Alþýðublaðið - 13.01.1963, Síða 3
TIL skamms tíma hefur þótt
myndarlegt að gefa út hátíð-
arrit á stórafmælum helztu
stofnana þjóðarinnar. Nú er
hlaupinn vöxtur í slíka út-
gáfú eins og annað, og ekki
dugði minna en heill bóka-
flokkur á nýafstöðnu afmæli
Máls og menningar. Varla eru
allir jafnhrifnir af vali manna
í þá a.kademíu íslenskra
kommúnista, en þó verður að
játa, að þar situr úrvalslið úr
þeirri sveit.
Sú bók, sein mesta athygli
hlýtur að vekja í afmælis-
flokknum, er ljóðabók Jó-
hannesar úr Kötlum. Nýít
.verk frá hans hendi vekur
jafnan forvitni, en nú hefur
hann trakterað þjóöina á bók,
sem hefði mátt kalla „Játn-
íngar félaga Jóhannesar”, þótt
hann af lítillæti kalli liana að
'eins „Óljóð.” Hér er á fer.ð
hvorki meira né minna en
allsherjar uppgjör - skáldsins
við mannkynið út af þess
pólitísku óáran — bæði vestan
tjalds og austan.
Fyrsti flokkur bókarinnar
nefnist Dægurlagatextar og í
fyrsta kvæði hittir skáldið
sjálfan drottin á förnum vegi
og fagnar lionum vel. Skapar-
inn er á hraðri ferð, en fé-
lagi Jóhannes segir honmn
þau tíðindi, að nú sénm „ . . .
við íslcndingar hættir við
byltinguna / við græddum svo
mikið í síðasta stríði / held-
urðu að þú gefir okkur nú
ekki eitt enn / eða kannski þú
sendir okkur nýjan frelsara”.
Þegar drottinn er hlaupinn,
fær lesandinn ítarlega lýsingu
á ástandi mannhclma. Skáld-
ið hefur góð sambönd og hef-
ur komizt á snoðir um, að
„þeir í helvíti segja að vor
kristni heimur sé kleppur
þessarar plánetu”. Það upplýs-
ir, að á rólegu deild þessa
allslierjarklepps sé margt stór
menna, aðalsmenn, forsetar,
kardinálar, biskupar, ráðherr-
ar, herforingjar, kvikmynda-
stjörnnr „og svo náttúrlega
allir kratarnir”.
Á órólegu deildinni eru hins
vcgar ofdrykkjumenn og at-
vinnuleysingjar, tukthúslimir
og tötralýður „og svo náttúru-
'lega allir kommarnir”. Sjálf-
ur segist félagi Jóhannes vera
á órólegu deildinni, því hann
langi til að umturna heimin-
um, en hann þráir kristilegan
bata og heldur, að hann yrði
hæfur á rólegu deildina, ef
hann fcngi stórriddarahross
fálkaorðunnar lielzt með
stjörnu og háttvirt úthlutunar-
nefnd listamannalauna vildi
tífalda ölmusu hans.
Síðan magnast lýsingarnar
ljóð eftir ljóð. Landið er selt
í fjórða versi og i hinu
fimmta kemur trúarjátning
barnanna um atlantshafs-
bandalagið, bandaríkjaher og
efnahagsbamlalagið, glæsilega
þrenningu, þegar miðað er við
fólksfjölda.
Annar flokkurinn eru Þjóð-
vísur, þar sem djöfullinn
glottir við tönn, þegar heilag-
ur andi kann ekki að opna
fallhlífina, andinn og steinn-
inn heyja úrslitaglímu, sál-
irnar ærast og rykkja í tjóðr-
ið. Síðan koma Draumkvæði,
þar sem tóan mun gagga / og
hrafninn krunka / og íslandið
sökkva £ fyrirlitaingu. Dúfun-
um er ráðlagt að flýja. Það
er eyðimörk í vestri og frum-
skógur £ austri.
Fram að þessu er skáldið
vökumaður að slá trumbur,
eins og lesandinn liefur heyrt
það gera áður. En það sleppur
ekki sjálft kvalalaust gegnum
tilveruna, þótt það hafi unað
sér allsæmilega á órólegu
deildinni. Á blaðsiðu 93 hefj-
ast Hrakningarimur félaga Jó-
hannesar og segir hann sinar
farir ekki sléttar.
Allt í einu er hin göfuga
hugsjón farin að gráta í
brjósti hans af því að veru-
leikinn kemur með rýting
milli tannanna og vill samein-
ast Iiugsjóninni nakinn og
blóðugur. Skáldið spyr hina
göfugu hugsjón: „getur ekki
hugsast að ég snúi valdinu
gegn þér sjálfri / um leið og
verule;kinn afhendir mér rýt-
ing sinn”. Það minnir á leiö-
togana miklu, sem „ . . . eru nú
dökkir skuggar yfir fyrirheitna
laridinu / vofur í augum þeirra
sem eru á leiöinni þangað”.
Það spyr, hvort hugsjónin
muni sífellt visna upp í brjósti
liins sterka.
Svo kemur að aðalefninu. I
þriðja þætti þessarar hrakn-
ingarímu gerir félagi Jóhann-
es upp sakir við Kínverja
fyrir meðferð þeirra á hug-
sjóninni. Hann segir við sína
kæru ló og lilju:
„ . . . ég veit ekki ennþá
hvað kom yfir mig í stóru
borginni þar sem skeljar voru
einu sinni mynt þegar ég einn
átti að búa í fimm sölum í
sjálfu öreigaríkinu nema ég
hef aldrei á ævinni orðið eins
hissa ég hélt ég væri allt £
einu orðinn keisari þarna í
kína og bað marx almáttugan
að hjálpa mér og síðan æddi
ég fram og aftur um dúnmjúk
gólfin til að leita að henni
öskubusku minni en eins og
við mátti búast hafði hún
engan tíma til að dansa við
mig þann daginn því hún var
strax farin að glíma við bláa
fljótið sitt og loksins hneig ég
niður í silkimjúkt öndvegið og
fékk mér duglega í nefið
ég veit það ekki”
Jóhannes segist ekki liafa
vitað, af liverju hann hneigði
sig ekki dýpra um leið og hann
tók í þykkja. mjúka búmanns-
Iiönd skáldsins (Mao Tse-tung),
en segist kannski hafa vcrið
feiminn eða „ . . . kannski
hefur mig órað fyrir bölvun
persónudýrkunarinnar . . .”
Hann segist stundum vera
hárviss í trúnni — en stund-
um flögrandi eins og fiðr-
ildið. Þegar hann spurði, "livort
nokkuð strið sé réttlátt, þá
var hvæst í eyrað á honum:
„heigull þú ert smitaður af
borgaralegri mannúð”.
Jóhannes segist ekki vita,
livers vegna hann, sem hcfur
verið talinn „ . . . blóðrauður
bolsi hér norður á islandi skuli
vera kallaður huglaus smá-
borgari austur í friðsælum kín
verskum skógi . . .” Hann seg-
ist vera villuráfandi smali
uppi í ódáðahrauni með skjálf-
andi barnsfir.gur eins og hag-
mæltur sveitapiltur.
Stefið í þessu ljóði kemur
aftur og aftur: ég veit það
ekki, ég veit það ekki.
Og félagi Jóhannes segir
meira: „ég veit ekki einu sinni
hvort ég get haldið jafnvægi
á þessari rauðu silkilínu ykk-
ar því spuninn þinn er svo
fínn og fóturinn minn svo
grófur . . .”
Og ennfremur: „ég veit
Jóhannes spyrs
Af hverju for-
lierfisf Stalín?
ekki livort maður má segja
það en ég er logandi hræddnr
um að ég gangi með duliíla
endurskoðun í heilanum og
dulitla kreddu í hjartanu . . .”
Hann veit ekki, hann veit
ekki.
Undir lokin spyr liann:
„hvers vegna bregöast guðfræð-
ingarnir svona / hvers vcgna
gafst séra sigurður upp / hvers
vegna forhertist félagi stalín /
hvað segir mogginn hvað segir
pravda / mogginn það þýðir
morgunblaðið / eigum vér þá
að segja upp morgunblaðinu /
pravda það þýðir sannleikur-
inn / eigum vér þá að hætta
að leita sannleikans”.
• í Iokin segir skáldið: „þa3
er svo skrýtin staðreynd / að
vera til og þó ekki . . .”
Bókinni er lokið. Aftan á
er mynd af brosandi höfunð-
inum, sem orti lofkvæðið
mikla um Stalin.
Nú veit hann ekki. Hann er
tekinn að efast. Fyrst og
fremst um Kína og Stalin. Ef
til vill um enn meira. Við
vitum það ekki.
ýSfát. l' ■ * * 5
„Kannski hefur mig órað fyrir bölvun persónudýrkunarinnar41.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. jan. 1963 3