Alþýðublaðið - 14.02.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.02.1963, Blaðsíða 3
I ✓ Iransstjórn varar við íhlutun Bagrdad, 13. febrúar. v NTB-Reuter-AFP. Bagdad-útvarpið hermdi í að allt væri með kyrrum kjörum í hafnarbænum Basra, en samkv. öðrum lieimildum eiga fylgismenn nýju stjórnarinnar í írak og and- stæðingar hennar enn í bardögum þar. Samkvæmt fregn útvarpsins liefur vinna verið hafin á ný við höfnina, og ríkisstjórn Arefa of- ursta liafa borizt stuðningsyfirlýs- ingar frá mörgum samtökum í Basra. Útvarpið skýrði jafnframt svo frá, að sex hershöfðingjar, sex of- urstar, átta undirofurstar, 10 maj- órar og 11 lautinantar' úr íraksher hefðu fengið fyrri embætti sín á ný, en Kassem hershöfðingi — og stjórn hans, höfðu svipt þá stöðum ★ VARAÐ VIÐ IHLUTUN. Hinn nýi utanríkisráðherra ír- aks, Telab Husszim Shabib, lýsti því yfir á blaðamannafundi í dag, að stjórnin mundi ekki fallast á neins konar erlenda íhlutun um innanríkismál landsins. Hann lagði á það áherzlu, að stjói-nin mundi gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að vinna að framgangi arabískrar ein ingar. Aðild að Arababandalaginu er í athugun. Harin taldi senni- legt, að ná mætti sættum í sam- skiptum íraks og olíufui'staríkis- ins Kuwait. Utanrikisráðherrann staðfesti, að nýja stjómin mundi standa við alla samninga við hin stóru alþjóð legu olíuféiög, sem reka starfsemi sína í landinu. ★ RÓLEGT í BAGDAD. Enn liggja ekki fyrir opinberar tölur yfir þá, sem fallið hafa eða særst í byltingunni. Samkvæmt á- reiðanlegum heimildum í Bagdad biðu a.m.k. 1000 manns bana í götubardögum í Bagdad einni. Hermenn Arefs forseta höfðu full tök á ástandinu í Bagdad í dag. Rólegt var þar og friðsam- legt, að undanteknu því, að vopn- aðir borgarar héldu áfram leit sinni að kommúnistum og andbylt ingarmönnum ásamt sérlegum her sveitum úr hernum. Nokkrum fangabúðum hefur verið komið upp i borginni en ekki er vitað ná- kvæmlega hve margir hafa verið handteknir síðan uppreisnarmenn tóku völdin í sínar hendur. írönsk yfirvöld halda áfram að gera upptæka peninga og eignir fylgismanna Kassems hershöfð- ingja. ★ FIMM ÞÚS. FALLNAR? Samtök íranskra stúdenta erl., sem hafa bækistöðvar í London, lvstu því yfir í dag, að rúmlega 5 þús, manns hefðu fallið í uppreisn inni í írak, og köiluðu nýju stjórn ina blóðþyrst einræði. Samtökin skírskotuðu til almenningsálitsins í heiminum og hvöttu til þess, að skorizt yrði í leikinn og komið í veg fyrir að nýja stjómin í land- inu tæki enn fleiri þúsundir ír- anskra borgara af lífi. æsileg vígsluat Vígsluathöfn á félagslieimilinu í Höfn hófst á laugardaginn 9. febrúar. Kl. 8. e.h. var um 330 manns sest að veizluborðum. Ósk- ar Helgason, símstöðvarstjóri, setti samkomuna og stjórnaði henni, er kaffi hafði verið borið fram, drukk ið og samkomugestir bragðað á margs konar gómsætnm veizlurétt Svertingjar berj- ast í TRANSKEI Jóhannesarborg, 13. febr. NTB-Reuter. Bardagar hafa skollið á með Afríkumönnum, sem talið er að séu félagar í Poqo-sam- tökunum ofstækisfullra þjóð- ernissinna og Afríkumönnum, sem fylgja höfðingjanum Ma- tanzima í héraðinu Transkei í Transvaal-fylki að málum. Ma- tanzima verður væntanlega fyrsti forsætisráðherra Trans- kei. Uð sumra áliti eru menn vin veittir kommúnistum í Poqo- samtökunum, og þau hafa lýst því yfir opinbcrlega, að tak- markið sé að reka alla hvíta menn úr landi með valdi. Sumir Afríkumenn í hérað- inu telja Matanzima Iepp stjórn arinnar, þar sem hann hcfur samvinnu við hana um stofn- un Transkeiríkisins. Mikil stjórnmálaólga hefur verið í héraðinu upp á síðkast- ið, einkum síðan stjórnin lét í það skína, að Transkei ætti að verða sjálfstætt ríki. Harð- astri andspyrnu hefur þetta mætt frá Tembu-ættbálkinum, sem hlynntur er samfélagi fólks af ýmsum kynþáttum. Að undanförnu hafa rúmlega 80 Afríkumenn mætt fyrir rétti og 57 þeirra hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir að hafa tekið þátt í Poqofundum, en það er bannað. Fréttamenn í Suður-Afríku telja, að ef stjórn Suður-Afríku tekst ekki að framkvæma Transkei-áætlunina, hafi apart- lieid stefnan (um aðskilnað kyn þáttanna) mistekizt. Transkei á að verða fyrsta sjálfstæða Bantustanríkið af átta, sem stofna á. um hófust ræðuhöld. Ræður fluttu: Benedikt Þorsteinsson, formaður byggingarnefndar, Þórhallur Dan Kristjánsson form. framkvæmda- nefndar, Guðmundur Jónsson byggingameistari, Guðjón Einars- son íþróttafulltrúi, Árni Stefáns- son skólastjóri Höfn, Rafn Eiríks- son skólastjóri Nesjum, Kristján Benediktsson Einholti Mýrum o.fl. Milli ræðuhalda var. almennur söngur. Þá söng blandaður kór og kvennasextett undir stjórn Eyjólfs Stefánssonar söngstjóra. Einsöng söng Ásgeir Gunnarsson með undir leik Sigurjóns Bjarnasonar. Hjalti Jónsson hreppsstjóri í Hólum flutti gömul ljóð, Kristín Gísladóttir kennari flutti gamanmál, Aðal- steinn Aðalsteinsson fór með nokkr ar gamanvisur. Eftir að þessu og kaffidrykkju lauk var stiginn dans framundir morgun. EFTA eflir samvinnuna Genf, 13. febrúar. NTB-Reuter. Samkvæmt góðum heimildum verður tillaga Kennedys forseta um samningaviöræður við aðildar ríki alþjóðlegu tolla- og verzlun- arnefndarinnar (GATT) kjarni stefnu EFTA-ríkjanna eftir enda- lok viðræðnanna í Briissel. Jafn- framt mun ráðherranefnd EFTA, sem kom saman til fyrsta fundar Framh. á 14. síðu Tillögurnar : ófullkomnar segir BSRB Reykjavík 13. febrúar 1963. STJÓRN B.S.R.B. og launamálanefnd héld fund í gær-I kveldi og ræddi þau viðhorf, er skapast hafa eftir að lagðai] hafa verið fram tillögur um launaflokkun ríkisstarfsmanna frá samninganefnd ríkisstjórnarinnar. A fundinum mættu auk stjórna og kjararáðsmanna, fullt trúar frá félögum rikisstarfsmanna og 3 félögum bæjarstarfs- manna. Margir tóku til máls, og voru allir einhuga, vilji og álit fundarmanna var undirstrikaður með einróma samþykkt eft- irfarandi tillögu, sem borin var fram af fulltrúa stærsta banda lagsfélagsins. „Fundur stjórnar og launamálancfndar B.S.R.B., haldinn í Arnarhvoli 12. febrúar 1963, álítur að framkomnar tillögui'i samninganefndar ríkisstjórnarinnar um launak.jör ríkisstarfs- manna séu ófullkomnar og gangi of skammt til móts við kröf- ur Kjararáðs um sama efni, enda hafa þær í för með sér launa- lækkun fyrir marga starfshópa. Fnndurinn lýsir stuðningi sínum við tillögur Kjararáðs og slcorar á bandalagsfélögin að veita því allan stuðning sem þau mega við yfirstandandi samningaviðræður." í (Frá BSRB). Biðum Framhald af 5. síðu. Gylfi sagði, að það hefði kom- ið fram í viðræðunum í fyrrasumar að sérstaklega Frakkar væru þeirr ar skoðunar, að t/ollasamningur hentaði íslendingum bezt, þar eð þeir hefðu verið andvígir mikilli stækkun EBE (6já forsíðu). Aðrar bandalagsþjóðir EBE og fram- kvæmdastjómin í Brussel hefðu hins vegar talið litla eða enga möguleika til lausnar á vandamál- um íslands á slikum grundvelli. Viðskiptamálaráðehrra sagði, að meðan slík óvissa hefði ríkt um það, hvor leiðin yrði heppilegri fyrir ísland, tollasamningsleið eða aukaaðiidarleið, hefði ríkisstjórnin ekki getað tekið neina ákvörðun um að fara fremur aðra leiðina en hina. í niðurlagi ræðu sinnar fórust Gylfa orð á þessa leið: „Ef litið er hleypidómalaust á málið hygg ég, að sanngjarnir menn muni viðurkenna, að ríkis- stjórnin hafi í þessu máli gert þá skyldu sína, að fylgjast rækilega með öllu, sem máli skipti og vera vel á verði og að það hafi verið rétt að leggja ekki til við Alþingi að neins konar aðildar verði leitað að Efnahagsbandalaginu. En hafi það verið rétt fram til þessa að bíða átekta og velja ekki ákveðna leið til lausnar vandamálum ís- lendinga, hversu miklu réttara er það þá ekki nú að sjá hvað setur og forðast að binda sig við ákveðn- ar hugmyndir, svo miklu meiri, sem óvissan er nú um framtíðina en hún var meðán samningavið- ræður Breta og EBE stóðu yfir. í raun og veru má nú segja, að spurningin um tengsl íslands við EBE sé nú ekki lengur á dagskrá hér á íslandi, fremur en í öðrum átekta smáríkjum Vestur-Evrópu. Með- an svo er, hlýtur það að teljast vera í fyllsta samræmi við hágs- muni íslendinga, að sem fæst stór orð séu höfð um málið og menn og flokkar forðist staðhæfingar og stefnuyfirlýsingar, isem reynslan og framtíðin kann að leiða í ljós, að betur hefðu verið ósagðar." Dagskrá alþingis DAGSKRÁ sameinaðs Alþingis fimmtodaginn 14. febr. 1963, kl. 1,30 mlðdegis. Fyrirspurn: Launakjör alþingis- manna. — Hvort leyfð skuli. DAGSKRÁ efri deildar Alþingis fimmtudaginn 14. febr. 1963, að loknum fundi í sameinuðu þingi. 1. Jarðræktarlög, frv. — 3. umr. 3. Tunnuverksmiðjur ríkisins, frv. — 2. umr. 4. Dýralæknar, frv. — 3. umr. 5. Stofnlánadeild landbúnaðar- ins, frv. — Frh. 1. umr. DAGSKRÁ neðri deildar Alþingis fimmtudag- inn 14. febr. 1963, að loknum fundi í sameinuðu þingi. 1. Heimild til þess að afhenda þjóðkirkju íslands Skálholts- stað, frv. — 1. umr. 2. Fullnusta norrænna refsi- dóma, frv. — 1. umr. 3. Landshöfn í Keflavíkurkaup- stað og Njarðvíkurhreppi, frv. — 3. umr. 4. Landshöfn í Rifi á Snæfells- nesi, frv. — 2. umr. 5. Vátryggingarfélög fyrir fiáki- skip, frv. — 2. umr. 6. Siglingalög, frv. — 3. umr, ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. febrúar 1963 ;3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.