Alþýðublaðið - 18.01.1963, Side 5

Alþýðublaðið - 18.01.1963, Side 5
Mannekla tefur í baráttunni gegn krabbameininu FLEIRI sérmenntaðir læknar og starfsmcnn í rannsóknarstofum mundu geta hindrað dauða margra þcirra, sem nú deyja af völdum krabbamcins. Sú var niðurstaða ráðstefnu sérfræðinga, sem Evrópu deild Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar (WHO) kvaddi saman ný lega í Kaupmahnahöfn. Ráðstefnan fjallaði um notkun „cytologi" í baráttunni við krabba WASHINGTON: Forseti italíu hefur boðið Kennedy forseta í op- inbera heimsókn til ítalíu. Það er nú gert ráð fyrir, að Kennedv þyggi þetta boð og noti tækifærið Um leið til að heimsækja London og París og e.t.v. fleiri höfuðborgir í Evrópu. bein. „Cytologi", sem byggist á því að rannsaka sellur úr hinum ýmsu vefum líkamans, er beitt til að finna krabbamein, áður en það nær að \breiðast út. Aðferðinni er beitt i flestum löndum Evrópu, en að- eins í mjög takmörkuðum mæii enn sem komið er. Á árunum 1958—1959 létust 20.000 evrópskar konur af krabba- meini í leghálsi. Helmingur þess- ara kvenna fékk sjúkdóminn áður en þær náðu 55 ára aldri. Ráð- stefnan komst að þeirri niðurstöðu, að stór hluti þessara kvenna væri cnn á lífi, hefði sjúkdómurinn ver- ið uppgötvaður í tæka tíð og kon- urnar teknar til aðgerðar. ,,Cytologi“ er nú einnig beitt til að finna krabbamein í öðrum líf- færum, t. d. blöðru, lungum, bein- um, maga, munnvatnskyrtlum og skjaldkyrtli. ' Ástæðan til þess, að aðferðinni er ekki beitt í ríkari mæli í Evrópu, er sú, að tilfinnanlegur skortur er á læknum með nauðsynlega sé,r- menntun og á starfsfólki í rann- sóknarstofum. Ráðstefnan beindi þeirri áskorun til heilbrigðisyfir- valda í Evrópu, að líta á ,,cytologi“ sem viðurkennda aðferð til að finna krabbamein og undanfarandi sjúk- dómseinkenni þess og jafnframt að taka upp þessa aðferð í hinni al- mennu baráttu gegn krabbameini. Var lögð rík áherzla á hlutverk WHO að því er snertir sérmenntun lækna og annars starfsliðs og heit- ið á stofnunina að leitast við að vinna bug á manneklunni. Forseti ráðstefnunnar var Hans Kottmeier dósent við Karolinska Institutet í Stokkhólmi, og meðal annarra þátt takenda var Jens Nielsen prófessor við radíum-stöð Kaupmannahafnar. í sunnudagsmatinn: HAFNARFJÖRÐUR: \ Verzlunin SIGRÖN Nýjar vörur teknar fram Kápur, nftirmiðdagskjólar, kvöldkjólar og pils. Dömupeysur í miklu úrvali. konar undirfatnaður kvenna. Slæður, hanzkar og veski. tíma og fé og verzlið í Hafnarfirði. AHsj Strandgötu 31. Sími 50038. SIGGA VIGGA OG TSLVERAN „Auðvitað gætum við reynt að kaskótryggja hana“ Nýsviðin dilkasvib BÚRFELL Sími 19750. Sjómannafélag Reykjavíkur ‘ Aðalfundur Sjómannafélags Reykjaivíkur verður haldinrí sunnudaginn 20. jan. 1963 í Iðnó (niöri) og; hefst kl. 13,30 (1,30 e. h.). Fundarefni: 1. Félagsmál * 2. Venjuleg aðalfundarstörf 3. Lagabreytingar. 4. Önnur mál. t Fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn er sýn$ félagsskíreini við dyrnar. Reykjavík, 18. jan. 1963 Stjórnhi. | ......................... - -----■— Sendisveinn óskast nú þegar t Skipaútgerð ríkisíns ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. janúar 1963

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.