Alþýðublaðið - 01.02.1963, Side 8
SIGGA VIGGA 0G TILVERAN
efnum þessa aðalfundar að fjalla um þau vandamál,
sem nú steðja að útgerðinni . . . “
Hafrannsóknarskip frá banda- Þrjátíu og fjórar útvarpsstöð«ar
ríska flotanum fann á sl. ári geysi í Chile sendu út 12 kennslustundir
mikinn neðansjávarfjallgarð í á viku fyrir meira en 1000 skóla í
kyrrahafi norðanverðu. Fuindustlandinu.
34 tindar, sem eru allt frá 1000 ^
metrar upp í 2000 metra hæð.
KNUT Wang, ritstjóri Dagblaðs- j
ins í Færeyjum var hér á ferð fyr-1
ir skömmu. Alþýðublaðið átti tal
við hann og spurði hann frétta af
frændum okkar og nágrönnum,
Færeyingum.
Knut Wang er lögþingmaður
auk þess, sem hann er ritstjóri og
'enn má það telja, að hann er mik-
ill áhugamaður um leiklist og
hefur leikið heima í Þórshöfn í
ýmsum leikritum, m. a. í leikrit-
inu Mýs og menn eftir Steinbeck,
sem Erna Sigurleifsdóttir sétti á
svið í Þórshöfn.
Knut Wang sagði m. a.:
— í Færeyjum eru sex flokkar,
sem eiga fulltrúa á lögþinginu.
Jafnaðarmenn hafa 8 fulltrúa,
Fólkaflokkurinn 6, Þjóðveldisflokk
urinn 6, Sambandsflokkurinn 6,
Sjálfstæðisflokkurinn (gamli) 2
og Framburðsflokkurinn 1.
Fólkaflokkurinn á einn fulltrúa
í landsstjórninni, — það er lög-
maðurinn Hákon Djuurhus, Þjóð-
veldisflokkurinn á tvo fulltrúa,
Sjálfstæðisflokkurinn einn full-
trúa, en stjórnin nýtur stuðnings
Framburðsflokksins, þótt flokkur-
inn eigi þar engan fulltrúa.
— Allir þeir flokkar sem nú sitja
í landsstjórninni eru „þjóðemis-
flokkar”. Þeir vilja, að Færeying-
ar taki smám saman í sínar hend-
ur stjórn allra sinna mála, en
tok4takmarkið hlýtur að vera al-
gjört sjálfstæði. En Ijóst er, að
því íverður ekki náð é einum degi
-| Málum er nú þannig háttað,
að ÍFæreyingar hafa heimastjórn
og |vo fulltrúa á þingi Dana. Mál-
iim É'æreyja er skipt niður í þrjár
aðaldeildir, sem eru sérmál, félags
mál og rikismál. Sam-
kvæmt lögum eiga Færeyingar að
ráða sjálfir í sérmálum, Danir og
Færeyingar ráða sameiginléga £
Ifélagsmálum, en ríkismálin eru í
höndum Dana. En stefnan er sú,
að Færeyingar fái fleiri og fleiri
Knut Wong (t. v.) og vinur sans Sámal Davidsen (t. h.). Sámal er 61
frá því hann var 16 ára. Hann er nú stýrimaður á dönsku skipi, — e
ferð til íslands. .
mál sem sérmál. Til dæmis má
nefna, að skólamál eru enn félags-
mál, en Færeyingar vilja taka þau
í sínar hendur.
Landhelgismál Færeyja eru
ríkismál. Danir sömdu fyrir nokkr
um árum við Breta þannig, að Bret
um leyfðist að fiska allt inn að
sex mílum undir vissum kringum-
stæðum, en landhelgi Færeyja er
nú 12 mílur, — frá strönd. Þessi
samningur rennur út 27. apríl og
er þá búizt við, að Bretar vilji end
urnýja samninginn, — en Fær-
eyingar vilja að landhelgin verði
færð út í 12 mílur frá annesjum,
(þ.e. bein lína), — og ennfremur
að Bretar lúti sömu lögum og aðr-
ar þjóðir varðandi fiskveiðar við
Færeyjar.
— Segja má, að Danir hafi lengi
vanrækt Færeyjar, — en síðustu
árin hefur þetta mikið breytzt og
miklar framfarir hafa orðið. Mikið
hefur bætzt við skipakost Færey-
inga síðustu árin og það
er nóg vinna í þorpum og bæjum.
Þar af leiðir að fólkið þyrpist úr
byggðunum inn til bæjanna og
svo úr bæjunum til útlandsins, —
einkum til Danmerkur Það er þó
ekki sökum atvinnuskorts heima
fyrir heldur er það ævintýraþrá-
in, sem dregur.
i
i
I
j
j
Í
I
Á ÞESSU ári er ráðgert að gerðar
verði tilraunir í Þýzkalandi með
að beita „fiskamáli" við fiskveiðar.
Frumrannsóknir á þessu sviði voru
gerðar fyrir tveim árum, en nú
hafa verið fengin til ný hjálpar-
tæki, sem auðvelda þær.
Vísindamaður, dr. Freytag að
nafni, veitír þessum rannsóknum
forstöðu í Þýzkalándi. Hann gerði
fyrst tilraunir sínar úr gúmmíbát,
til að koma í veg fyrir ónauðsyn-
legan hávaða. Tilraunirnar vorr
gerðar í Norðursjó, á Eystrasalti
og jafnvel á Norður-Atlantshafi,
þar sem þýzki úthafsflotinn stund-
ar veiðar sínár. í dág getur dr.
Freytag gert greinarmun á „grunn-
hljómi" hinna ýmsu sjávarsvæða.
Það eru bylgjurnar, brotsjóir og
bergmál frá botngrjóti og þangi,
sem myndar þessi hljóð.
!
j Dr. Freytag hefur einnig getað
fært sönnur á, að þau hljóð, sem
fiskamir við strendur Þýzkalands
gefa frá sér, eru mjög lík þeim
hljóðum, sem fiskar undan strönd-
um Bandaríkjanna gefa frá sér.
Hljþðin skiptast í tvo megin flokka.
í fyrsta lagi „urghljóð“, sem mynd-
ast þegar tveim hörðum hlutum
er núið saman. Þessi hljóð heyrast
einkum frá skel- og krabbadýrum.
í öðru lagi er svo „fiskblöðruhljóð“
fiskanna. Hægt er að greina mis-
munandi „mállýzkur“ hjá fiskum
undan ströndum mismunandi
landa. Til þess að geta greint milli
hinna ýmsu „talenda" hafa vís-
! indamenn orðið að fylgjast með
hverjum þeirra fyrir sig. í kjall-
ara hússins, sem er miðstöð þess-
ara rannsókna í Hamborg, eru
fiskabúr, sem klædd hafa verið
hljóðeinangrandi gúmmottum. —
Þannig geta vísindamennirnir raan
sakað hljóð hverrar fiskitegundar
fyrir sig. Stundum hefur tilviljun-
in komið visindamönnunum til
hjálpar við að greina hin mismun-
andi hljóð. Er þeir voru að rann-
sóknum í Eystrasaltinu heyrðu þeir
eitt sinn „urghljóð", sem virtist
koma frá kröbbum. Það var fyrir
hreina tilviljun, að visindamenn-
irnir komust að því að hljóðin
komu frá 1 cm löngum fleytikröbb-
um, sem þorskur hafði gleypt.
Þrátt fyrir þessar rannsóknir
hefur enn ekki verið unnt að á-
kveða uppruna margra hljóða, sem
heyrast úr hafinu. Ennfremur eru
ekki til hljóðrituð hljóðin, sem
spendýrin í hafinu við Evrópu-
strendur gefa frá sér,' til dæmis
sæljón, selir og hnísur. Það hefur
ekki verið unnt að taka hljóð þess-
ara dýra upp, þegar þau hafa verið
í sínu eðlileg umhverfi, og þegar
það var reynt í dýragörðunum við
-sæspendýr, sem þar voru fædd og
uppalin, reyndust þau hafa meiri
áhuga á að leika sér að hljóðnem-
unum er, að „tala“ í þá.
Það er aðeins stutt síðan byrjað
var að túlka þessi hljóð á líffræði
legan máta, og rannsaka vísinda-
lega þær upplýsingar, sem fyrir
hendi voru. Til dæmis hafa fund-
ist eðlilegar skýringar á blístur-
hljóðinu, sem stundum heyrist frá
síldartorfum. Sönnur voru færðar
á, að hljóðið myndaðist, þegar síld
artorfan breytti um stefnu, og það
virtist verða þannig til að vatnið
næst bol, síldarinnar titraði lítið
eitt. Uppruni hljóðsins er því svip-
8 1. febrúar 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ