Alþýðublaðið - 23.12.1962, Síða 15

Alþýðublaðið - 23.12.1962, Síða 15
,,Þú ert djöfuls bolabítur", sagði fyrri maðurinn. „En. það liefði verið alveg sama fyrir þig, þó að þú hefðir drukknað. Við verðum öll dauð í fyrramálið. Fáðu þér af þessu fyrst.“ Hann ski-úfaði tappann af leir- brúsanum. Hægt og ósköp mildilega tók konan hann .af honum. Hún lagði liann lárétt á loftbelginn, sem myndaði hliðar þess ávala far- kosts. Hún lyfti botni brúsans og vökvinn tók að renna í sjóinn. Fyrri maðurinn ætlaði að stöðva hann en hætti við. ,,Vatn“, sagði hann með erfið ismunum maðurinn, sem kallaður hafði verið djöfuls bolabítur. „Gin“, sagði hinn maðurinn. „En það hefði gert það skemmti- legra að deyja. Ekkert vatn og ekkert kex. Það gerir ekkert til, þið getið étið mig, ef ykkur lang ar endilega til að lifa“ — það kom móðursýkihreimur í rödd- ina. „Sjúga blóðið, það er einmitt það, sem þarf að gera. En það þarf að gera það.á meðan sjúkl- ingurinn er enn á lífi, annars rennur það ekki. Býst við, að ykk ur finnist þetta viðbjóslegt núna, en eftir nokkra daga — nei, minna en það — „Þetta verður gott til að géyma vatn í, — þegar rignir,” sagði • konan rólega. Hún var í makindum að setja tappann í leir brúann á ný. „Hann og kexkass- inn taka mikið“. Maðurinn, sem var næstum brjálaður, þagnaði og starði á hana. ' i „Heldurðu, að hann rigni“? spurði hann, eins og barn. „Auðvitað. Sjáið skýin þarna.“ „Sjáið þetta!" Seinni maður- inn var setztur upp. „Hákarl. Verið kyrr“. „Kemur beint að okkur“, hvísl aði hinn. Hið stutta rökkur var að verða að nótt. Það var þegar búið að hylja fjarlæga bátana. En lýs- andi lína í vatninu færðist stöð ugt nær. Þau störðu öll þögul á hana. Það var ekki beinlínis lína, því að hún hvarf úti á svörtum sjónum. En framhlut- inn lýsti og brann með milljónum örsmárra agna, og hún nálgað- ist hratt. „Það er ekki hákarl", sagði fyrri maðurinn. „Það er maður", sagðl konan. „Það getur ekki verið. Það fer of hratt yfir“, sagði fyrri mað urinn. En þau vissu, að hún ! hafði rétt fyrír sér, því að nú mátti greina handleggina, sem hreyfðust taktfast á skriðsundi. Andlitið var falið og kom aðeins upp úr vatninu til að anda. „Það er ekkert rúm á flekari- um“, sögðu mennirnir á flek- anum einum rómi. Sundmaðurinn hikaði andar- tak til að átta sig, síðan kom liann síðasta spölinn með auknum hraða. Hann greip í hlið gúmmí bátsins og maurildið hrundi af öxlum hans. „Þið hleypið mér um borð?“ Þremenningamir fyrir ofan liann sáu skína í tennumar, þeg ar hann talaði, biðjandi og auð, mjúk augun, dökk en með á- berandi hvítu í kring. Konan lá á knjám og rétti báð ar hennur til hans. „Mjög vingjamlegt", sagði hann og tók í hendumar. Með sterklegri sveiflu, eins og hjá stökkvandi laxi, kom hann inn yfir borðstokkinn og hring- aði stóran skrokkinn í þrengsl- unum. Þá sáu þau, að hann var ein-. fættur. Ekkert þeirra talaði mikið þá nótt. Þegar það kom fyrir — svo þreytt og langt burtu frá öllu vénjulegu lífi — fundu þau, að þau ávörpuðu hvert annað með viðumefnum, orðum, sem voru tengd ósjálfráðum viðbrögð um þeirra hvers gagnvart öðru. Þau voru Skonrok, Hafmey, Bola bítur og Númer fjögur — þó að ' ekkert gæti síðar skýrt, hvers vegna þau notuðu þessi orð. Sennilega vissi Númer fjögur sem bryti á San Felix hver hin raunverulegu nöfn þeirra voru. En, ef svo var, þá notaði hann þau að minnsta kosti ekki. _ Á sama hátt og þau reyndu, sjálfrátt eða ósjálfrátt, að kom- ast frá hinu - raunverulega sjálfi sínu, þannig gerðu þau sitt bezta til að komast burtu frá slysstaðn um. Mestalla nóttina skiptust þau á um að róa. Við beztu að-, stæður hefði það ekki verið auð velt verk. En svo örmagna, sem þau voru, þá var það hræðileg þrekraun. Flekinn var lítið eitt ílangur 1 lögun, og flothæfni hans og hæfileiki til að halda lögun sinni voru komin undir uppblásn um hliðunum. Þetta gerði það að verkum, að örðugt reyndist að nota ár með góðum árangri, þeg ar setið var á rimlunum, sem mynduðu botnflekana. Svo að Skonrok og Bolabítur krupu á annað livort hnéið. En þeir fen'gu fljótlega krampa, auk þess sem sársaukinn í hnéinu sjálfu var illþolaniegur til lerigdar. Haf- mey, sem lSka réri, eins og það væri sjálfsagður hlutur, var ann að hvort harðgerari eða þráiynd- ari en þeir, en handleggir henn ar voru ekki kraftmiklir. Lang samlega færasti ræðarinn var Númer fjögur. Hann sat — svo að orð Skonrok séu notuð — „með krosslagða fætur, nema hvað hann hafði aðeins einn“, og hann var svo hrygglangur, að hann gat notað stuttu árina með góð- um árangri. Það höfðu orðið nokkrar um- ræður um það, hvaða stefnu þau ættu að taka. „Veiztu hvar við vorum?1 spurði Bolabíur Númer fjögur. „Nei, auðvitað ekki. Þér komið sú hlið málanna ekki við.“ Númer fjögur sagði ekkert. „Jæja, mér telst til af tíma- lengdinni, sem við höfum verið á siglingu, að við séum um tvö þúsund mílur vestur af Súm- atra. Það er nokkurn veginn mitt hafið, býst ég við.“ Skonrok kinkaði kolli. „Þýðir ekkert að reyna oð kom ast til baka“, hélt Bolabítur á- fram með lágri og hásri röddu, „Þýðir ekkert að reyna að kom „Djöfulirin ekkert gagn í að fara vestur, ef það eru enn tvö þúsurid mílur.til Afríku", sagði Skonrok. „Þá norður — „Við hljútum að vera fyrir sunnan miðbaug. Þó að þig langi kannski til að fara yfir miðbaug, þá langar mig ekkert til þess. Þýðir ekki mikið að vera að fara neitt, ef út í það er farið“. „Jú, víst. Auk þess að komast eitthvert, þá viljum við ekki fá Innrás frá bátunum“. • Deilan hafði verið útkljáð af dálítilli golu, sem byrjaði að blása úr suð-austri, eftir þvl sem þau fengu bezt séð. Þau héldu undan henni í norð-vestur. Þeir tveir, sem ekki voru að róa, hölluðu sér- aftur í skut og stefni en ræðararnir voru hlið við hlið miðskips. Þau skiptu mjög varlega um stöður. Vegna vindsins og aðgerða þeirra sjálfra var sjórinn nú farinn að suða og gjálfra við flekann. Þetta gérði það að verkum, að svo virt ist sem flekinn væri á nokkrum hraða. Ef maður færi fyrir borð, kynni maður að verða eftir. Auk þpss treystu þau hvort öðru ekki fyllilega til að hjálpa við að kom ast um borð aftur. Þau höfðu að eins séð andlit hvers annars í nokkrar mínútur, og það var fyr ir mörgum klukkustundum. Þau voru orðin dökkar þústir, líkam ar, sem næstum var ómögulegt að snerta ekki, óþelckt fólk, sem k’ýnni að hafa ofsaleg viðbrögð. Qll, nema eitt þeirra, voru af sama kynstofni, það var þá nokk úð; En endurminningin um ofs- ann í bátunum var enn fersk. Þau töluðu og hreyfðu sig af mbstu varfærni. Ein röddin sagði allt I einu liás, „Sjáið þið, skip!“ Á sjón- um í vesturátt brann bjart ljós. Þau reyndu öll að hrópa, en gáf ust fljótlega upp við það, því að það var svo sárt og tilgangslaust. Ljósið var augljóslega langt und an. Svo að þau þögðu og störðu á meðan grá morgunskíman jókst og þar til plánetan, sem þau voru að horfa á, fölnaði á bláum himninum. Þá sáu þau hvert annað greini- lega. Skonrok virtist verst far- inn af þeim öllum. Það var fyrir löngu runnið af honum eftir hið óblandaða brennivín, sem hanh hafði drukkið, en hann bar þes’s merki. Andlit hans var teygt og togað, augun hálfsokkinn og með miklum baugum, og hanh aðeins í stuttum buxum. Magur líkami hans var loðmn og víðva BLESSAÐ RÚMID Framh. úr opnu inum til svefns þá skal þetta samtal fara fram: — Er nú allt eins og það á að vera? — Já, stúlka mín, en slökkv- ið nú ljósið og komið til mín. — Ég skal slökkva ljósið, þegar ég er komin út. En er nokkuð annað, sem ég get gert fyrir yður? Er ekki allt eins og það á að vera? — Það er of lágt undir höfði mér, kæra mín. Kysstu mig einn koss, þá sef ég betur. — Sofið þér vel, — en talið ekki um kossa. Guð gefi yður góða nótt — Ég þakka yður, kæra mín. — En ekki er þar með sagt, að öll rúm bjóði upp á svefn og hvíld. Ófáir hafa ekki þorað að slökkva ljósið af ótta við illa anda, vofur og drauga, — enda hafa ýmsar slíkar eilífðarverur ónáðað sofandi menn. Ýmis- legt hefur og verið gert í skjóli næturmyrkursins í rúminit svo sem þegar konan saumaði rúmfötin utan um mann sinn á brúðkaupsnóttinni, — svo fast, að hann kafnaði og sagði síðan síðari eiginmanni sínum söguna af morðinu á þeirra eig in brúðkaupsnóttu. Já, eitt og annað mætti segja um rúm, því að bæði hafa verið lfc! himinsængur, rúmvagnar, rúm með pelli og purpura og rúmfleti með hálmi í botninum. En saga rúmsins verður ekki öll sögð hér, .— til þess er hún alltof löng og flókin. En eitt er víst og það er að í ys og þys líðanái stundar er mönnum víst fátt nauðsynlegra en að eiga rúip og góða sæng, — til þess að geta breitt upp fyrir höfuð og komizt hjá því að sjá sumt það, sem mannkynið gerir í hinum framfararíka nútíma. r GRANNARNIR Pabbi, hefur þú tíma, aðeins sekúndubrot. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. des. 1%2 Jg

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.