Alþýðublaðið - 23.12.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 23.12.1962, Blaðsíða 16
MVmWWWWWWWWWWWWWHWWWWWIWWWW VONANDI eru flestar hús- mæður búnar aH baka fyrir jólin og eiga nú fulla kassa af dýrindiskökum. Þessi fallega frú var aS ljúka við smákökubakstur- inn, þegar við litum inn til hennar rétt fyrir jólin. Hún heitir Auður Eydal og við óskum henni og öðrum hús- mæðrum í landinu og raun- ar landsmönmim öiluin GLEÐILEGRA JÓLA HMMMWMMWIMMMMWMMMMMWVWMiMWWWWWWW*** HINNA HEIMILISLAUSU? A LLIR verða að eiga jól, og einhvern dagamun verða menn að finnfe á þessari miklu hátíð. Flest- ir skapa sér dagamun sjálfir, en hér í bæ er til stór hópur manna og kvenna, heimilislaust fólk, sem ekki getur eða hefur áhuga fyrir að gera sér dagamun. Það er Bakk us karlinn, sem hefur þessar ráf andi sálir í sínum höndum. Á undanförnum árum hefur fengageymsla -lögreglunnar gegnt |»ví hlutverki, að veita þessu fólki húsaskjól á helgustu nótt ársins. Stundiun hafa líknarfélög haldið ' cinhverjar samkomur á aðfanga- dagr.völd, gefið þessum hóp að ; bori?. og einhver klæði á kropp- inn. Þetta hefur gefist misjafn- léga, en ávallt hefur það verið stór hópur manna, sem hefur sótt þess ar samkomur. Á þessum jólum verða það aðal- lega tvær stofnanir, sem gegna því hlutverki að veita þessu fólki eínhvern jólaglaðning. Hús Vernd ar við Stýrimannastíginn verður opið, og þar verður fólkinu gefið að borða og þar fær það einnig einhvern fatnað. Öll herbergi hjá Vernd eru nú yfirfull, svo ekki verður hægt að taka þar á móti næturgestum, og munu gestirnir fá gistingu í Síðumúla. Þá mun Hjálpræðisherinn gera eitthvað fyrir þá, sem þangað koma og mun bærinn Iiafa þar einhverja hönd í bagga. Það mun vera ótrúlega stór hóp ur manna o’g kvenna, sem er á hreinum vergangi í hinni glæsilegu nútímaborg, Reykjavík. Þessi hóp- ut myndi hvergi eiga samastað ef þessar ágætu stofnanir gerðu ekki eitthvað fyrir þessa þegna þjóð félagsins, sem hafa rambað inn á brautir, sem gera þá ófæra um að sjá fyrir sér sjálfum. 43. árg. — Sunnudagur 23. desember 1962 - 285. tbl. JÓLAHALD Á SJÚKRAHÚ ÞVÍ MIÐUR eru þeir allmarg- ir, sem eyða verða jólunum á sjúkrahúsum veikinda vegna. Yf- irvöld sjúkrahúsanna gera það sem í þeirra valdi stendur til að gera sjúklingunum jólin, sem ánægju- Iegust, og lætur þar enginn sitt eftir liggja. Sjúkrastofurnar eru skreyttar til hátíðabrigða, jólatré eru sett upp og allskyns skreytingum er komið fyrir. Þar sem margt er rólfærra sjúklinga, eru haldnar guðsþjón- ustur. Jóladagana er að sjálfsögðu vandað meira til matargerðar en aðra daga og ýmislegt annað er gert til að gera sjúklingunum jóla hátíðina sem gleðilegasta. Allir spítalarnir rýmkva heim- sóknartímana yfir hátíðina og þeim til hagræðis, sem hugsa sér að heimsækja ættingja eðá vini á sjúkrahúsum á jólunum, birtum við hér heimsóknartíma sjúkra- húsanna í Reykjavík: LANDSPÍTALINN: Aðfangadag 18—20, og hina jóla dagana verður heimsóknartími eins og venja er til á sunnudög- um. BÆ JARSPIT ALINN: Aðfangadagur 14—16 og 19—21. Jóladag 14—16. Aðrir heirn- sóknartímar - verða eins og venja er til á sunnudögum. LANDAKOTSSPÍTALI: Þar verður svipaður háttur og undanfarin ár. Aðfangadagur frá klukkan 18 eða 19 og eitt- hvað frameftir kvöldí. Hina jóla- dagana mun heimsóknartími verða eins og venja er á sunnu- dögum. FARSÓTTAHÚS: Þar verða heimsóknartímar eins og verið hefur undanfarin jól. HVÍTABANDIÐ: Aðfangadagskvöld 18,30—21 og á jóladag 14—16, annars eins og venja er til á sunnudögum. KLEPPSSPÍTALINN: Aðfangadagur, eins og hver vill fram til klukkan tíu um kvöld- Framh. á 3. síðu MIMMMtMMMMMMMWimM FÖSTUDAGUR er næsti út- komudagur Alþýðublaðsins. WWMMMMMMMMMMWMMl Olvaður ók hálfan meter - hlaut 21 dags fangelsi Nýársfagnaður Alþýðuflokksins ALÞÝÐUFLOKKS- FÉLAGIÐ í Reykjavík efnir til mikils nýársfagnaðar í Iðnó 5. janúar. Skemmtiatriði verða mörg og vel til þeirra randað. í fyrsta blaðinu, sem út kemur eftir jólin, á föstu- daginn, verður skýrt nánar frá þessari skemmtun. En menn ættu eftir það ekki að láta dragast að tryggja sér miða. Þeir verða seldir strax á 3. í jólum. MAÐUR nokkur í Noregi var dæindur í 21 dags fangelsi fyr- ir að aka bifreið, eða öllu held- ur hreyfa bifreið undir áhrif- um áfengis. Hann ók bifreið- inni hálfan meter. Frétt þessi birtist I Arbeiderbladet fyrir fáum dögum. Maður nokkur lagði bifreið fyrirtækisins, sem hann vann hjá fyrir utan aðalpósthúsið í Ósló og gekk síðan inn á veit- ingastofu. Þar drakk hann á- , fengi og fann nokkuð til áhrifa þess og ákvað þá að fara heim. Hann bjó þarna skammt frá og lyklarnir að íbúð hans voru í bílnum og þanga'ð ætlaði hann að sækja þá. Þegar hann kom út sá hann, að hann hafði lagt bQnum þar sem einungis mátti leggja bif- reiðum póstþjónustunnar, og kom nú póstþjónn aðvífandi og bað hann færa bílinn. Maður- inn bað póstþjóninn um að færa bílinn fyrir sig, en fékk neitun. Maðurinn settist þá inn í bUinn og ók honum hálfan meter áfram og hugðist síðan bakka og flytja bQinn yfir að gangstéttinni hinu megin göt- unnar. Áður en hann gat það, lokaði póstþjónninn bíl hans inni með sínum bíl. Maðurinn fór nú út úr bílnum, en í sömu svifum kom lögreglan á vett- vang og færði manninn til lækn is, þar sem tekin var úr hon- um blóðprufa, sem sýndi 1.76 pro mille áfengismagn í blóð- inu. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu, að maðurinn hefði ekið undir álirifum áfengis, en hinsvegar aðeins mjög stutt og ennfremur var á það litið að maðurinn ætlaði aðeins' að færa bflinn til. Samt sem áður fékk maðurinn 21 dags fang- elsi fyrir þennan hálfa mcter.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.