Alþýðublaðið - 09.12.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.12.1962, Blaðsíða 7
Sofnuninn Framhald af 1. síðu Sólheimum. í veitingahúsinu Naust, á Alþýðusambands- þinginu, og í gær kom Ás- geir Sigurgeirsson, kennari með gjöf frá bekk sínum, 11 ára bekk, í Vogaskóla, og sést hann á neðri forsíðu- mynd með samskotabauk- inn. Meðal annarra, sem komu í gær með gjafir, var Emanúel Morthens, er af- henti frá Lions-klúbbnum Nirði. Á efri forsíðumynd afhendir hann gjöfina og við henni tekur fyrir hönd Alþýðublaðsins, Álfheiður Bjarnadóttir. En þrátt fyrir það, hversu mikil þjóðareining virðist hafa verið um þessa söfnun og margir veitt henni lið með orðum og gerðum, heyrð ist ein hjáróma rödd; Ú. Hjv. í Þjóðviljanum fyrir nokkr- um dögum sendír söfnuninni tóninn á heldur óviðurkvæmi legan máta. Nú er farið að setja upp brauða- og mjólkurstöðvar fyrir hin hungruðu böm í Alsír. Þær stöðvar bera nafn íslands og íslenzka Rauðakrossins og til þeirra er varið fé, sem safnast hefur hér. Þannig er það mikið gleðiefni, er Alþýðu- blaðið tilkynnir nú lok þess- arar söfnunar, að örlæti ís- Ienzkra gefenda er þegar far- ið að koma að notum við að vinna bug á þjáningum barnanna í Alsír. Jólaösln að byrja NÚ er jólaösin að byrja á rakaraStofunum í bænum. Það er ekki ráð nema í tíma sé tckið, og þess vegna eru margir þegar búnir að verða sér úti um jólaklippinguna. Á rakarastofunum er jafn- an gífurleg ös, síðustu dag- ana fyrir jólin og komast þá oft færri en vilja. Rakarameistari hefur skrif að blaðinu og beðið það, að hvetja fólk til að draga ekkí fram á síðustu stundu að fá sér hársnyrtingu fyrir jólin. Gerum við það hér með. Myndin er tekin á rakara- stofunni í Eimskipafélagshús inu, það er Páll Sigurösson. sem þarna er að stíyrta hár eins viðskiptavinar síns. MMMMMUWmWtMMMMM Leiðréfting ÞAÐ var ranghermi, er stóð í forystugrein blaðsins í gær, að núgildandi gjald- skrá Rafveitunnar væri frá 1959. Hún er frá 1961, en var þar áður breytt 1959= Rafmagns- verðið Framhald af 16. síðu. Gerðahr. og Njarðv. 72 aurar Sandg., Grindav. 70 aurar ísafjörður 72 aurar í Vestmannaeyjum er verðið 1 króna á klukkustund, en þar er dieselstöð og dýrari framleiðsla. Óskar kvað þessar tölur , sýna það, að ástæðulaust væri að hækka rafmagn til heimilisnotk- unar, liins vegar mætti hækka rafmagnið til vélanotkunar og fá þannig inn auknar tekjur fyrir rafmagnsveituna. Eftirfarandi tillögur flutti Óskar einnig; „Þar, sem reikningar Sogs- virkjunarinnar fyrir árið 1961 leiða í ljós, að Áburðarverksmiðj an h.f. kaupir 31.6% af orku aflstöðva á orkuveitusvæðinu, en. greiðir fyrir orkuna aðeins 10% af heildartekjum Sogsvirkj- unarinnar af orkusölu, eða röska 3 aura að meðaltali fyrir hverja kílóvattsstund, ályktar borgar- stjórn Reykjavíkur, sem annar eigandi Sogsvirkjunarinnar, að segja beri upp gildandi samn- ingi við Áburðarverksmiðjuna hf. strax og uppsagnarákvæði samn- ingsins leyfa. ÞÉR FÁiÐ HÁTI VFRÐ FYRIR FISKINN YÐAR Betri löndunartæki, betri fiskur, betra verð, betri afkoma. B.M. Löndunarháfarnir fást úr: aluminum, stáli og gaivenseruðu járni. Talið við okkur sem fyrst. VélsmiSJa BJörns Magnússonar Keflavík. — Sími 1737 og 1175. Felur borgarstjórn fulltrúum sínum í stjóm Sogsvirkjunarinn- ar að hlutast til um slíka upp- sögn fyrir 1. sept. 1963.“ Skylt er Rafmagnsveitunni að leiðbeina notendum rafmagns um val gjaldskrárliða samkvæmt gjaldskrá þessari, þannig að not- endur eigi þess jafnan kost að njóta hagkvæmustu gjaldskrár- liða eftir tegund notkunar í hverju tilfelli. Tillögum Óskars var vísað til síðari umræðu og athugunar borg arráðs. Jólafundur JÓLAFUNDUR Kvenfé- lags Alþýðuflokkslns í Reykjavík verður haldinn, fimmtudaginn 13. desember í Iðnó, uppi. Fjölbreytt jóla- dagskrá. * # I Hafnarfjörður || Alþýðuflokksfélag Hafnar- I i fjarðar heldur félagsfund ! j nk. þriðjudag, 11. desem- jj ber í Alþýðuhúsinu við j! Strandgötu. Fundurinn hefst i i j kl. 20,30. !; IFundarefni; ! j Framhaldsaðalfundarstörf. j í Bæjarmál. Framsögumað- !« ur Vigfús Sigurðsson, bæj- !» arfulltrúi. ; J Önnur mál. j! Alþýðuflokksfólk er hvatt j j til að f jölmenna. MltimMMMMHYMHtttUtW Btæia á miðunum ENGIN síldveiði var síðastliðinnt. sólarhring. Bræla var á miðunmnt og ekkert veiðiveður. Nokkrii* bátar lágu í vari undir Jökli að'— faranótt laugardagsins, en þeir munu flestir, ef ekki allir hafa verið á leið í land í gær, enda* var þá scm næst allur flotinn it liöfn. Auglýsið í Alþýðublaðinis ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 9. des. .1962 71 *•< - ÍJbT', .c*i) ■ ■"*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.