Alþýðublaðið - 30.01.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.01.1963, Blaðsíða 3
LÖGREGLAN UM UMFERÐARSLYSIN: Níu banaslys á tæpum mán- uði! Þetta er staðreynd, ugg- vænleg staðreynd á nýju ári. Það er hverjum manni augljóst að við þetta má ekki standa. Það er margt sem bjátar á í umferðarmálum borgarinnar, og flestir gera sér grein fyrir því, sem að er. Fólk er ekki nægilega gætið, menn aka of hratt, fólk anar fyrir bílana á götunum. En, hvað raunhæfi er að gera til úrbóta, hvernig er hægt að fá menn til að aka gæftilegar, hvernig skal fólki kennt að tefla ekki á tvær hætt- ur? Það var við þessari spurn ingu sem við fengum svör, er við snérum okkur til þriggiia manna, sem starfa að ur.iferð- armálum höfuðborgarinnar, og hafa þess vegna betra innsæi í þessi mál en allur almenningur Kristmundur Sigurðsson hjá rannsóknarlögregliinni á Fri- kirkjuvegi 11: Þetta með bana- slysin er afleiðing aðgæzlu- leysis í umferðinnj, og ætti að vera mönnum nægileg á- bending um að sýna meiri var- úð. En sjálfsagt verður ékki svo vel, það þarf að gera rót- tækar ráðstafanir, mönnum er ekki nóg að heyra um slysin, þeir verða að horfast í augu við afleiðingar þeirra, og brot manna verða að bitna á þeirn sjálfum. Það er vegna þess, sem ég á- lít', að beita eigi ökuleyfissvipt ingu miklu meira en gert er. Það hefur sýnt sig, að menn láta aðvaranir lögreglunnar, hótanir og síðan sektir, eins og vind um eyrun þjóta, — þetta verður aðeins rex, sem fer inn um annað eyrað en út um hitt. Þá fyrst skilja menn aS þeir verði að hlýða lögunum, þegar þeir eru látnir sæta rrfs- ingu eins og að vera sviptiv öku leyfi í skemmri eða lengri ti'ua Ef maður er sviptur ökulevfi í nokkra mánuði vegna orc.ta á umferðarlóggjöft-nni, en Iætur sér ekki segjast, þá er ekkert annað að gera en að svipta hann ökuleyfi £ lengri tíma, iævi- langt. Því hefur sá maður ekki sýnt, að hann er alls ekki fær um að stjórna bifreið? Ég veit ekki hvort SlysaVarn arfélagið hefur fjárhagslegt bolmagn til þess, en það væri mjög æskilegt- að félagið tæki myndir af hinum ægilegu slys um, sem verða hér innanlands, og sýndi afleiðingar þeirra öll um almenningi í aukamyndum í kvikmyndahúsum eða á ann- an hátt. Þannig, með því að sýna almenningi svart á hvítu afleiðingar augnabliks óað- gætni í umferðinni, getur Slysa varnarfélagið komið miklu til leiðar. Það getur varað fólk við, kennt því varkárni á áhrifa mikin nhátt, svo seint gleymist. Sverrir Guðmundsson varð-J stjóri í umferðardeild lögregl-[ unnar á Snorrabraut: Þetta er ljótt mál. Orsök þessara miklu| slysa er sú, að fólkið gerir sér ekki grein fyrir hættunum. — Aðferðir til að gera fólki| þessar hættur Ijósar? — Kvikmyndir eru góð’nr, S geta komið miklu til leiðar, cin: j slysamyndir. Við höfum veriðl með eina góða kvikmynd, senil sýnir Pétur postula og einn ær-[ ingja á jörðu niðri, sem ekuil eins og bjálfi, er ungur og meðl „bfladellu“. Hann ekur undirl áhrifum vins, ekur á, fer fram* úr öllum hraðatakmörkunum og brýtur yfirleitt allt það af sér í umferðinni. sem hugsan- legt getur talizt. Pétur postuli er hinn góði maður í myndinni Framhald á 11. siðu. Lögregluþjónninn á flmm tdálka myndinni hér fyrir ofan [heitir Erik Steinsen og hefur [eitt af hinum hraðskreiðu Har- [ley Davidson mótorhjólum lög freglunnar til umráða Imaður er einn þeirra, sem hefur rgætur á því, hvort menn brjóta tumferðarlögin, og það er hans Tverk að brýna fyrir fólki að- l.gæzlu og varfærni. Myndin var [tekin í gær á Snorrabrautinni. Ljósm.: Rúnar -3 ALÞÝÐUBLAÐIO - 30. janúar 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.