Alþýðublaðið - 30.01.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.01.1963, Blaðsíða 7
ÁÆTLUNARBÚSKAPUR ger- ist algengari með ári hverju meðal þjóða heimsins. Belgía hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Sá tími er lið- inn, er íhaldssamir stjórnmála- menn gátu bént á Belgíu, sem fyrirmynd annarra landa um hagkerfi. Stjórnvöid í Belgíu láta nú ekki öfl atvinnulífsins „í friði”, lieldur reyna mark- visst að hafa áhrif á þróun þeirra. Belg-ar eru ekki með öllu ókunnir áætlunarbúskap, því þeir voru aðilar að Marshall áætluninni og árið 1948 var gerð áætlun all langt fram í tímann fyrir Belgíu, Holland og Luxemburg. En þegar Mar- shall aðstoðinni var hætt fór það á þann veg í Belgíu, sem mörgum öðrum löndum, að ríkisstjórnirnar fylgdu ekki eftir þeim áætlunum, sem gerðar höfðu verið, og byrjað hafði verið að framkvæma. Segja má, að Belgía sé elzta iðnaðarland í heimi, og eitt af þeim auðugustu. En síðan síð- ari heimsstyrjöldinni lauk hef- ur ekki verið nægilega mikil grózka í athafnalífinu þar, og það er fyrst og fremst af þeim ástæðum, að nauðsyn skipu- lagningar fram í tímann hefur verið viðurkennd. Vorið 1961 hófst samstarf í ríkisstjórn milli jafnaðarmanna og kristi- lega sósíalaflokksins. Fráfarandi ríkisstjórn hafði Iagt drög að fimm ára áætlun fyrir tímahilið frá 1961-1965. Þessi drög voru fullgerð og endurskoðuð, og var aætlunin lögð fram á síðastliðnu ári. Á- ætlunin var gerð í sérstakri stofnun, sem nefnist, Bureau de Programmation Econo- miaue. í þessari áætlun er mörkuð höfuðstefna, sem fylgja verð- ur til að auka grózku í athafna- lífinu og til að auka almenna velmegun íhúa landsins. Aðal- markmið áætlunarinnar er að auka framleiðsluna um 4% ár- lega. Þess má geta að þetta er sama markmið og norska ríkis- stjórnin hefur sett í fram- kvæmdaáætlun sinni. í Belgíu á svo ríkisstjórnin að gefa þinginu skýrslu á ári hverju um framgang áætlunar- innar. Jafnaðarmenn hafa mjög fagnað tilkomu þessarar áætl- unar. En fylgismenn kristilega sósíalistaflokksins eru ekki al- veg eins kátir. Þeir hafa kraf- izt þess, að orðið áætlun (plan) verði ekki notað opinberlega, heldur orðið skiþulagning (pro- grammering). En þessi orðatog streita leynir því ekki, að þró- unin í átt til áætlunarbúskap- ar er víða að verki, og að þar er ekki um neitt stundarfyrir- brigði að .ræða. Bráðlega mun hafizt handa í Belgíu um und- irbúning annarar áætlunar, sem ná á til ársins 1970. SOMERSET MAUGHAM er sá Hann ætlar að fara hægt yfir, í enskra rithöfunda, sem hefur suður endilangan skagann, koma | stærstan hóp lesenda allra þeirra, sem nú eru á lífi. Hann varð 89 ára 25. janúar s.l. Tvær óvæntar afmælisgjafir hlaut liann að þessu sinni: hronz- styttu af sjálfum honum eftir þýzka myndhöggv'arann Fritz Behn og fyrstu verðlaun frá franska garðyrkjufélaginu fyrir fegursta garðinn á Riverunni. Maugham hafði ekkert sér- stakt að segja í tilefni afmælis- ins. „Ég er að verða gamall“, sagði hann. En læknir hans seg- ir, að heilsa hans sé eins góð og mögulegt er hjá manni á hans háa aldri. Hann segist vera að undirbúa ferðalag til Ítalíu í voreOg þeg- ar hann talar um ferðina, virð- ist hann fullur eftirvæntingar. við í Florence, Róm, Napoli og fara svo til Sikileyjar. „Ég legg | áherzlu á að fara til Sikileyjar, | sem ég heimsótti fyrst fyrir 75 | árum. | Alan Searle, eínkaritari skálds | ins, sem nú er orðinn kjörsonur ; hans, fer mcö honum. Þeir taka sér á hverjum degi { göngu og á afmælisdaginn fóru i þeir sérstaka afmælisdagsgöngu, t ; eins og og þeir kalla það. Þann i | dag komu fleiri bréf til skálds- I ins en nokkru sínni og fær hann • þó mörg bréf á hver jum degi. Myndin sýnir hið fræga skáld £ anddyri húss sins, og á bak við hann er gamalt Buddhalíkneski 1 úr tré, kínversk fornsmíð. „Það er 1000 árum eldra en ég“, segir skáldið. JÓHANN M. KRISTJÁNSSON ÞESSAR línur eru ritaðar í til- efni lítils pésa, sem út kom í miðju bókaflóðinu fyrir jólin. Ilann er ekki nema ein lítil örk, á móts við allar hinar stóru bæk- ur, sem eru skrautlega út gefnar og til orðnar til þess að græða. Þessi litli pési er ekki út gef- inn til þess að höfundurinn græði á honum. Mér finnst ein- sýnt að hann muni skaðast á honum. Hann er gefinn út vegna þess að höfundurinn á hugsjón. Og það að eiga hugsjón er meira virði en eiga peninga. Hér er um að ræða ritlinginn „Sameinað Mannkyn” eftir Jo- hann M. Kristjánsson. Það er hugmynd hans og hug- sjón, að á íslandi rísi alþjóðleg menningarstofnun, sem stuðlaði að andlegum framförum og ver- aldlegri vellíðan mannkynsins. Fyrsta sporið yrði að reisa á ís- landi stærstu og öflugustu út- varpsstöð, sem til er á jarð- kringlunni og flytji hún mann- kyninu „á öllum aðaltungum“ heims siðfræði andlegrar menn- ingar, tæknilega fræðslu og Vís- indalegar niðurstöður, svo og mikilvægi friðar og bræðralags”. Höfundur vill, að íslenzkir að- ilar reisi þessa stöð með sam- þykki alþingis og leiti síðan sam vinnu við aðrar þjóðir. Flestum ætti að vera ljóst, að þetta er framkvæmanlegt. Flest- um ætti líka að vera Ijóst, að það er eðlilegt, að málstaður friðsamlegrar sambúðar og bræðralags þjóða og einstak- linga eigi eitthvert áróðurstæld í öllu þessu moldviðri af útvarps- sendingum og blaðaskrifum, sem aðeins eru miðuð við að skara eld að köku einstaklinga og þjóða. Flestum ætti enn fremur að vera ljóst, að því fyrr, sem á þessu er byrjað, því betra. Hvers vegna þá ekki að styðja Jóhann í þessari viðleitni? Það er mikils virði að eiga hugsjón. Það er mikils virði að þora að standa við hugsjón sína frammi fyrir almenningi. Gallinn er bara sá, að nútím- inn er ekki hrifinn af því að gera neitt fyrir hugsjónir. Hug- sjónir eru ekki í tízku. Samt er ekkert meira hress- andi en einmitt það að hitta fyrir og hlusta á menn, sem eiga liug- sjón og þora að fara eitthvað út fyrir hinar hversdagslega troðnu leiðir. S. H. EIGA ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. janúar 1963 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.