeið
að Laugarvatni sumarið 1963 fyr-
ir íþróttaleiðtoga og áhugaþjálfara.
Námskeið þessi verði haldin í
samráði við sérsambönd ÍSÍ og
íþróttakennaraskóla íslands."
—-O—
„Fundur haldinn í sambands-
ráði ÍSÍ, 2. desember, 1962, sam-
þykkir að heimila framkvæmda-
stjórn ÍSÍ, að gera samning við
íþróttakennaraskóla íslands, um
rekstur fyrirhugaðra námskeiða
að Laugarvatni".
Undir þessum lið flutti Þor-
steinn Einarsson, íþróttafulltrti
erindi.
Meira á þriðjudaginn.
10 9- des. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
!'<•<• ;;t E "13í.flji-‘íl\