Alþýðublaðið - 03.01.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.01.1963, Blaðsíða 2
I Rltstjórar: Gísli J. Ástþórs'ion (áb) og Benedikt Gröndal,—AðstoSarritstjóri Bjiirgvm Guðmuncisson. •- Fróttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar: j 14 900 - 14 902 — V4 903. Auglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. j — Prentsmiðja Æiþýðublaósjns, Hverfisgötu 8-10 — Áski-iftargjald kr. 65.00 i á mánuði. í laus.isóm kr. 4.00 eint. Xitgefandi: Alþýðuflokkurinn STJÓRN OG ÁRFERÐI LANDSFEÐUR OKKAR, formenn stjómmála ! ílokkanna, skrifuðu tvoldugar yfirlitsgreinar um j áramótin og lýstu ástandi þjóðmála hver frá sín- ■ 'um bæjardymm. Hefur varla komið óbreyttum ílesendum á óvart, að stjómarandstaðan sér lítið aema einræði og innlknun, óstjóm, upplausn og : vandræði, en stjórnarsinnar telja ástandið að flestu ' leyti traust og gott. Að þessu sinni ræddu formennimir óvenju- ' lega mikið um árferði. Telja stjómarandstæðingar, 1 að allt gott sé að þakka góðu árferði, en allt illt vegna siæmrar stjórnar. Jafnframt bera þeir á ! stjórnina, að hún eigni sér allt, sem ivel gengur, en ; feenni slæmu árferði um hitt, sem illa fer. Það hlýtur að vera þægilegt fyrir stjómmála rmenn að eiga í pokahominu svo handbærar skýr- íngar, þar sem afkoma Íslendinga er enn mjög háð ííðarfari og aflabrögðum. Hins vegar veit alþýða landsins, að það hefur enn ekki verið fundin upp 1 sú efnahagsstefna, sem gerir okikur óháða nátt- ? úruöflunum, og hver stjóm verður að bera afleið 1 ingar árferðis til góðs eða ills. Núverandi ríkis- etjórn hefur í þeim efnum reynt bæði súrt og sætt, 'pví fyrstu ár hennar voru jafn erfið og hin síð- ^ rastu hafa verið hagstæð. Eitt er mjög athyglisvert í þessum efnum. Nú- ' verandí stjóm hefur, eftir að árferði hatnaði, gert iráðstafanir til að þjóðin eyði ekki öHu jafnóðum, _ heldur leggi eitthvað fyrir til að mæta andstreymi <og tryggja búskapinn betur en áður. Þetta hefur Jiún gerí innanlands með því að hvetja til stór- 1 aukins sparifjár með vaxta- og fjármálapólitík ' sinní, og’ um árangurinn verður ekki deilt. í öðru 'lagi hefur stjórnin safnað gjaldeyrisvarasjóði, sem nú nemur um 1000 milljónum, og veitir þjóðinni ' ómetanlegan styrk og öryggi. Þ^ssar ráðstafanir eru eitt hið bezta og skyn- samlegasía, sem ríkisstjómin hefur gert. En svo ■ merkilega bregður við, að einmitt þetta ræðst stjórn arandstaoan mest á. Það hefur komið góðæri fyrr, meðal annars á stjómartímum framsóknarmanna, en þeir hafa aldrei séð ástæðu til að reka þjóðar- Íoúskapinn á þennan skynsamlega og ábyrga hátt. Það má þjóðin eiga víst, að komist framsóknar- ;! menn og kommúnistar til valda, mundu þeir fljót- j fega eyðileggja þennan árangur, og er það ærin á- 6tæÖú íil áð halda þeim ábyrgðarlausum enn um j sinn. Enda þótt stjórnarandstaðan gangi með dökk gleraugu á nefinu og sjái ekkert nema svart, veit : 'þjóðin, áö áldrei hefur eins mörgu fólki’ liðið eins vel í .andinu og síðastliðið ár„ ^ 3. janúar 1963 - Af.ÞYÐUBLAO'Ð HANNES Á HORNINU ★ Eftirtektarverðar ræð- ur um áramótin. ★ Vilhjálmur Þ. gerist bergsögull. ★ „Tilbúið undir tré- verk“. r Allt í lagi segir ★ Erlingur. HAFA FORYSTUMENN þjóðar- innar gengið á skóla í ræðu- mennsku á s.l. ári? Mér datt þessi spurning í hug efíir að ég hafði hlustað á forsætisráöherra og for- seta um áramótin. Ég lield að óhætt sé að fullyrða, að þetta hafi verið einar hinar snjöllustu áramótaræð- ur, sem ég hef heyrt af vörum for- seta og forsætisráðherra. Vitan- lega lærum við öll með aldrinum, forystumennirnir alveg eins cg við hin. VrLHJÁLMUR Þ. GÍSLASON hefur nú flutt annál ársins allt frá upphafi. Ég get líka varla hugsað mér að láta annan gera það. ÞaS stóð einu sinin til að Vilhjálmur ætlaði að hliðra sér hjá því, en ekki varð úr og var það gott. Sum- ir hafa fundið að því, að annállinn væri, af vörum Vilhjálms, of slétt- ur og felldur, hrukkulaus og segði fátt, en ekki hefur mér fundizt það. HINS VEGAR varð ég dálítið undrandi á þVí, að í þetta sinn var Vilhjálmur óvenjulega skorinorð- ur, lagði inokkurn dóm á ýms atvik og straumbrigði í lífi þjóðarinnar — og dró alls ekki af. Menn eiga þessu ekki að venjast af honum, og það kom því þægilega á óvart. Enginn vænir Vilhjálm um dóm- hörku, sleggjudóma eða annarleg sjónarmið í garð manna eða mál- efna. Þess vegna er tekið eftir því, þegar hann segir sína skoðun hisp- urslaust, en það gerði hann nú í fyrsta sinn. MAÐUR ÆTLAST alltaf til góðrar skemmtunar í útvarpinu á gamlárskvöld. Útvarpsráði er þetta ljóst, en erfitt er að afla gaman- efnis hér. Nú hafði Svavar Gests verið fenginn til að sjá um megin- efni kvöldsins. Hasnn birti okkur smámyndasafn, sem liann nefndi: „Tilbúið undir tréverk". Upphaf- lega var getið ýmissa, sem kæmu við sögu — og voru það allt sam- an, eða að mestu fulltrúar iðnaðar- stétta. ÞAÐ KOM ÞVÍ nokkuð á óvart, að aðeins tveir „pípulagninga- menn“ komu við sögu, aðrir ekki — og ekkert minnti á „tilbúið utid- ir tréverk" nema nafnið eitt. Nafn- ið var því rangt og alveg út í loft- ið. Hins vegar var þessi tveggja klukkusunda dagskrá skemmtileg og nokkuð fjölbreytt, efnið sitt úr hverri áttinni og margir ágætir listamenn, þar á meðal Brýnjólfur Jóhannesson og Guðmilndur Jóns- son, komu fyam í henni. ERLINGUR SEGIR að flest hafi farið vel á gamlárskvöld. Þó sprengdu strákar götumæla, slysa- varnastofan var troðfull •— og þangað komu ölóðir og slasaðir menn — og læknar og lijúkrunar- konur urðu að hafa lögregluþjóna sér til hjálpar. En þetta er ef til vill ekki tiltökumál á gamlárs- kvöld. Samt sem áður gæti ég trú- að því, að þeir séu allmargir, sem gangi heldur niðurlútir og skömm- ustulegir þessa daga — og fram- eftir mánuðinum, að minnsta kosti þeir, sem lögregluþjónar urðu að taka af heimilum frá konu og börn- um vegna ölæðis og ofsa. Hannes á horninu. Gjöftil kvennadeild ar SVFI á ísafirði Isafirði í gær. HINN 29. des. færði Alexand- er Einarsson frá Dynjanda í Leiru firði Kvennadeild Slysavarnafé- Iagsins á ísafirði kr. 5000,00 að gjöf til minningar um foreldra sína, Engilráðu Benediktsdóttur og Einar Bæringsson, en um þess- ar mundir eru 100 ár liðin frá fæðingu þeirra. Einar á Dynjandá var mikilvirk- ur athafnamaður á sinni tíð, og í mörg ár hreppstjóri í Grunnavík- urhreppi. — Birgir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.