Alþýðublaðið - 14.02.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 14.02.1963, Blaðsíða 15
sagSi hann. „Þú hefur drýgt glæp, sem þú virðist mundu verða að greiða fyrir með lífi þínu — eða að minnsta kosti þetta hefur kvalið þig meira en þú getur þolað með upplýsingum getur þolað með upplýsingum sínum. Þú telur, að það sé betra að deyja en lifa þannlg, og þú hyggst taka kvalara þinn með þér. Til þess að eiga ekki á hættu, að hann komist undan, ætlarðu að drepa okkur öll, ef hann játar ekki. Þetta er gagn- stætt eðlilegri hugsun, Mark. Plestir mundu telja, að betra væri að láta liann sleppa en slátra saklausum”. „Ég hef ekki gert nelna kröfu til að vera talinn eðlilegur”, sagði Mark. „Þar að auki er það svo, að ef það er Nicky, þá haf- ið þið leyft honum að flýja og þess vegna eruð þið öll sek". Hann lyfti handleggnum og leit á úrið. „Nú eru aðeins þrjár mínútur eftir, læknir”. Að utan og úr nokkurri fjar- lægð heyrist rödd hrópa með ör- væntingarfullum ákafa. „Mark! Mark! bíddu! Við er- um að koma“. „Þetta er Jeff!” sagði Kay. „Já, ástin mín, þetta er Jeff!” sagði Mark. Hann sneri höfðinu til dyra. Þetta augnablik valdi Paul Rudd til að koma æðandi út úr byssuherberginu með stóran búr- hníf í hendi. Við þessa sjón hrökk Fern svo mikið við, að hún missti glasið, svo að það möl- brotnaði á gólfinu. Mark sneri sér snöggt við. Paul var innan við tvo metra frá honum, þegar byssan kvað við og blossarnir lýstu upp hálfrökkrið. Peg Nor- ton æpti og huldi endlitið í hönduin sér. Paul féll og valt út á hlið, braut kaffiborðið fyrir framan Kay og lá viS fætur henn ar og engdist sundur og saman af sársauka. Augu læknisins fylgdust með kippunum í andliti Marks, þeg- ar hann setti pípuna í vasann. „Má ég skoða hann, Mark?” „Ég skaut lágt”, sagði Mark. Dr. Smith kraup við hlið Pauls. „Rólegur”, muldraði hann. „Fæturnir á mér!” veinaði Paul. Hann beit á neðri vörina. Lælaiirinn tók upp búrhnífinn af gólfinu og risti á buxnaskálmar særða mannsins. Paul lagði hand- legginn yfir augu sér, er fingur læknisins tóku að þreifa fyrir sér. „Þú hefur gert þetta talsvert nákvæmlega, Mark”, sagði lækn- irinn, án þess að horfa upp. „Það er svo að sjá sem brotnað hafi út úr báðum sköflungunum. Ég þarf hjálp til að færa hann”. „Það verður ekki nauðsyn- legt”, sagði Mark. „Nema Jeff og George hafi Nicky með sér — Þau heyrðu öll hlaupið yfir svalirnar og síðan opnuðust fram dyrnar og Jeff æddi inn, með George fölan og másandi á hæl- um sér. „Guð minp góður, Mark„ hvað hefurðu gert?” hrópaði Jeff. — Augu hans leituðu skyndilega að Kay og léttirinn í þeim var aug- l.iós, er liann sá hana saman- hnipraða í stólnum. „Vertu kyrr þar sem þú ert”, sagði Mark, „Paul reyndi að ráð- ast á mig með hníf. Ég skaut hann í fæturna. Funduð þið Nicky ekki?” Jeff hristi höfuðið. „Gefðu okk ur svolítið lengri tíma, Mark. — Hann getur hafa farið yfir vatn- Leyndardómsfull skáldsaga eftir „Algjörlega ómögulegt, þar til þeir koma með Nicky til baka,“ sagði Mark. „Ég skil hluti, sem lengi hafa vafizt fyrir mér, Mark. Ég skil hvers vegna þú vildir ekki eign- ast börn. Ég skil breytinguna, sem varð á þér, þegar við komum heim úr brúðkaupsferðinni. Ég hefði hjálpað þér, Mark. Ég hefði stutt þig, ef ég hefði skilið þetta þá.“ „Hefðirðu gert það?“. Rödd hans var bitur. „Heldurðu, að þú hefðir gert það? Eða hefírðu kval ið mig í sex löng ár? Er það kannski ekki nál.\æmlega það, sem þú hefur gert?“ „Ef þú trúir þessu, Mark,“ sagði hún, „snúðu þá þessari byssu að mér og slepptu hinu fólk inu út. Úr því að hvorugt okkar á að fá að lifa, liví þá ekki að útkljá það núna — okkar á milli Það er engin ástæða til að hin borgi. Ég skal fara héðan ut með þér — eitthvað út í skóg — svo getur þú útkljáð þetta.“ Þögnin var óþolandi. Þegar is- inn glamraði í glasi Fern, hrökk Laureen við, eins og skothríð- in væri hafin. Kænskulegur svip ur kom í augu Marks. „Það er blýantur á borðinu fyrir aftan þig”, sagði hann við Kay. „Rífðu blað úr bókinni þarna og skrifaðu á það”. „Hyað viltu, að ég skrifi, Mark?” Kay tók upp skáldsög- una, sem Iá á borðinu og reif auða síðu aftur úr henni. „Segðu mér. hvað ég á að skrifa”. „Ski'ifaðu á blaðið hverju þú hefur haldið vfir höfði mér i sex ár”, sagði Mark, ,,og réttu mér það. Ef þú hefur ski-ifað rétta svarið, skal ég veita þér skjótan og sársaukaíausan dauðdaga”. Þá sneri læknirinn sér við. Kay starði á mann sinn, allur litur horfinn úr andliti hennar, fallegur munnurinn hálfopinn í þöglum mótmælum. Hún hafðl lagt blaðið ofan á bókina og sat tilþúin með blýantinn í hendinni. „Svona, skrifaðu það niður, svo að ég geti séð það. Síðan bpenni ég blaðið og við förum og bindum endi á þetta”, sagði Mark og rödd hans hækkaði. „En, Mark”, hún var óstyrk í röddinni, „ég — ég —” „Ég hélt það”, sagði Mark og biturleikinn í röddinni fór vax- andi. „Þú mundir gera hvað sem væri fyrir hann, er það ekki? Þú mundir jafnvel deyja fyrir hann. er það ekki?” „Mark, hvað ertu að tala um?” „Ég er að tala um Jeff!” Hann leit lun hcrbergið. „ViU nokkurt ykkar hinna gera tilraun til að skrifa niður svarið? Það er hugs- anleg lausn!” „Ég hata alla leiki með blaði og hlýant”, sagði Fern og bar glasið upp að munninum. „Ef þú vilt gefa mér svolítið lensri tíma”, sagði Dr. Smith blíðlega, „held óg, að ég geti lof- að þér að ég geti skrifað svarið fyrir þig — nafnið á þeim, sem veit það”. „Hvað fær þig til að halda það?” „Ég held, að það hafi verið Dr. Johnson, sem sagði: „Verið öruggir um það, að þegar maður veit, að á að hengja hann eftir mánuð. þá einbeitir það huga lians dásamlega vel!” „Það er ein leið fvrir þig til að fá aukinn tíma, læknir”, sagði Mark. „Komdu með Nicky. Þið hafið um fimm mínútur eftir”. Læknirinn tók pfpuna sína upp úr vasanum og tók að fylla hana úr tóbakspungnum. „Ég skal segja þér, Mark, ég skil ekki alveg þankagang þinn”, ið. Við höfum ekki haft tæki- færi til.að leita þar”. „Mér þykir það leiðinlegt”, sagði Mark,- „Ég varaði ykkur við því, sem mundi gerast, ef nokkur kæmist undan”. „Sannar þetta ekki, að Nicky er maðurinn?” sagði Jeff. „Heyrðu Mark. Gerðu út um þetta við mig. Taktu hvem sem er — taktu mig sem gísl — en slepptu hinum”. „Nei, sagði Mark. Dr. Smith stóð upp og sneri sér að Mark, og grá augun voru róleg og óhvikandi. „Við skulum vera hagsýnir í þessu, Mark. Þú taldir, að það mundi taka Nicky kortér að komast niður á þjóð- veginn. Allt í lagi — hann er kominn þangað. Hann er búinn að segja frá því, að átta manns séu um það bil að vera myrt af brjáluðum manni með vélbyssu. Heldurðu, að þessir vegfarend- ur komi æðandi hingað upp eftir, vopnaðir skrúflyklum, til að bjarga okkur? Þú veizt betur, Mark. Þeir munu aka með Micky til næstu lögreglustöðvar. Þar verður hann að segia sögu sína — oe bað er ekki líklegt að þeir trúi henni þegar í stað. Þú ert virtur og veigamikill borgari, Mark”. Það brá fyrir kaldhæðni í rólegri röddinni. „Þegar hann er búinn að sannfæra þá — ef honum tekst það — þá leggja þeir af stað hingað. Ekki einn eða tveir, heldur allir þeir menn, sem þeir ná í. Vitandi, að þú ert með vélbyssu, þá munu þeir safna saman hlutum, sem þeir þurfa til umsáturs. Leitarljós — sínar eigin vélbyssur — táragas- sprengjur. Það, sem ég er að reyna að gera þér ljóst, Mark, er það, að jafnvel þótt Nicky hafi tekizt að komast undan, þá líða að minnsta kosti tveir tím- ar, þar til nokkur maður birtist hér upp frá. Jafnvel frá þínu sjónarmiði er enn nokkur tími”. „Það skiptir ekki máli”, sagði Mark. „Nieky kemiu- ekki aftur með þeim. Ég er búinn að missa hann”. „Kannski ekki”, sagði Dr. Smith. „Hvað áttu við?” Mark pírði augunum. „Það var einhyer seín notaði nafnið Macchiavelli í sambapdi við Nicky. Einn Macchiavelll hugsar ekki eftir beinum línúm. Þú hefur sjálfur sagt, að hapn hafi gaman af að gera slæm, prakkarastrik. Slíkur maður þarf að sjá árangur af verkúm sínum. Ég held því fram, flð sterkar líkur séu fyrir því, .að Nieky hafi ekki farið neitt”. . „Hvað eigið þér við”, sagði Jeff fljótmæltur. „Það var mikil áhætta fytir hann að reyna að komast undan. Mark kynni að hafa séð hann og hafið skothríð. Hann gat ekki verið öruggur um að hafa fimm- tán mínútna forskot, og hann þurfti að minnsta kosti það tjil að komast nógu langt undan Jeíf og George. Þessi maður, eins ög þið hafið lýst honum, er eins konar sálrænn gluggagægir. Ég held, að það sé mjög líklegt, að hann hafi aldrei farið neitt. Að hann sé í felum hérna rétt hjá. Ef Mark fann hann gat hann bara sagt, að hann væri úti að rölta, Ef þið tryðuð því, að hann væri flúinn, þá gat hann reitt sig; á allmarga möguleika. Þið munduð elta hann, eins og þið hafið gert, og komast að þeirri niðurstöðu, að hann hefði komizt undan. Þá mundi Mark framfylgja hótun sinni og drepa ykkur hin, eða þá að Mark færi sjálfur að leita að Nícky. Hvort sem gerðist, þá hefði hann nægan tíma til aS komast á brott — og þar að aukl hefði hann fullnægt þeirri löng- un sinni að sjá, hvað gerðist”., „Viltu gefa okkur leyfi til að tsíta, Mark?” spurði Jeff ákaf- ur. s >,Ég j er ekki 'mikHl veðmáls- maður”, sagði læknirinn méð sinni rólegu rödd. „En ég mundl vilja veðja um, að þið finntð hann í bátaskýlinu — í rafstöö- ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. febrúar 1963 1$

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.