Alþýðublaðið - 03.01.1963, Page 7

Alþýðublaðið - 03.01.1963, Page 7
fT' *r ’ ^ jr Aramófaræða Asgeirs Asgeirssonar, forseta: ANNUB ÖLI ÞINGRÆÐIS GóOir íslendingar, nær og fjær! Við hjónin óskum yður öllum, konum og körlum, ungum og gömlum gleðilegs nýárs og | þökkum innilega gamla árið. Sú mikla hátíð, sem nú stendur yfir, frá fyrsta jóladegi til þrett- anda, hefur fylgt þjóð vorri frá upphafi vega, og borið sama nafn, jólln, jafnt í heiðni sem kristni. Jól rimar við sól, og þó víðast sé enginn skyldleiki milli orð- anha ajálfra, þá er þó náið sam- band á milli sólar og jóla, og mun svo hafa verið frá örófi alda. í dimmasta skammdeginu höldum vér ljóshátíð. Eftir vetr- arsólstöður, fer sólin aftur að hækka á lofti, og vér sjáum ljós- ið skína í myrkrunum. Jólin boða oss mikinn fögnuð. Nýársdagurinn hét til skamms tima Áttadagur jóla. Eg kalla það, í þessu sambandi, til skamms tíma, þó tvær aldir séu um liðn- ar. En nú er öll áherzlan á því, aö við þennan dag miðum við upphaf nýs árs, að þessu sinni ársins 1963, eftir Krists burð. Á áramótunum lítum vér bæði aft- ur og fram í tímann, bæði ein- staklingar, fjölskyldur, og þjóð- in í heild. Vér stingum hendinni í eiginn barm, hugleiðum gleði og sorg — og alla afkomu hins liðna árs. Atburðir og afkoma þjóðarheildarinnar er rakin af ýmsum öðrum um þessi áramót, og fara dómarnir jafnan nokkuð eftir því, á hvaða sjónarhól menn standa. Fjarlægðin er enn ekki nóg fyrir fullnaðardóm sögunnar. Eg læt það nægja að þakka for- sjóninni fyrir gott ár! Góðærið er ótvírætt, og ekki mun ég ræða um neina sérstaka óáran í mann- fólkinu. Héðan frá Bessastöðum tel ég rétt og tilhlýðilegt, að flytja þingi og stjórn þakkir fyrir sér- staka fjárveitingu; þó ekki sé um stórt atriði að ræða fyrir þjóðar- búskapinn, heldur öllu fremur þjóðarmetnað vorn. í fjárlögum þessa nýbyrjaða árs er hálf millj- ón króna veitt til byggingar bók- hlöðu hér á staðnum. Bókhlaðan verður reist í húsagarði við hlið nýju álmunnar, og veldur engri truflun á svip staðarhúsanna. Til innréttingar og bóltakaupa þarf síðar viðbótarfjárveitingar. Hér er séð fyrir þörf, sem ekki verð- ur látin í askana, eins og gamla máltækið segir. Úrval íslenzkra bókmennta á að mæta hér hverj- um nýjum forseta til afnota, og gestum, innlendum og erlendum, til augnagamans. Gestir, einkum þeir útlendu, óska þess oft að fá að sjá bókasafn staðarins. Þeir hafa stundum rekið upp stór augu við það svar, að bókasafn fyrirfinnst ekki. Eg hlakka til þeirrar stundar, þegar hægt verð- ur að gefa jákvætt svar. Hér eiga bókmenntirnar sjálfsagðan sama- stað. Hvernig væri nú komið um íslenzkt þjóðémi og sjálfstjóm, ef ekki væri sagan og bókmennt- imar? Við eigum fátt fomminja, en í bókmenntumun hefur þjóð- arsálin varðveizt Undirstaða sjálfstjómar og vel- gengni vor fslendinga er hvorki vopn né mannafli, heldur bók- menntir, saga, Alþingi og kraftur í kögglum. Vor bezti arfur og auður er gott ættemi, sjálfur kynstofninn. Það er vart öðrum en kunnugum ljóst, hve fámennt hið fullvalda íslenzka ríki er. Það auk þess sem það væri rán, að halda uppi ódýnun flugsamgöng- um. Sem betur fer er það fá- heyrt að oss sé lagt fámennið til ámælis, og sízt af nágrönnum vorum. Það væri of nærri höggv- ið líftaug eyjarskeggja í miðju úthafinu, að • torvelda þeim sam- göngur. Eigin floti í loftl hefur nú • álíka gildi fyrir þjóðina og samgöngur á sjó frá upphafi vega. Farsæld ísiendinga á hverri öld má að miklu leyti mæla við það, hvemig gengið hefur að halda uppi eigin samgönguflota við umheiminn, áður á legi og nú einnig í lofti. ÁSGEIR ASGEIRSSON var á fundi hinna Sameinuðu Þjóða, sem indverskur sessunaut- ur spurði mig, hve fjölmennir íslendingar væru. í minni bama- skóla landafræði stóð, að vér værum áttatíu þúsund, svo ég þarf stundum að liugsa mig um hinar nýrri tölur. „Eitt hundrað“, byrjaði ég, og staldraði við — en Indverjinn kom strax til hjálpar og sagði: „Eitt hundrað milljónir. Það er ekkert að skammast sín fyrir." Hann fór nær um smæð okkar útlendingur- inn, sem hélt því nýlega fram, að slík dvergþjóð sem íslending- ar ættu ekki að hafa rétt til að fljúga um Norður-Atlantshafið, Eg nefni þetta einstaka dæmi ekki vegna þess, að mikil hætta sé á ferðum, heldur tiLað minna á, að vér eigum jafnan inikið undir hugarfari og skilningi ann- arra þjóða, og þá einkum ná- granna vorra £ austri og vestri. Nýlendustefnan gamla er úr sög- únni. í því efnl höfmn vér ís- lendingar notið betiri kjara og fyrr en flestar aðrar nýlendu- þjóðir og skattlönd. Það tók að vísu langan aldur, að verzlun landsmanna yrði algerlega frjáls og innlend, en-,telja má, að Joka- markinu væri náið, þégar sæ- símasambandið komst á við út- lönd, árið 1906. Upp frá því flutt- ist einnig heildsalan inn í landið. Sjálfstæðisbaráttan tók einnig langan tíma, en alltaf miðaði í áttina, og þjóðin æfðist stig af stigi í sjálfstjóm, þar til full- veldi var náð upp úr hinu fyrra stríði, 1918. - Um líkt leyti náðu fleiri hinna smærri þjóða sama langþráða marki. En ekki skal sú hryggilega saga rakin, og margir þeir jafnaldrar vorir,; eru nú úr sögunni. Á síðari árum hafa tugir ný- lenduþjóða í öðrum heimsálfum árlega fengið fullveldis viður- kenningu og heldur sú þróun hröðum skrefum. Vér íslending- ar fögnum þeirri þróun heims- málanna, og er þó ekki fýrir að synja, að daglega berast fréttir um óeirðir, manndráp og annan ófögnuð, sem fylgir þessum fæðingarhriðum. Og ekki er það allt að kenna gömlum húsbænd- um, og skiljanlegt þó, að flestir kjósa heldur lélega heimastjórn en erlenda, þó misjafnlega reyndist Það er ekki ófróðlegt, að bera oss sjálfa saman við sumar ný- frjálsar þjóðir í nokkrum grein- um. Þetta er að vísu ærið sund- urleitur hópur, en ýmsir drætt- ir þó mörgum sameiginlegir. Víða er fátækt mikil, þéttbýli meir en landið fær fætt og klætt, og auð og völdum stórlega misskipt, þjóðin ósamstæð, trúarbrögð sundurleit. Eiimig má nefna ó- glögg og breytileg landamæri, og væringar kynþátta og höfðingja á undan tilkomu hins hvíta manns. í Hjá oss íslendingum verður afkoma alls almennings að teljast góð, og jafnbetri en síðast hvar meðal annarra þjóða. Þjóðin er samstæð, tungan ein og trúar- brögð valda ekki stjómmálaátök- um. Landamærin eru skýr, blá- fjötur ægis, og yfir haf að sækja til framandi þjóða. Þetta er allt oss í hag, og skýrir að nokkm leyti tilveru vorrar fámennu þjóðar og til- verurétt. En þó kemur annað til, sem mestu varðar. Saga ýmissa nýfrjálsra þjóða er óskýr og illa varðveitt. Soldánar og aðrir höfð- ingjar með annarlegum titlum, hafa áður ráðið rikjum, en ólæs almenningur hristir klafann og heimtar íhlutun. Þar við bætist frumstæður her, stoltir karlar í nýjum einkennisbúningi, sem er stundum hættulegri í innan- lands átökum en fyrir erlenda ó- vini. Landamæri, stjómskipun og það, hverjir fari með ríkisvaldið, ér víða óútkljáð baráttumál. Hjá. oss íslendingum horfir öðruvísi við. Hér var þjóðveldi sem fyrst mátti vænta í nýbyggðtr landi. Alþingi er enn við líði. — Stjórnskipun er hér líkari þvi, sem hún var fyrir þúsund árum, en í nokkru öðru lýðræðislandi. Það er meira virði, að Alþingi hefur varðveizt en þó öndvegis- súlur Ingólfs og ýmsir aðrir dýr- ir og helgir dómar úr sögu þjóð- arinnar, sem hægt væri að geyma í söfnum, væru enn til sýnis í höfuðstaðnum. Þingræði er rót- gróið, og engrar byltingar þörf, nema ef það væri af hálfu harð- snúins minnihluta, sem vildl hrifsa völdin. En slíkt þarf ekki að óttast. Alþingi er vettvangur þjóðmál- anna, en ekki vígvöllur. Sagarv lifir í nútíðinnl, og á ríkan þátft í að tryggja og skapa framtíðina, Það er til frásaga af karli, semw missti vinnumann sinn í sjóinra „en bátinn rak óbrotinn meC? öllum farvið,“ sagði hann, „svo- eiginlega var það bara pilturinn, sem týndi lífinu.“ Þessu er öf- ugt farið í vorri sögu. Bátur og farviður hinnar ytri menningai" hefur að miklu leyti týnzt, en sjálft lífið hefur bjargast og vartl veizt í skráðri sögu, bókmenntum, héraðsstjórn og á Alþingi. Þettsw er sú staðreynd, sem útlenduirv mönnum er helzt kunnug umw vora þjóð, og mun varðveitcv orðstýr hennar, ef vel er á hald - ið. Á þessu hvílir öryggi íslands- langri og samfelldri sögu, virð-- ing annarra þjóða, góðu nágrenni, og skilningi vor sjálfra á utan— ríkismálum. Sá skilningur er 0S£» nauðsynlegur og engin ofætlun. Enginn stóð Snorra SturlusynL framar á hans tíma í stjórnmála— sögu. Um það ber „Heims— ki’ingla" vitnf, Heimskringlan ei- nú að vísu stærri, en fréttir þö» allar fljótteknari fyrir þegn ogr þingmann. Þinghelgin er mikil og rík, og£: þó stendur jafnan nokkur styi- um störf Alþingis. Er það a£P vonum um þá stofnun, sem skei’- úr um helztu hagsmuna- og liug-- sjónamál þjóðarinnar. Nú standcv. kosningar fyrir dyrum um næstuc. sólstöður á sumri, og mun sú bar - átta að sjálfsögðu setja sinn blæ>» á þjóðlífið á næsta misseri liækk- andi sólar. Kosningar eru kapp - sigling og áróður, Það er hínn sí— felldi stormbelgingur heillangit kjörtímabilið, sem er þreytandí? fyrir þjóðina, og mætti vafalausl^ spara á þeim lið ríflega, frá þvif sem verið hefur um langt skeið. En hvað sem því líður, þá ósk— um vér öll, að komandi kosning- ar verði þjóðinni til heilla, og aS? sú stjórn, sem þar eftir fer með- völd megi sem bezt njóta sín, og' þjóðin hennar. Almennar kosningar og stjórn- - arskipti samkvæmt úrslitunc , þeirra, er ein mesta framför síð- ari tima í þjóðfélagsmálum. Véi lítum með hrylling til þeirrc tíma, þegar menn voru líflátnii. fyrir hugsun sína og skoðanir, og > stjórnarskipti fóru fram með aftöku þeirra, sem ósigur höfðu beðið. Vér fögnum breyttum i hugsunarhætti og vaxandi mann- úð í skjóli þingræðis og lýðræð-- is Vér gleðjumst af hinum mörgst góðu og hoilu. minningum, sencL saga vor hefur varðVeitt, og lít — um vonglaðir fram í tímann C því trausti, að íslendingum még.í. auðnast, að verða fyrirmyndai - þjóð um manndóm, menning ogT góða sambúð, inn á við og út ct við. komið á og Alþingi stofnað fyrir meir en þúsund árum, svo fljótt Guð gefi oss öllum gott ár. ALbÝÐUBLAfHÐ - 3. janúar 1963 %

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.