Alþýðublaðið - 14.02.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.02.1963, Blaðsíða 8
ÞAÐ Eíl af hálfu vísindamanna ekki talið neitt því til fyrir- stöðu að koina á skemmtiferð- um fyrr almenning' til Suður- skautsins, og þar yrði þá opn- uð Ieið að mesta og stórkost- legasta skíðalandi jarðkringl- unnar. Það er líka vitað, að bygging- arframkvæmdir munu yerða miklar á pólnxun á næstu ár- um, og að allt suðurskautsland muni verða miðstöð hvers kon- ar vísindarannsókna á næstu áratugum. Níu þjóðir eiga þar þegar vísindastöðvar. Höfin um hverfis strendur landsins eru könnuð frá skipum og stórar flutningaflugvélar á skíðum og sterkir beltisbílar hafa leyst þann vanda að halda uppi sam- göngum yfir hinar voldugu ís- auðnir. Kjarnorkurafstöð við Mc- Murdosund lætur í té orku til ljósa og hita, og tæknifræðing- ar hafa leyst þann vanda að reisa hæfileg hús: Þau eru und- ir yfirborði jökulsins. . Ferð frá Evrópu og Banda- ríkjunum suður á pól fram og til baka mundi ekki þurfa að taka meira en viku. Og Am- erikumenn hafa í hyggju að koma upp venjulegum flug- velli á hjarninu. Tólf þjóðir hafa orðið ásátt- ar um það að gera Suðurskauts land að friðlýstu svæði, fyrst og fremst vegna vísindarann- sókna. Þar eru nú sem stendur 120 Ameríkumenn við rann- sóknarstörf og útgjöldin af þeim rannsóknum eru stórkost- leg. Hvers konar hugsanlegar at- hugánir eru gerðar á þoli manns ins í slíku veðurfari, sem þar er Þar er um hvort tveggja að ræða hvaða föt henti bezt og hvaða liffræðileg áhrif kuldinn hafi á manninn. Alls munu um 1000 manns koma til bandarísku stöðvar- Framh. á 11. síðu SVO GETUR FARIÐ, að umfangs- miklar vísindarannsóknir varpi, áður en langt um líður, nýju Ijósi á hvítblæði og ýmsar krabba- meinstegundir. Á mörgum stöðum í Mið-Afriku deyr mikiU fjöldi barna úr krabba- meini. Er hér um sérstaka tegund krabbameins að ræða. Sjúkdóms- einkennin eru oft þau, að þykk- ildi myndast á kjálkum, en síðan koma þau fram víðsvegar um lík- amann. Vegna þess að þessi krabbameinstegund var staðbund- in við viss svæði í Mið-Afríku, fóru menn að hugleiða, hvort verið gæti samband milli sjúkdómsins annars vegar og loftlagsins hins vegar, einkum með tilliti til hita- og rakastigs. Það vakti einnig at- hygli, að sjúkdómssvæðið var ná- lega hið sama og það landssvæði í Ariku, þar sem tsetseflugan þrífst bezt. Þessi staðreynd hefur komið mönnum mjög á óvart, því að hing að til hafa menn haft þá skoðun, að krabbamein væri ekki háð ytri að- stæðum. Nú er það komið á dag- inn, að margt bendir til þess, að krabbamein berist beinlinis frá manni til manns með skordýrum Fyrir nokkrum árxnn hefðu allir vísindamenn, sem vinna að krabbameinsrannsóknum, hafnað þessari tilgátu, sem mjög ó- sennilegri. Það er ef til vill of sterkt til orða tekið, að þessi óhugnanlegi krabbameinssjúkdómxxr meðal barna í Mið-Afríku sé farsótt. Hitt getxxr engum dulizt, að hér er um landlægan sjúkdóm að ræða, og allt bendir til þess, að hann sé smitandi og smitberinn séu á- kveðnar flugutegundir. Á þessu stigi málsins má segja, að það sé nokkuð djörf, en um leið skuggaleg tilgáta, að krabbamein sé smitandi sjúkdómur. Brezkur vísindamaður, dr. De- nis Bxirkitt, sem starfar við há- skólann í Uganda, hefur nýlega ritað grein í -brezkt tímarit, þar sem hann lýsir vandamálum varð- andi þennan afríkanska krabba- meinssjúkdóm. Það er ekki ósenni- legt, að rannsóknir dr. Burkitts eigi eftir að hafa grundvallarþýð- ingu fyrir almennar rannsóknir á krabbameini og að nokkru leyti á hvítblæði. Á vissan hátt getur hvítblæði líkzt krabbameini, og margt bendir til þess, að hvít- blæði sé smitandi sjúkdómur. Dr. Burkitt bendir á, að fyrir nokknxm árum hafi menn komizt að þeirri niðurstöðu, að mismun- andi krabbameinstegundir hjá bömum innan 12 ára aldurs væri í rauninni einn og sama sjúkdóm- urinn. Sameiginleg sjúkdómsein- kenni eru þau, að krabbinn byi-j- ar í kjálkunum, sem annars er ffemur sjaldgæft sjúkdómssvæði bjá börnum. Á næsta stigi getur sjúkdómurinn komið fram í ýms- um líkamshlutum, ekki sízt í sog- æðakirtlunum. Dr. Burkitt viU ekki telja sjúk- dóm þennan til farsótta. Hann telur ennfremur, að sjúkdómurinn sé ekki eingöngu bundinn við Mið-Afríku, heldur þekkist hann einnig í Austurlöndum nær og víða í Asíu. Einnig megi vera, að á Nýju Guineu sé um þennan sjúkdóm að ræða, því að þar herj- ar skaðvænn barnasjúkdómur á íbú Það er fullkomin ástæða til að ætla, að mikill hluti barna á þess- um svæðum sýkist af krabba- meini, en hjá hluta þeirra skapist mótefni, sem gera bömin ónæm fyrir sjúkdóminum, og þess vegna verður ekki um að tefla neinar al- varlegar afleiðingar hjá þeim. Útbreiðslusvæði sjúkdómsins er einkum bundið við Kenya, Kongó, hluta af Suður-Afríku, og vestur- strönd álfunnar. Athyglisvert er, að sjúkdómurinn þekkist ekki, þar sem hitinn fer niður fyrir 15 gráð- ur á Celsíus. í höfuðatriðum er sjúkdóms- svæðið sama og svefnsýkinnar, en smitberi hennar er tsetseflugan og önnur smitberandi skorkvikindi, — sérstaklega ýmsar mýbitstegundir. Af þessum ástæðum liggur nærri að ætla, að krabbameins- tegund sú, sem hér um ræðir, sé smitandi sjúkdómur, sennilega vírus-sjúkdómur. Fjölmörg atriði eru þó enn ekki upplýst í sambandi við sjúk- dóm þennan. Má þar fyrst nefna, að enda þótt sterk rök bendi til þess, að hér sé um vírussjúkdóm að ræða, þá hefur vírusinn enn ekki verið fundinn. Og í almenn- um krabbameinstilfellum hefur vírus aldrei verið staðreyndur. En engu að síður getur hann verið fyrir hendi. Það er vandamál, sem heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur nýlega fyrirskip- að að rannsaka ítarlega einkum í sambandi við hvítblæði, en það er sjúkdómur, sem virðist vera í ör- um vexti. Við rannsóknir á hvítblæði í Bandaríkjunum komust menn að þeirri niðurstöðu, að böra, sem sofið höfðu saman, fengu hvít- blæði. Það benti eindregið í þá SPURNINGINum það, hvort sænska þingið eigi að starfa í einni eða tveimur málstofum, er að verða mikið hitamál í Svíþjóð. Stjóm- málaflokkarnir hafa sett fram við- horf sín til málsins í stjórnlaga- nefndinni. framkomnar breytingartillögur á allmörgum ákvæðum stjóraarskrár innar. M. a. mun nefndin leitast við að ná samkomulagi um lögaldur konungsins. Endurskoðun sænsku stjórnar- skrárinnar hefur staðið yfir í níu ár. Mánudaginn 11. febrúar átti stjórnlaganefndin að koma saman til síðasta og lengsta fundar síns í Eskiltúna. Sá fundur mun ekki standa skemur í eina viku. Þar verður fyrst og fremst fjallað um Þegar konur fengu fyrst kosn- ingarrétt og kjörgengi árið 1917, var slagorðið í þeim átökum þetta: „Herra“veldi eða þjóðveldi. Nú er hins vegar kjörorðið: Sterkt ríkis- vald. Þróunin í frönskum stjórn- málum hefur tvímælalaust haft hag stæð áhrif fyrir stærstu stjórnmála flokkana í Svíþjóð. Það eru aðal- lega jafnaðarmenn og þjóðflokkur inn, sem berjast fyrir því, að þing- ið verði í einni málstofu. Halda forustumenn þessara flokka því fram, að með slíku fyrirkomulagi fái þjóðarviljinn eðlilegustu áhrif- in á myndun ríkisstjórnanna. Meiri hlutinn í stjórnlaganefndinni er sagður aðhyllast þetta sjónarmið. Við þessa endurskoðun sænsku stjórnarskrárinnar hefur verið hreyft mikilvægri, en viðkvæmri breytingartillögu: Að gera Svíþjóð að lýðveldi. Flestir jafnaðarmenn eru fylgj- andi slíkum skipulagsbreytingum. Á flokksþingi þeirra árið 1960 var samþykkt án ágreinings sú stefnu- yfirlýsing flokksins, að stefna bæri að lýðveldisfyrirkomulagi. í yfir- lýsingu þessari er þó tekið fram, að ekki eigi að framkvæma svo mikilvægar breytingar á stjórnar- háttum, nema fyrir þeim sé sterk- ur meirihluti meðal þjóðarinnar. í stjórnlaganefndinni er enginn grundvöllur fyrir því, að kona geti orðið þjóðhöfðingi í Svíþjóð. Sænska stjórnarskráin var á sín- um tíma samin á tæpum þremur vikum. Þetta átti sér stað árið 1809, en þá ríkti styrjaldarástand í landinu, og þess vegna var þörf skjótra aðgerða. Frá upphafi hafa verið gerðar 320 breytingar á stjórnarskránni, en þó hafa 13 greinar hennar hald- izt óbreyttar fram á þennan-dag. ER I FULLUM QA |C.. I ■ I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.