Alþýðublaðið - 09.12.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 09.12.1962, Blaðsíða 16
 Lífið ER dásamiegt, seg/V Vala í NÝLEGU blaði af Hjem- met birtist viðtal við Völu Kristjánsson, sem þar er nefnd „lambsvein alls íslands“. Þar segir m. a.: — Hún er Eair Lady ís- lands og yngsta Elíza, sem til þekkist £ sögu óperettuleiks- ins, sem gerður var upp úr Pygmalion. Hún er 23 ára, og hún hefur leikið Elizu 68 sinn- um. Hún fór til Bæjarfógetans í Reykjavík milli næstsíðustu og síðustu sýningar og giftist aðstoðarleikstjóranum, Bene- dikt Árnasyni. Árnason upp- götvaði hana sem Elizu, en uppgötvaði ekki fyrr en síðar, að' hann hafði cinnig fundið sína eigin ljúfu lafði. — Ég var fiugfreyja hjá Loftleiðum og undi vel því starfi, því að ég var í Ameríku- ferðunum, segir Vala, en þeg- ar mér bauðst hlutverk Elizu varð ég að slá til. — Þær 50, sem buðust til að leika hlutverkið, komu ekki til greina, segir eiginmaður Völu. Þess vegna varð ég fegin að frétta, að hjá Loftleiðum væri starfandi flugfreyja, sem væri lagleg og gæti sungið. Söngröddina hefur liún erft frá föður sínum, Einari Krist- jánssyni, óperusöngvara, sem nú hefur snúið heim til íslands til að verða söngprófessor eftir jnargar ára starf við Konung- lega leikhúsið. En Vala Kristjánsson liafði ekki aðra reynslu á sviði, áður en húnl lék Elizu, en í skóla- óperu á Fredriksberg-mennta- skólanum, og svo hafði hún sungið í kirkéukór í Kaupmanna liöfn. — Ég hef alltaf látið hverj- um degi nægja sína þjáningu, segir Vala. Þess vegna uni ég mér vel á íslandi. Þar eru hlut- irnir ekki teknir eins hátíðlega og víða annars staðar. Hvers vegna á maður að vera að hafa áhyggjur út af morgundeginum, þegar dagurinn í dag er yndis- legur? Ég hef reynt sitt af hverju. Ég gafst upp við að verða tann- læknir eftir árs nám í Kaup- mannahöfn. Ég var í níu mán- uði stofustúlka í danska sendi- ráðinu í Stokkhólmi, og ég hef gengið á kennaraskóla, en loft- ferðirnar heilluðu mig. Svo varð ég hlaðfreyja á Kastrup- flugvelli. Ég fékk atvinnu hjá Loftleiðum og hélt, að þar mundi ég vinna í mörg ár. En það fór á annan veg. Þá kom Elíza til sögunnar, og ég gat ekkl slegið hendinni á móti henni. Nú hef ég áhuga á að halda áfram. — Var það arðvænlegt? — Launin voru ekki látin úppi, en kaupið var mjög hátt, ef dæmt er eftir islenzkum mælikvarða. Ég varð fræg um alla eyjuna á einu kvöldi, — og ég varð hamingjusamari en nokkru sinni fyrr, því að ég hitti Benedikt. Lífið er dásam- Iegt! — Hvernig er unnt að taka að sér svona stórt hlutverk, án þess að hafa lært Ieiklist? — Það skil ég eiginlega ekki sjálf núna. Sven Áge Larsen hét því, að það mundi kosta svita, blóð og tár, og það lof- orð sveik hann sannarlega ekki. Þetta var erftt, því sýn- ingin átti í alla staði að standa á sporði My fair Lady stórborg- anna. Mér gekk bezt með söng- inn, en það var erfitt fyrir mig að læra allt hlutverkið utan að, því að ég var óvön. En þetta gekk, — og ég fékk góða dóma. Helmingur íslendinga sá sýn- inguna. — Ætlið þér að halda áfram á leiklistarbrautinni? — Ég hef fengið bakteríuna í mig, en ég hef ekki gert nein- ar ákveðnar áætlanir. Ég get ekkert um þetta sagt, fyrr en ég hef fætt erfingjann, sem við eigum von á, en ég ætla að minnsta kosti að fara í söng- tíma, því að ég kann ekki nóg. Margar, ungar íslenzkar stúlk- ur vilja fara að læra að leika eftir að mér gekk svona vel, — og það hefur verður sjálfsagt erfitt að komast inn á leikskól- ann, — en það endar sjálfsagt með því að ég reyni. — Er Vala íslenzkt nafn? — Já og það var mjög gamalt. Það þýðir völubeinið". Og loks segir Vala: Það þurfti að búa til alls konar einkenni- leg orðatiltæki fyrir Elizu, því að í íslenzku er eiginiesia tíiki til neitt slang! (Lauslega þýtt). Þannig hljóðar tillaga er borg- arfulltrúi Alþýðuflokksins, Óskar Hallgrímsson flutti á síðasta borg arstjórnarfundi er tU umræðu var tillaga um nýja gjaldskrá fyrir Rafmagnsveituna. Óskar rökstuddi þessa tillögu sína mjög ítarlega. Nefndi hann tölur um verð á rafmagni í hin- um ýmsu kaupstöðum landsins en samkvæmt þeim tölum er verð á | rafmagni til heimilisnotkunnar j djnara í Reykjavík en úti á landi j en verð á rafmagni til vélanotk-j FLAGSTAD LÁTIN NORSKA óperusöngkonan Kirsten Flagstad er látin. Hún var í röð fremstu söng kvenna þessarar aldar. 43. árg. — Sunnudagur 9. desember 1962 - 173. tbl. Rafmagnsverðið: Fyrirtækjum ívilnað á kostnað almennings „ÞAR sem verð á raforku til heimilisnota er hærra á orku- veitusvæöi Rafmagnsveitu Reykja víkur en viða annars staðar á landinu, telur borgarstjórn ekki grundvöll fyrir hækkun á 1., 2. og 3. tölulið B-lið 1. kafla gjald- skrár Rafmagnsveitu Reykjavíkur nr. 79, 1961, (þ. e. rafmagni til heimilisnotkunar). Hins vegar tel ur borgarstjórn rétt að koma til móts við aukna tekjuþörf Raf- magnsveitunnar með hækkun á þeim, liðum gjaldskrárinnar, sem eru lægri hér en annars staðar svo sem C-lið (vélar) og felur Rafmagnsstjóra að endurskoða framlagt frumvarp með hliðsjón af framansögðu.” unar aftur á móti ódýrara í R- vík en úti á landi. Verð á rafmagni til heimilis- notkunar er sem hér segir á nokkrum stöðum: kw.-stund Reykjavík 79 aiu-ar Hafnarfjörður 70 aurar Keflavík 75 aurar Akranes 65 aurar Akureyri 50 aurar Meðalverð á rafmagni til frysti húsa er sem hér segir á nokkrum stöðum: kw.-stund 44 aurar Reykjavík Keflavík, Framh. á 7. síðu ALÞÝÐUBLAÐIÐ greindi frá því í gær, að Vetrarhjálpin væri að hefja starfsemi sína. Það hefur komið í ljós, aö síðan Vetrarhjálpin opnaði skrifstofu sína hafa borizt þangað rúmlega 60 hjálpar- beiðnir og sjálfsagt eiga marg- ar eftir að berast enn því þeg- ar þetta er skrifað, þá er enn rúmlega hálfur mánuður til jóla. Vetrarhjálpin hefur í mörg liorn að líta, og mörgum ein- stæðingum og fátæklingum hefur á undanförnum árum borizt kærkominn jólaglaðning ur þaðan. Vetrarlijálpin hefur víða hjálpað á barnmörgum heimilum, þar sem annars hefði lítið orðið um jólaglaðning. Vetrarhjálpin hefur skrif- stofu sína í Thorvaldsensstræíi 6, í húsakynnum Rauða Kross íslands. Einn af blaðamönnum blaðsins Ieit þar inn fyrir skömmu, til að kynnast því, sem þar fer fram. Magnús Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri, sýndi blaðamann inum spjaldskrá Vetrarhjálp- arinnar, en þar eru skráð nöfn nöfn allra þeirra, sem Vetrar- hjálpin hefur styrkt. í spjald- skrána eru einnig skráðar all- ar upplýsingar um viðkomandi sem máli skipta. Má þar til dæmis nefna fjölskyldustærð, aldur fjölskyldumeðlima, eða cinstaklings, heilsufar, at- vinnutekjur, og annað því unt líkt. Magnús gaf blaðamanninum ýmsar upplýsingar úr spjald- skránni til þess að hann mætti sjá, að ekki árar jafnvel hjá öllum og að víða er hjálpar- þörf. Nöfnum og heimilisföng um öllum var að sjálfsögðu sleppt. Hér á eftir fara örstutt- ar lýsingar á heimilisástandi ýmissa, sem Vetrarhjálpin hefur verið beðin að líta til með einhvern glaðning. Gömul kona, komin á ní- ræðisaldur, býr alein í lierberg iskytru og á enga nána að- standendur. Ilenni hefur Vetr- arhjálpin á undanförnum ár- um fært matvæli fyrir hver jól. Fráskilin kona með fjögur börn, býr í lélegum bragga. — Getur ekki stundað vinnu ut- an hcimilisins vegna barnanna, sem öll eru ung. Börnin henn- ar munu öll fá ný nærföt fyrir jólin og sömuleiðis eitthvað af öðrum fatnaði. Heimilið mun og fá matvæli. Næstum áttræð gömul kona, algjör öryrki. — Hún mun fá matvæli sér til jólaglaðnings. Ekkja með þrjú börn öll innan við 10 ára ald- ur. Hún hefur ekki áður feng- ið styrk frá Vetrarhjálpinni, en fyrir þessi jól, mun hún og börn hennar fá sinn jólaglaðn- ing, matvæli, föt og kol til upphitunar. Að lokum: Fráskilin kona með 8 börn á framfæri sínu. Öll innan 16 ára aldurs. Stutt er síðan þessi kona skildi við mann sinn, hún er forkur dug- leg, en honum var annað til lista lagt en að sjá fyrir heim- ilinu. Vetrarhjálpin hefur um margra ára skeið litið til þessa heimilis fyrir jólin, því oft hef ur ástandið þar verið vægast sagt ömurlegt. í ár mun konan og börnin átta fá bæði matvæli og fatnað til jólanna. Af framansögðu er það augljóst, að víða er hjálpar þörf. Það er sein fyrr, komið undir þér, borgari góður, að Vetrarhjálpin geti hjálpað öll- um þeim, sem hjálpar þurfa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.