Alþýðublaðið - 18.01.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.01.1963, Blaðsíða 4
I ÉTTARMORÐ? USUMBUKA, (NTB) — Fimm menn, sem fundir voru sekir um að hafa staðið að baki morði Louis Rwagasore prins hafa verið tekniy af lífi f Burundi. Belgíski saksóknarinn Ray- mond Chagles kom sama dag- inn og mennirnir voru teknir af lífi til Usumbura, höfuborðar Burundi, að gera lokatilraun til þess að koma í veg fyrir aftök- urnar, en meðferð máls sak- borninganna hefur sætt gagn- rýni víða I heiminum. Belgíska utanríkisráðuneyl- ið hafði varað yfirvöldin í Burundi við að framkvæma af tökurnar og lýsti því yfir, að ef dauðadómunum yrði full- nægt gaéti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Fjórir mannanna, sem tekn- ir voru af lífi, en þeir voru ail ir hengdir, voru afrískir, og tveir þeirra voru fyrmn þekkt- ir stjórnmálamenn í nýlend- unni. Mcðal þeirra var einn fyrr- verandi ráðhcrra og foringi stærsta stjórnarandstöðuflokks- ins í Burundi. Einn hinna hengdu var Joseph Biroli, sem var efnahagsmála sérfræðing- ur oé virkur stjórnmálamaður. Hinir voru ekki eins þekktj-, en einn af þeim var grískur kaupsýslumaður, Iastrou að nafni. Menn þessir voru sakfclldir í sambandi við morð Louis Rwagasore og var þsú* stefnt fyrir rétt þegar í október 1961, en þá var landið enn nýlenda. Málið hefur verið tekið oft fyr ir síðan. Brezkur lögfræ.ðingur, sem viðstaddur var siðustu dóms- meðferðina í nóvember, sagði, að hún væri verzta misbeiiing laga, sem hann liefði kynnzt. í nágrannaríkinu Rwanda liafa fjórtán hryðjuverkamenn ver- ið teknir af lífi. Þeir voru skotn ir og voru um 1.000 áhorfendur viðstaddir aftökuna. ÍRSKT herskip stóð nýlega rúss- neskan togara að ólöglegum veið- um í írskri landhelgi og varð að skjóta aðvörúnarskotum, þar eð togarinn reyndi að komast undan. írska herskipið Maev, sem er 1.020 lestir,- tók togarann Paitus (300 lestir) eftir nokkurn eltinga- leik. Togarinn hafði orðið að skiija eftir hluta af aflanum. Ilenry, skipherrann á írska her- skipinu, skýrði svo frá í réttar- höldunum í málinu, að hann heföi staðið rússneska togarann að veið- um um 700 metra innan fiskveiði- markanna. Togarinn Sinnti köllun herskipsiús engu og hófst þá elt- ingaleikurinn. Seinna komu tveir menn af togaranum um borð í her- skipið, og var þeim sagt, að þeir væru handteknir fyrir ólöglegar veiÍJar innan fiskveiðimarkanna. Kort Rússanna var bæði lítið og ónákvæmt. — Fiskvciðitakmörkin voru ekki merkt á því. — Myndin cr af rússneska skipstjóranum. FLUGVÉL SEND Framh. af 7 síðu laust í alla staði gengið vel og þá hefði verið hægt að aka ó harS fenni alla leið. Ferðafólkinu mun ekkert liafa orðið meint a£ volkinu. Leiðin, sem það ætlaði að fara mun mjög sjaldfarin, en mun í björtu veðri vera ákaflega fal- leg. V Þéir sem fóru héðan úr Rvík til leitarinnar komu aftur til bæj- arins um hálf átta leytið í gær- morgun. Viðtal v/ð Kristján Jóhannsson Á þetta ekki einkum við á síld- veiðum? Jú, ég var t. d. á síld 1936 og sið an aftur 1962 og það var vissulega tvennt ólíkt. 1936 urðum við að róa nótabátunum, en 1962 var ég á Leifi Eiríkssyni, sem var á hring nótaveiðum og hafði bæði kraft- blökk og fullkomnustu tæki til síldarleitar. Ég TEL, að starfsemi Sjó- miannafélags Reykjavíkur í þágu sjómanna hafi verið farsæl og Ibætt kjö.- sjómanna mikið, sagði Kristján Jóhannsson, er Sjó- xnaðurinn átti við hann viðtal um etarfsemi Sjómannafélags Reykja víkur og kjaramál sjómanna. Og ! það er ólíkt hversu stjórnin á Sjó j manhafélagi Reykjavíkur hefur, tekizt betur en t. d. stjórnin á öagsbrún undir forustu kommún- iista, bætti hann við. Kristjáh er nú í framboði við stjómarkjörið í Sjómannafélaginu íiem varagjaldkeri á A-lista. í til- -efni af því hefur Sjómaðurinn átt -eftirfarandi viðtal við hann: Fórst þú ungur til sjós, Krist- ján Já, ég var aðeins 17 ára, er ég hóf sjósókn á bótum. Ég var mest á línubátum, en lítilsháttar á tqg urum. Hafa ekki orðið mikil umskipti á kjörum og aðbúnaði bátasjó- manha frá því að þú varst fyrst á bátum, miðað við það, sem nú gerist? Jú, það hefur vissulega orðið ger breyting. í fyrsta lagi eru bátarn ir nú mun betri og auk þess hef Tir tækni aukizt það mikið, að vinnan er ekki eins erfið og áður var. Ég vil segja það, að ég tel samn úr því að lög voru sett um hann mjög góða og Sjómannafélagið eiga þakkir skildar fyrir þá. Ég vil einnig segja í þéssu sambandi, að ég tel að formaður Sjómannafélags ins hafi orðið fyrir mjög ómak- legu aðkasti frá kommúnistum í sembandi við gerðardóminn, sern settur var s. 1. sumar. Það er vit- að, að Jón var á móti því að gérð ardómur væri settur í deiluna, en úr því að lög voru sett um hann tel ég, að Jón hafi gert rétt í því að taka sæti í dómnum til þess að halda þar fram sjónarmiðum sjó- manna, eins og hann gerði. Það hefði ekki verið unnt að ná frarn neinum atriðum fyrir sjómenn, ef enginn fulltrúi frá sjómönnum hefði setið í dómnum. Hvað viltu segja um kjör báta- sjómanna að öðru leyti? Ég tel, að breytingin sem gerð var þegar lilutaskiptum var hætt og prósentufyrirkomulagið tekið upp, hafi orðið okkur sjómönnum til góðs. Ég tel einnig, að verð- flokkun á fiskinum sé nauðsynleg til þess að stuðla að betri gæðum fiskjarins, en ég tel, að fastara form þyrfti að komast á fiskmat- ið. Hvað er það einkum nú, sem þú telur að gera þyrfti fyrir báta sjómenn? Má ekki telja víst, að sjómenn samþykki sjálfir slíkt hagsmuna- mál? Jú, maður skyldi ætla það. En einnig verðum við að haga í huga, að btasjómen neru margir hlúta úr árinu við störf í landi og ekki eins fastir í starfi og t. d. togara- sjómenn og þess vegna kann að Framh. á 11. síðo Kristján JóMnnssonj En hvemig voru kjörin á síldveið unum 1936? Þau voru ekki góð, enda var það þá óþekkt að unnt væri að skreppa á síld til þess að „þéna“ stórfé. Yfirleitt fékkst ekkert meira á síld veiðum í þá daga en á öðrum veið- um, enda var þá ekki eins gott að selja síldarafurðirnar'og nú er. Hvað viltu segja um kjörin á síidveiðunum nú? 4 18. janúar 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.