Alþýðublaðið - 23.12.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.12.1962, Blaðsíða 3
Maður saknar alltaf einhvers al Isstaðar ÞÓRUNN „litla” er ekki lítil lengnr, — og þó! Þórunn Jó- hannsdóttir er óvenju falleg- ung stúlka með barnsleg augu. Ef til vill var það líka rauða káp- an, sem gerði hana svo barnslega. Það var kuldabál daginn þann, sem við héldum á fund hennar inn í Kringlumýri. Hún hafði lieldur kosið að búa hjá ömmu sinni í lágreistu húsi í mýrinni cn að njóta aðkeypts munaðar á hótel Sögu. En lágreista húsið í Kringlumýrinni var ekki svo auðfundið, því að D-gatan, sem það stóð við hefur verið lögð niður og leigubílstjórinn- keyrði í kross um mýrarnar algjörlega áttavilltur. Loks eftir langa mæðu fundum við lítið hús, sem Iiggur eitt sér úti í miðjum mýrunum, sem skilja að stóru nýbyggingarnar þarna innfrá. Húsið ömmunnar er eins og nið- urlútt og feimið við allar þess- ar nýju byggingar, og þar var hvergi Ijós í glugga. En dymar opnuðust, og út kom ung og fal- leg stúlka, sem liljóp yfir snjó- inn á hvítum skóm og rauðri kápu, — rétt eins og það væri engin hríð í Reykjavík. Á hæla henni gekk greiðlega ungur mað- ur, dökkur brún og brá, eigin- maður hennar, hinn frægi Asj- kenansí, sem er með frægustu píanóleikurum heims, — að minnsta kosti meðal hinna yngri. Þetta er Þómnn Jóhannsdótt- ir, — hún, sem einu sinni var kölluð undrabarn og sem hneigði sig svo fallega og spil- aði svo undurvel, að því er fólk segir. Hún var nú á leið niður í ríkisútvarp til að hlusta á upp- tökuna af píanóleik eiginmanns- ins í Háskólabíóinu. — Hvernig er að vera ís- lenzk húsmóðir í Rússlandi, Þór- unn? — Ég hef raunar Iitla reynslu af því. Ég hef vinnukonu, sem annast flest heimilisstörf og öll matarinnkaup. Ég hef ekki held- ur verið nema þrjú ár í Rúss- landi. Fyrsta árið var ég stúd- ent og bjó á stúdentagarði, en það er allt annað en að búa sjálf- stætt í Moskvuborg. Tvö síðustu árin hef ég svo verið gift hljóm listarmanni, og við höfum alltaf verið í ferðalögum, ef ekki utan- lands þá um Sovétríkin. Við lif- um öllu fremur konsertlífi en venjulegu heimilislifi. — Ertu hætt að spöa? — Já, að minnsta kosti í bili. — Saknar þú einskis frá því? — Jú, að vísu, og þó, Ég hlusta á hann, og við förum saman á alla beztu tónleika, sem gefast. Kannski er ég meira inni I tónlistinni en nokkm sinni fyrr. Drengurinn er líka svo lit- ill ennþá, og ég er ákveðin f því að fara ekki að vinna úti né spila meira, fyrr en hann er orðinn svolítið stærri. Hann er bara eins og hálfs árs. — Hvað heitir sonur ykkar? — Hann heitir eins og pabb- inn, Vladimir, — íslendingar kalla hann nú Valdimar. — Ætlarðu að eiga fleiri böm? — Já, ég hefði nú helzt viljað eiga þrjú strax! — Er ekki erfitt að fá hús- næði í Moskvu? — Jú, það er erfitt, en við fengum strax tveggja herbergja íbúð niður við ána. Það er ynd- islegur staður. Seinna ætlum við að kaupa okkur hús. — Verður ekki erfitt að fá það keypt? — Nei, við gengum f bygg- ingafélag, — en fýrst ætlum við að kaupa okkur hús úti í sveit. — Saknarðu einskis héðan aff heiman í Rússlandi? — Ja, jú. Maður saknar alltaf einhvers, alls staffar. Ég sakna margs héðan, en ef ég væri ann- ars staðar mundi ég sakna margs frá Moskvu. Þannig er það, aff hver staður hefur sína kosti og sína galla. Einu sinni hefði mér ef til vill þótt óhugsandi að fara héðan fyrir fullt og allt, en nú er ég búin að vera í London, í Moskvu og í Bandaríkjunum. Mér féll margt vel þar, — en einnig margt vel í Moskvu. Ef að ég aðeins er meff nánustu fjölskyldu minni, — núna mann- inum mínum og barninu, þá er ég heima hjá mér, hvar sem þaff er. Þaff skiptir raunar ekki svo miklu máli, hvar við cigum heim- ili, því að við verðum alltaf aff ferðast, og eins og Rússland er á ýmsan hátt lokað land,. þá er ísland það líka. Ég mundi Iík- Iega ekki vilja setjast aff í Rúss- landi, ef að ég vissi, að ég kæm ist þaðan aldrei aftur, en ég vildi ekki heldur setjast aff hér, ef að ég vissi, að ég yrði að vera hér um kyrrt til æviloka. — Sérðu eftir því, að þú skyld- ir ekki fara fyrr til Rússlands og læra þar? — Já, svo sannarlega. — Er tónlistarkennslan ófull- komnari í London? — í London eru margir ágæt- ir tónlistarmenn sem standa fram arlega t. d. I klarinettlcik og flautuleik, — en Rússar standa þeim miklu framar í píanóleik, fiðluleik og á fleirum sviðum tónlistarinnar. — En, hvað um þjóðskipulag- ið? FLÚÐI AF HÓLMI ' EKIÐ var á mann í fyrri- nótt á mótum Hringbrautar og Njarðargötu. Maður þessi, Pétur Ástvaldur Thorsteins- son til heimilis að Gnoffa- vog 22 slasaðist mjög alvar- lega. Hann hlaut m. a. slæmt fótbrot og áverka á höfuff. Þaff var Volkswagen-bifreið, sem ók á Pétur, en ökumað- ur hennar flúði af staðnum. Var hans leitað í fyrrinótt, en hann gaf sig fram á lög- reglustöðinni sömu nótt kl. 4.30 effa þrem tímum eftir að stysið varð. Kvaðst hann ekki hafa séff Pétur fyrr en hann var kominn út á miðja götuna, og ekki hefði dngað að hemla. Sagði hann aff Pét- ur hefði kastast á framrúðu bílsins sem brotnaffi. Viff þetta sagðist ökumaðurinn hafa orffiff ofsalega hræddur og ekið í burtu. Píanótónleikar SÍÐUSTU tónleikar snUlings- ins Vladimirs Asjkenazis hér að þessu sinni vortí í Háskólabíói á föstudagskvöld og voru tvö af helztu virtúósastykkjum píanó- bókmenntanna á efnisskránni, hin- ar symfónisku etýður Schumanns og Mefistovalsinn eftir Liszt. — Hafi nokkur verið í vafa eftir fyrri tónleikana, þá hlaut hann að'Iáta sannfærast um snilli hans á þess- um hljómleikum. Feiknakraftur, óbilandi öryggi og nærfærni í túlkun og teknik, sem aldrei bregzt, eru höfuðeinkenni þessa unga píanóleikara, og ég er illa svikinn, ef hann á ekki eftir aff vinna sér svipaðan sess og hinn frægi og dálítið mýstíski Sviato- slav Richter. Önnur verk á efnls- skránni eftir Mozart, Ovchinno- kov og Ravel voru og frábærlega Ieikin. Vonandi kemur Asjkenazi hér viff í hvert skipti, sem hann fer í hljómleikaför til Ameríku, og þá helzt í báffum leiðum. — 200 ÁR FRÁ FÆÐ- INGU MAGNÚSAR STEPHENSEN 200 ÁR eru liðin frá fæðingu Magnúsar Stephensen, dómsstjóra, 27. desember næstkomandi. Lögfræðingafélag íslands mun af þessu tilefni halda fund í I. kennslustofu Háskóla íslands kL 5,30 fimmtudaginn 27. desember. Á fundinum mun. dr. Þórður Ey- jólfsson, hæstaréttardómari flytja erindi um Magnús Stephensen. Sjúkrahúsið Framhald af 16. síðu. ið. Jóladagur frá hádegi fram til klukkan 19,30. Annar jóla- dagur, eins og venja er til á sunnudögum. SÓLHEIMAR: Þar verður guðsþjónusta milli klukkan 17 og 18 fyrir og eftir þann tíma er heimsókn frjáls fram til klukkan tíu á aðfanga- dagskvöld. Jóladagur 16—16.30 og 18,30—20,30. Annar jóladag- ur, þá verður heimsóknartími eins og venja er til á sunnu- dögum. Ferðasagan ÞJOÐVILJINN hefur ýms- ar athugasemdir að gera við innbrotið í herbergi utan- ríkisráðherra, er hann sat NATO-fundinn í París á dög unum. Birtir blaðið meffal annars vísu um ferff ráff- herrans. í tilefni af var þetta lagt inn á ritstjórn- arskrifstofur Alþýffublaðsins í gær: Þjóffviljanum þykir kvöl, að þjófarnir í Frans náðu ekki í NATO-skjöl í náttsal ráðherrans. Hægara var á Hafnarslóð að hirða orðabók, þegar Mangi í miklu stéff og makaði sinn krók. Orðsendmg til húsmæðra — Það er auðvitað allt öðru- vísi en í Englandi effa hér, en maður venst öllu. Ef að við vær- um í öðru landi værum við kannski svo rík, að við gætum veitt okkur allt, sem við þörfn- umst effa viljum veita okkur, — en í Rússlandi er enginn ríkur. En við fáum allt, sem við þörfn- umst. Af því að hann er tón- Frh. á 5. síðu. ÞÓRUNN og Asjkenansí. Ingimundur Magnússon tók myndina hér í Reykjavík. Rafmagnsveita Reykjavíkur vill beina þeirri ósk til raf- magnsnotenda á orkusvæði hennar, að þeir leitist við að dreifa notkun sinni á lítið eitt lengri tíma á aðfangadag en aðra daga. Búast má við miklu álagi á bæjarkerfinu í Reykjavík og í Kópavogskaupstað á tímabilinu frá kl.16 —18 á aðfangadag ef takast má að forða spennufalli á götustrengjum, ef jólaeldun er dreift á þrjá til fjóra tíma í staffinn fyrir tvo Hægt er að auðvelda mjög rafmangnseldun almennt, et einstakir notendur sjá sér fært að nota afkastameiri suðutæki svo sem bakarofna grill og stærstu suðuhcllu eldavélarinn- ar, áður en mesti álagstimi hefst. Rafmagnsveitan mun hafa vakt í geymsluhúsi sínn við Barónsstíg þennan dag tU kl. 22.00 til þess að aðstoða notend ur, ef bUanir koma fyir. Siminn er 24360. v ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. des. 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.