Alþýðublaðið - 13.01.1963, Side 9

Alþýðublaðið - 13.01.1963, Side 9
STÚLKAN hérna fyrir ofan heitir Catarine Robertson og er frá Aberdeen í Skotlandi. Árið 1961 kom hún hingað ásamt fleiri skozkum ungmennum, sem störfuðu hér á vegum vinnu búða þjóðkirkjunnar. Eftir nokkra mánaða dvöl fór hún til Skotlands aftur, en í sumar birtist hún á ný ásamt stöllu sinni á íslenzkri grund. ísland hafði þá svona mikið aðdráttarafl. Þessar stúlkur hafa með dvöl sinni hér verið landi sínu til sóma, þær hafa hvarvetna komið vel fram, og ávallt sýnt stuðn ing þeirri stofnun, sem fyrst leiddi þær til íslands: Þjóðkirkj- unni. FJAÐRAHÚS í TURKMENIAS, höfuðborginni í Asjkhabad, hefur verið byggt þriggja hæða hús, sem á að vera varið gegn jarðskjálfta. í undir- stöðu hússins eru massívar fjaðrir. Venjulega varir jarðskjálfta- kippur aðeins í 10-20 sekúndur, en það er nægilegur tími til að jafna traustleg hús þar í landi við jörðu. Hin nýja byggingaraðferð á að leiða til þess, að jarðskjálfti á engin áhrif að hafa á hús, sem byggð eru eftir þessu fyrirkomu- lagi, jafnvel þótt jarðskjálftinn standi yfir í allt að 36 klukku- stundir, en slíkt er talið nánast óhugsandi. DREYMDI FYRIR 2V2 MILLJÓN AÐFARANÓTT aðfangadags dreymdi brezkan kaupsýslumann, að hann hefði unnið í getrauna- keppni. Þegar hann vaknaði, var hann algjörlega öruggur í þeirri sök, að hann hlyti vinning. Ekki þurfti hann lengi að bíða, því að um daginn kom í ljós, að hann hafði unnið. Vinningurinn reynd- ist 22.600 sterlingspund — eða tæpar 2t£ milljón ísl. króna. — Meginhluta þessa fjár hefur kaup- sýslumaðurinn gefið til sjúkra- húss í London, sem tekur á móti j sjúklingum með ólæknandi sjúk- ! dóma. j Karachi: Lögreglan hefur nýlega sótt 50 manns til saka fyrir að hafa veðjað allt að 400 pundum um hvor tveggja hana myndi vinna slag, sem þeir voru í fyrir i utan hótel eitt þar í borg. SIGGA VIGQA OG TILVERAN „Skítt meS hárlitinn. Hvaða botnfarva hefur hún?“ Útsala Á morgun, mánudaginn 14. janúar hefst hin árlega vetrarútsala á kvenkápum og drögtum. Mikil verðhækkun. Bemharð Laxdal Kjörgarði. Golden glide fyrir flesta híla. Verð frá kr. 332.— Höfðatún 2 Sími 24485. Orðsending fil viðskiptavinú Póld hf. Frá 1. janúar er öll hleðsla og viðgerðir raf* geyma afgreidd ÞVERHOLTSMEGIN * (Þverholt 15 A) en EKKI Einholtsmegin eins og áður. *þinvholt /S Afgreiðsla flutningabifreiða utan af landi er hinsvegar áfram í Einholti 6. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. jan. 1S63 <$

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.