Alþýðublaðið - 30.01.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.01.1963, Blaðsíða 9
reyna nýjar og fjölbreyttari fæðu tegundir. Það er óhætt að gera ráð fyrir, að mjög fullkomin hreinsikerfi með viðvörunarútbúnaði verði komið upp í ám og vötnum, til þess að hægt sé að fylgjast með, hvort um óeðlilega mengun vatns ins sé að ræða, og að reglugerð um meðferð úrgangsefna verði fram- kvæmd víðar en nú er. Við megum búast við því, að ár- ið 2000 verði þekking okkar á erfðafræði, lífeðlisfræði og nær- ingu fiska og skeldýra orðin svo víðtæk, að við getum ræktað ostr- ur, kúfisk og ef til vill rækju með skipulögðum aðferðum. Sólarljós og fæðumagn verður nákvæmlega skammtað, og sennilega verða hraðvaxnari og kröftugri dýrin kynbætt, svo að afkvæmi þeirra fái sem æskilegasta eiginleika, svo sem fallegan lit, gott bragð og viðnám gegn sjúkdómum. Þessi afkvæmi eru síðan ræktuð í þróm, sem þannig eru útbúnar, að öll ytri skilyrði til þroska eru eins hagkvæm og frekast verður á kos- ið. Venjulegur sjór verður ýmist hitaður eða kældur eftir því sem bezt bcntar á hverjum árstíma. Efnasambönd og sorpefni verða notuð til að draga úr sjúkdómum, fækka ránfiskum og auka vaxtar- hraða. Næringin verður annað- hvort lifandi fæða, ræktuð sérstak lega í þeim tilgangi, eða gervi- fæða, unnin úr eggjahvítu og kol- vetnum, auk ólífrænna efnasam- banda, sem örva vöxtinn. í Banda- ríkjunum hefur markaðshæfur kúfiskur þegar verið raéktaður í rannsóknarstofum. Svipaðar til- raunir hafa einnig verið hafnar á laxi og silungi, og kemur í ljós eftir nokkur ár, hvernig þær tak- ast. Árið 2000 verða bæði beinar og óbeinar aðferðir við að finna fisk orðnar miklu fullkomnari. Hægt verður að velja úr ótal upplýsing- um um hvert eigi að fara, hvaða ytri skilyrði séu hagkvæmust og hve miklu fiskmagni megi búast við. Þegar skipið er komið á mið- in, er hljóðgeislum beint niður í sjóinn í mismunandi fjarlægð frá skipinu, þar sem auðvitað er fisk- ur af ýmsu tagi, og sýna þá sér- stök tæki stærð og staðsetningu fiskitoffanna á nokkurra fermílna svæði. Fiskiskip aldamótaársins 2000 verða að miklu leyti sjálfvirk, með aðeins fárra manna áhöfn. Eigin- lega er þar aðeins um að ræða smábáta, sem leggja fiskinn upp í móðurskip þar sem vinnsla hans fer fram. Sjómennirnir snerta aldrei aflann, og öllum aðgerðum er stjórnað úr brúnni, þar sem skipstjórinn og fiskikapteinninn segja fyrir verkum. Þá koma til sögunnar neðan- Framh. á 13. síðu Þessi radíó-stjörnukíkir, sem nýlega hefur verið reistur í Ástralíu er á hæð við 18 hæða hús, og „auga“ hans er 210 fet í þvermál. Það eru vonir manna að þessi kíkir eigi eftir að hjálpa vísinda- mönnum við að leysa ýmsar gátur um upprxma og eðli himingeimsins, sem maðurinn hefur ver- ið að velta vöngum yfir frá ómunatíð. NYLEGA hefur verið tekinn í notkun í Ástralíu radíó-stjörnu- kíkir, sem mun gera mönnum kleift að kanna leyndardóma geimsins í enn ríkara mæli en áður hefur verið mögulegt. Með tilkomu þessá stjörnukíkis er tal- ið að nýr kafli hefjist í rannsókn mannsins á geimnum. Stjörnukíkirinn er staðsettur um það bil 200 mílum fyrir vest- an Sydney, og er á hæð við 18 hæða hús. „Auga“ kíkisins er skálarmyndað loftriet, sem er 210 fet í þvérmál. Byggingarkostnað- urinn varð 800 þúsund sterlings- pund, og var helmingur þess fjár fenginn frá Rockefeller og Car- negie stofnunum, en afgangurinn í Ástraliu. l .dag er aðeins til einn hlið- stæður kíkir í öllum heiminum, en það er stjörnukíkirinn í Jor- dell Bank ■ tilraunastöðinni við Manchester háskólann í Bret- landi. Sá kíkir er að vísu heldur stærri, en sá ástralski á hins veg- ar að vera nákvæmari og sterk- ari. Aðalverksvið þessa nýja kík- is verður himininn á suðurhveli jarðar, þótt svo hann geti einnig rannsakað og kannað himininn á norðurhveli. Þessir tveir stjörnukíkjar mundu gegna mikilvægum hlut- verkum í þeirri rannsókn, sem nú á sér stað á sólkerfi voru. Verði einhvers konar tæki send til könnunar á tunglinu, sem senda frá sér upplýsingar til jarð ar, mun stjörnukíkirinn í Ástralíu verða í mun betri aðstöðu til að taka á móti þeim. Sömu sögu er að segja, ef slík könnunartæki yrðu send til Marz eða einhverr- ar annarrar reikistjörnu. En stjörnukíkirinn var samt ekki smíðaður í þessum tilgangi ein- um saman. Aðaltilgangurinn með smíði hans var að gera vísinda- mönnum kleift að sjá lengra og betur út í geiminn en áður hefur verið mögulegt. Radíó-stjörnukíkjar nema styrk leika og uppruna útvarpsbylgja, sem berast hingað til jarðar utan úr geimnum. Til þess að hægt sé að gera sér nokkra grein fyrir tíma og fjarlægðarhugtökum í þessu sambandi, er.rétt að nefna nokkrar töliu: til skýringar. Útvarpsbylgja fer sjö sinhum umhverfis jörðina á einni sek- úndu. Það tæki hana átta mínút- ur að ná til sólarinnar; 100 þús- und ár að komast á endamörk vetrarbratrtar vorrar, og meira en milljón ár að ná til næstu vetrar brautar. Það mundi taka slíka bylgju allt að fimm þúsund millj- ón ár að ná til fjarlægustu út- varpsstjama, sem nú er fylgzt með héðan af jörðu. Að kalla þessa stjörnukíki „auga“ er alls ekki svo fjarri sanni. Því raunverulega „sér“ hann bylgjurnar í raf-segulsvið- inu. Til þess að bylgjurnar komi Framh. á 13. síðu ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. janúar 1963 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.