Alþýðublaðið - 18.01.1963, Side 13

Alþýðublaðið - 18.01.1963, Side 13
 7 ' í##f' ■ ■ ■ Stórmynd í Kópavogsbíói Lionel Rogosin heitir Banda- ríkjamaSur, aðeins 36 ára að aldri, en hefur þegar að minnsta kosti tvær kvikmyndir á sam- vizkunni, sem munu tryggja hon- um virðulegan sess í sögu kvik- myhdarinnar. Önnur þein-a, On the Bowery — sem lýsir lifnaðar liáttum í fátœkrahverfi New York borgar, hefur hlotið æðstu heið- ursverðlaun og hefur verið of lengi á leið hingað til lands, hin — Come back Africa — er nú loks komin hingað eftir sigurför um víða veröld;, Myndin Come back Africa er gerð í Suður-Afríku í blóra við stjórnarvöldin, á stöð- ugum flótta undan lögreglu og njósnurum hinna hvítu drottnara. Rogosin kom þar inn i landið með leyfi stjórnarinnar undir því yfir- skyni, að hann hyggðist taka ferða mannakvikmynd. í þcirri Rvikmynd hugðist ! hann meðal annars sýna dans og sérstæða söngmennt negranna — en forðast öll kynþáttavandamál. Rogosin hóf starf sitt og tókst lengi vel fullkomlega að blekkja yfirvöldin, en þar kom, að þau fór að gruna margt og eftir það var honum gert lífið bölvað á all- an hátt. Þrátt fyrir allt tókst þó Rogosin að smygla efni kvikmynd- arinnar út úr landinu og sjálfur slapp hann heill á liúfi með mik- inn feng, sem sjálfsagt hefði dug- að honum til langrar fangelsisvist- ar, ef náðst hefði. ! Myndin Come back Africa er án efa raunsönn lýsing á því helvíti á jörð, sem lítill, forhertur mimii- hluti hvítra manna héfur búið ó- töldum milljónum svertingja. I Hún gerir ekki tilraun til að kryfja til mcrgjar þau vandamál, hún tekur aðehis dæmi, sýnir svipmyndir, en það er nóg — og meira en það. Áhorfandinn þarf ekki að vera í neinum vafa um það, að bakgrunnurinn er marg- falt ógurlegri en það, sem hann fær að sjá og heyra. Hið litla, sem hann sér, hleður utan á sig, unz hann skynjar ógnina alla. Einfalt, tillögulega smáfellt yf- irborð myndarinnar, er aðeins blekking, hjúpur, sem Rogosin hefur að vild vafið um skerandi eymdina æpandi nektina, svo fólk skynji betur livað á bak við býr. Myndin er ekki stórfenglegt listaverk á heiinsmælikvarða, ekki að gerð. Enda aðstæður við mynda tökú og stjórn alla, hinar verstu. En styrkur hennar liggur í ótrú- legum lireinleika, mikilli ein- Framh. á 14. síðu EINS og fram hefur komið lOlafur Þórðarson, jarnsmiður, blöðum, hafa þau óhöpp orðið sið- ustu mánuðina hjá íslenzka flotan- um sem kallað hafa eftir röskleg- um vinnubrögðum járniðnaðar- fyrirtækja. Má nefna í því sam- bandi Esjustrandið fyrir norðan og þá ákvörðun Skipaútgerðarinnar að senda skipið til útlanda til við- gerðar. Þessi vinnubrögð voru gagnrýnd í aðsendum greinum í dagblöðunum og virtist það vera skoðun höfunda, að íslenzkir járn iðnaðarmenn hefðu nú mjög brugðist hlutverki sínu, er þeir gátu ekki framkvæmt nauðsyn- legar viðgerðir á skipastólnum. Viðbrögð járniðnaðarmanna voru skjót og ótvíræð. Þeir lýstu yfir, að það væri ekki þekkingar- leysi sem ylli „landflótta“ ís- lenzkra skipa, heldur efnisskort- ur. Um leið kom sú skoðun fram, að íslenzk stjórnarvöld sýndu þessum iðnaði vítavert tómlæti með því að hann gæti með engu móti aflað sér nauðsynlegra hrá- efna. Nú hefur það gerzt að íslenzkir járniðnaðarmenn hafa skorið upp herör. í fréttatilkynningu, sem blaðinu, hefur borizt, er upplýst að nálega hvert einasta járniðn- aðarfyrirtæki í landinu hafi und- irritað segir m. a.: „Undirrituð járniðnaðarfyrirtæki leggja hér með fram þá eindregnu kröfu til stjórnarvaldanna, að nú þegar verði allur innflutningur gefinn frjáls á því smíðajárni og stáli, sem járniðnaðurinn í landinu þarf að nota til sinna þarfa. ” Hér fara á eftir nöfn þeirra einstaklinga og fyrirtækja, sem skrifa undir kröfubréfið: Blikksmiðja Akraness, Kjartan Guðmundsson. Vélsmiðja Þorgeir & Ellert, Akra- Vélsmiðjan Þorgeir & Ellert, Akra Vélsmiðjan h.f., Akranesi, Valdi- mar Indriðason. Borgarnesi Bifreiða & Trésmiðja Borgarness, Finnbogi Guðlaugsson. Kjartan og Ragnar, Borgarnesi, Ragnar Jónsson. Sindri, Ólafsvík, Guðjón Sigurðs- son. Vélsmiðja Grundarfjarðar h.f., Sofanías Cecilsson. Vélsmiðja Kristjáns Rögnvaldsson- ar, Stykkishólmi, Kristján Rögn- valdsson. Bílasmiðjan h.f., Guðmundur Krist jánsson. Vélsmiðjan Logi, Patreksfirði, Bogi Þórðarson. Vélsmiðjan á Bílududal, Magnús Jónsson Guðm. Sigurðsson & Co., h.f., Matth. Guðmundsson. Vélsmiðjan BIossi, Flateyri, Jón A. Vilbergsson. Vélsmiðja Guðjóns Halldórssonar, Súgandafirði, Egill Guðjónsson. Vélsmiðja Bolungarvíkur, Bemó- dus Halldórsson. Aðalsteinn Jónsson, Hnífsdal. Sigurleifur Jóhannsson, vélsmiður, ísafirði Vélsmiðjan Þór h.f., ísafirði, Ólaf- ur Guðmundsson. Vélaverkst. Jóh. Guðmundssonar, Hólmavík, Jóhann Guðmundssoh, Vélaverkstæðið Laugabakka, Karl Guðmundsson. Vélsmiðja Húnvetninga, Blönduósi, Ólafur Sverrisson. Vélsmiðjan Vísir s f., Blönduósi, Þorvaldur Þorláksson. Vélaverkstæði Braga Þ. Sigurðs- sonar, Sauðárkróki, Bragi Þ. Sig- urðsson. Bifreiðaj}g Vélaverkstæði ICf. Skagfirðinga, Jóhann Baldurs. Vélaverkstæði Hofsóss, Fjólmund- ur Karlsson. Vélsmiðjan Vetrarbraut 14B, Siglu firði, Guðm. Kristjánsson. Síldarverksmiðja Siglufjarðarkaup Framh. á 12. síðu Framh. úr opnu. liundraðatali til þess að þeir geti verið verðir í kvennabúrum prins anna cða þjónað í hinni miklu Mosku í Mekka. Sá þræll, sem reynir að flýja, hefur framið ófyrirgefanlega synd. Fyrir nokkru síðan reyndu 12 þrælar — þar á meðal þrír, sem tilheyrðu merkilegum sheik, — að flýja til heimila sinna og syrgj- andi ættingja þar. Á tiltölulega stuttum ti'ma tókst þeim að afla nægs fjár til að geta keypt einn kamelúlfalda og nauð- sýnlegar birgðir. Strok þeirra komst fljótlega upp. Höfðinginn á þessu svæði sendi þegar sveit á stað til þess að hafa hendur í hári strokumann anna, þegár þeir voru nýlega lagð- ir af stað heim til föðurlandsins. Níu af þeim voru drepnir á staðn- Um, en hinir þrír voru fluttir heim til húsbónda síns, sem lét dæma þá til dauða, og voru þeir háls- höggnir af einum samstarfsmanni sínum á torginu fyrir framan hina konunglegu höll. Eldgömul hefð í Saudi Arabíu kveður svo á, að takizt flýjandi þræli að ná að einhverju hæli Breta á langri og^eyðilegri strönd- inni, þá verður hann frjáls maður. Eitthvað nálægt 12 þrælum tekst á ári að öðlast frelsi sitt á þenn- an hátt. Þrælahald er látið viðgangast enn i sumum afskekktustu nýlend- um Breta á Arabíuskaganum, eins og til dæmis svæðinu í kringum Aden, sem er verndarsvæði brezka heimsveldisins. Þar er þrælasölum leyft að elta og þrælka áftur flýjandi þræla svo að segja fyrir framan nefið á brezk- um lögreglumönnum. Arabar hafa gaman af því þcg- ar þeir hafa náð strokuþrælum að ráða liljómlistarmenn til að standa fyrir söng og dansi um kvöldið, og koma svo með þá her- teknu, þegar gleðin stendur sem hæst. Það varpaði svolitlu Ijósi á þessi óhugnanlegu þrælamál, þeg- ar kom nýlega til deilna milli Saudi-Arabíu og smáhéraðs, sem er undir vernd Breta og heitir Muscat, soldánsdæmi við Persa- flóa. Deilan milli þessara ríkja reis vegna eignaréttar yfir Bur- ami, sem er gömul leið fyrir þræla flutninga milli Mu.scat og Riyadh. Þá fyrst kom það upp úr kafinu, að þrælaflutningarnir höfðu tekið á sig nýtízkulegri blæ en svo að þrælarnir væru fluttir eftir eyði- mörkinni. Þeir voru fluttir f flug- vélurn. Sá, sem fyrstur skýrði frá þessu, er brezkur herdeildarfor- ingi að riafni Bill' Little. Bretár og Arabar gérðu þá sam- þykkt með sér að hvor um sig mættu þjóðirnar senda þrjá flug- vélafarma til vinjanna í þessu um- deilda héraði á mánuði. Það var strangt tekið fram að í þessum ’ vélum mætti ekki flytja óbreytta borgara. Major Little veitti því bráð- lega eftirtekt, að vélarnar, sem Saudi-Arabar sendu lögðu alltaf af stað skömmu eftir ljósaskipti. Nokkrum mínútum fyrir flugtak var nokkrum stórum flutningabif- reiðum ekið í rykmekki upp að vélunum og fólk rekið í snarhasti af þeim upp í vélarnar. Little tók eftir því, að þetta voru næstum eingöngu börn. Þegar hann mótmælti þessu, var honum sagt af yfirmönnum í Saudi-Arabíu, að þessi börn væru að heimsækja ættingja sína í Riy- adh, en Little vissi betur. Hann Hafði heyrt kveinstafi þeirra og hróp. Þessi samningur rann út eftir eitt ár, og á þeim tíma taldist Little svo til, að 2.000 manns hefðu komið í land þrælahaldsins til ævi • langrar þrælkunar með flugvél- um. Nú vinna samtökin gegn þræla- lialdi markvisst að því að koroa á fót skrifstofu með sérfræðirig- um, sem munu safna gögnum um þrælahaldið, sem síðar verða send- ar Sameinuðu þjóðunum. Það er löng barátta fyrir hendi til að vinna bug á þrælahaldinu, og hún mun verða erfið. En alltaf miðar þó heldur í áttina. Það eru nú hundrað ár liðin síðan Lincoln sagði að Bandaríkin gætu ekki látið það viðgangast að helming- ur þjóðarinnar væri frjáls og helmingurinn í ánauð. Það hefðú fáir trúað því þá, að þessi örð sögð fyrir Bandaríkin myndú gilda enn í dag, — fyrír allan heiminn. ALÞÝÐUBLAÐfÐ - 18. janúar 1963 13

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.