Alþýðublaðið - 14.02.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.02.1963, Blaðsíða 4
Þ J OÐLEIKHÚ SIÐ sýnir í kvöld franska leik- ritiff „Á undanlialdi“. í þcss- um leik er áfengisböliff tekiff til rækilegrar meffferffar og dregin upp raunsönn mynd af því. — Myndin er af Róbert og Guðbjörgu í hlut- verkum sínum. SlLA- Skákjpinglb: VESÐiN SÍLÍVEIÐIN nefnist leshefti, sem Ríkisútgáfa námsbóka hefur nýlega geíið út eftir Björn Daníelsson skólas.tjóra á Sauðárkróki. Það er ætlað börnum, sem lært hafa und- irstöðuatriði í lestri, en ekki náð jbeirri leikni, sem þarf til að lesa þyngra lestrarefni. Hefti þetta er imeð líku sniði og þau, sem mikið eru notuð við lestrarnám víða er- lendis, t. d. á Norðurlöndum. Það er 32 bls. og í því ein saga, sem miðúð er við áhuga og skilning yngrj barrta. Sagan er skrifuð á léttu; máli og hefur höfundur var- 'azt að nota löng og erfið orð. Gerð bókarinnar er með nokkuð öðrum hætti en algengast er um barna- bækur. Til að auðvelda lesturinn eru línur stuttar og á hverri blaö- síðu er mynd, sem á við efni henn- ar. Myndirnar hefur Halldór Pét- urssón listmálari teiknað. Þær eru stórár og skýrar og er gert ráð fyr- *r, að börnin geti litað þær. Setningu heftsins annaðist AI- þýðuprentsmiðjan h.f., en prentun Offsétprentsmiðjan Litbrá. SÍLDARSALA Þijðjudaginn 12. febrúar 1903 var undirritaður í Reykjavík samningur milli Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Sjávaraf- urðapeildar Sambands íslenzljra samuinnufélaga annars vegar og Sovétríkjanna hins vegar um sölu í á frystri síld til viðlcom- andi lands árið 1963. Samkvæmt samningnum. kaupa Sovétríkin 12 þús. tonn af freð- síld á 53:0:0 Stpd. cif. Eystrasalts höfn. Afskipanir eiga að fara fram á tímabilinu febrúar til júní. — Gengið er út frá að búkfita sé að minnsta kosti 10%. Af hálfu S.H. og SÍS unnu að þessum samningum þeir Áml Finnbjörnsson sölustjóri og Val- garð J. Ólafsson framkvæmdástj. Fréttatilkynning frá SH og SSÍS. Rvík, 13. febr. 1963. TUTTTJGU og tveir verzlunarskólanemendur heimsóttu Keflavíkurvöll um mánaffamótin og fóru kynnisferff um völl- inn í fylgd varnarliffsmanna. Á myndinni horfa þrjár skóla- stúlkur í radartæki einnar af flugvélum stöðvarinnar. Á SUNNUDAGINN fór fram VI. umferð á Skákþingi Reykja- víkur. Þá vann Friðrik Ólafsson Björn Þorsteinsson og Júlíus Loftsson vann Jón Hálfdánarson. Þeir Jón Kristinsson og Sigurður Jónsson eiga jafnteflislega bið- skák, en skák þeirra Jónasar Þor- valdssonar og Inga R. Jóhanns- sonar er mjög tvísýn. Hefur Jón- as skiptamun yfir á móti einu peði, en staða Inga er betri. í fyrrakvöld var V. umferð efld, en þá lauk aðeins einni skálc: Jón Kristinsson vann Jón Hálfdánarson. Ilinar fóru í bið. — Friðrik á mun lakari skák á móti Jónási. í mikilli tímaþröng glat- aði Friðrik hrók fyrir riddara. Er staðan því þannig, að Jónas hefur hrók, riddara og tvö peð, en Frið- rik biskup, riddara og tvö peð. — Spurningin er, hvort þessi skipta munur nægi Jónasi til vinnings á móti jafn sterkum og þaulvön- um endataflsmanni, eins og Frið- rik er. Ingi R. á betra tafl á móti Júlíusi, en Björn Þorsteinsson á sennilega unna biðskák við Sigurð Jónsson. Röð keppenda er á þessu stigi nokkuð óljós vegna biðskákanna, en staðan á mótinu er nú þessi: 1.-2. Friðrik og Jón Kr. með 3 vinninga og eina biðskák hvor. 3. Ingi R. 2Vz vinning og 2 biðsk. 4. Júlíus 2 vinninga og biðsk. 5. Björn V/z vinning og biðsk. 6. -7. Jónas og Sigurður 1 vinn- ing og tvær biðsk. hvor. 8. Jón Hálfdánarson 1 vinning. Biðskákir verða tefldar í kvöld, en annað kvöld, föstudag, fer fram VI. og næstsíðasta umferð úr- slitakeppninnar. . Þá eigast við: — Júlíus-Friðrik, Jón Kr.-Ingi, Sig- urður-Jón H. og Björn-Jónas. Keppt verður í Snorrasalnum að Laugavegi 18, en þar hefur allt skákþingið farið fram við góð ar aðstæður. MEfSTARASKÓLI FYRIR HÚSASMIÐI OG MÚRARA MANUDAGINN 21. f. m. hófst við Iðnskólann í Reykjavík fram- haldsdeild, — byrjunarfram- kvæmdir að Meistaraskóla fyrir húsasmiði og múrara. Námsefni í þessum skóla -er fyrst og fremst miðað við þarfir þeirra, sem ætla sér að sækja um Goð aðsókn að verk- stjóranámskeiöum MUN MEIRI áhugi hefur reynzt þau mjög gagnleg. Er áberandi, að vera á verkstjóranámskeiðum en hafi einn verkstjóri frá fyrirtæki feúizt; var við, að því er Sigurður ; sótt námskeiðin, koma venjulega Ingimundarson alþingismaður hef- fleiri á eftir. ur skýrt frá. Hafði verið ákveðið áð halda á þessum vetri eitt eða tvö námskeið, en allar likur eru á, að þau verði fjögur. Námskeið þessi eru haldin sam- kvæmt lögum, sem samþykkt voru á Alþingi 1961, og gætu þau orðið byrjun á verkstjóraskóla. Hafa 16 verkstjórar fengið þátttöku í hverju námskeiði, en kennslan er tvískipt milil sjálfrar verkstjórnar- innar og vinnuhagræðingar. Öðru tiámskeiðinu er nýlega lokið, og var J :ið þriðja fullskipað skömmu eftir að það var auglýst, svo vafa- laust verður að lialda hið fjórða fyrir vorið. Þe ;si námskeið eru ætluð starf- <andi verkstjórum og hafa þeir talið Sigurður Ingimundarson leyfi til að standa fyrir húsasmíði og mannvirkjagerð í Reykjavík — en jafnframt sniðið eftir til- lögum svokallaðrar meistaraprófs nefndar, sem fyrir nokkru skilaði bráðabirgðatillögum til ráðherra um almennan meistaraskóla, og í samræmi við óskir og tillögur full trúa þeirra iðnstétta, sem hér eiga hlut að máli. Einnig er byggt á þeirri reynslu, sem fékkst á ár- unum 1959—1960, þegar stutt reynslunámskeið voru haldin fyr- ir sömu stéttir í samráði við bygg ingarnefnd Reykjavíkur. Námstími þessa skóla er jafn- langur venjulegu skólatímabili Iðnskólans í Reykjavík, tveir mán uðir auk prófa. Kennarar og fyrir lesarar eru milli 15 og 20 úr flest um þeim stéttum og embættum, sem byggingarmeistarar í Reykja vík og nágrenni þurfa að liafa samskipti við. Kennsla fer fram eftir kl. 5 á daginn, nema á laugardögum, þegar verklegar tilraunir eiga að fara fram. Það háir rcyndar mjög allri verklegri kennslu við Iðn- sltólann, hve húsnæði til slíkrar kennslu er þar ennþá af skorn- um skammti, en vonir standa þó til að úr því megi bæta í náinni framtíð með byggingu nýrrar álmu við skólann, sem yrði ein- göngu ætluð verkkennslunni. Jafnhliða þeirra kennslu, sem fram fer í Meistaraskólanum, og fyrst og fremst er miðuð við þarf ir verðandi meistara, sbr, ofanrit- Framh. á 13. síffu Hæsf a og lægsta vömverð á n synjum 4. febrúar TIL ÞESS AÐ almenningur eigi auðveldara með að fylgjast með vöruverði, birtir skrifstofan eftir- farandi skrá yfir útsöluverð nokk- urra vörutegunda í Reykjavík, eins og það reyndist vera 1. þ. m. Verðmunurinn sem fram kemur á nokkrum tegundanna stafar af mismunandi innkaupsverði og/eða mismunandi tegundum. Nánari upplýsingar um vöru- verð eru gefnar á skrifstofunni eftir því sem tök eru á, og er fólk hvatt til þess að spyrjast fyrir, er því þykir ástæða til. Upplýsingar- sími skrifstofunnar er 18338. lægst hæst Rúgmjöl pr. kg. 6.00 6.30 Ilveiti pr. kg. 7.30 7.75 Hveiti 5 lbs. pk. 19.40 22.60 Hrfsgrjón pr. kg. 13.00 13.95 Hrísgrjón 450 gr. pk. 7.10 7.55 Haframjöl pr. kg. 7.25 8.25 Ota Sólgrjón 1000 gr. pk. 12.30 Ota Sólgrjón 500 gr. pk. 6.25 Super Sól 1000 gr. pk. 12.40 Super Sól 500 gr. pk 6.40 Bio Foska 950 gr. pk. 12.45 Bio Foska 475 gr. pk 6.40 Sagógrjón 400 gr. pk. 5.40 8.25 Kartöflumjöl pr. kg. 10.60 11.20 Kartöflum.1000 gr.pk. 12.45 12.75 Suðusúkkul. pr. kg. 132.00 Kakó Vi Ibs. ds. 17.45 22.90 Te 100 gr. pk. 20.55 22.00 Kaffibætir pr. kg 27.25 Kaffi br. og m. pr. kg. 48.20 Framh. á 11. síffu 4 14. febrúar 1963 - ALÞÝ0UBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.