Alþýðublaðið - 14.02.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.02.1963, Blaðsíða 7
Hugsanaflutning- ur frá Englandi til Rússlands BREZKIR og rússncskir vísinda- menn ælla að' gera tilraunir meff hugrsanaflutnihg milli Cambridge og Leningrad. Þessar tilraunir eiga aff fara fram nú í næsta mán- uffi. Forstöðumaður þessara rami- sókna í Bretlandi skýrði nýlega frá því í sjónvarpsviðtali, að hann væri nýkominn frá Rússlandi og hefðu rússncskir vísindamenn sýnt mikinn áhuga á málinu. Ein af tilraununum vcrffur í því fólgin aff móttakendurnir muhu reyna að rita niður á blaff tölur; sem sendendumir senda þeim. 303,9 kíló Hvor er forsetafrúin ? NÚ haldiff þiff náttúrulega að báffar myndirnar séu af frú Kennedy, en svo er ckki. Forsetafrúin bandaríska hefur nefni- lega sinn staðgengil eins og margar kvikmyndastjörnur hafa. Kúnstin er að sjá hvor myndin er af forsetafrúnni. Fyrir skömmu fór fram mikil kvikmyndataka í Ilvíta hús- inu. í myndinni sýndi forsetafrúin sali hússins og rakti sögu þess. Kvikmyndatakan tók í allt rúmar tíu klukkustundir, en forsetafrúin kom sjáif ekki fram nema tíu mínútur, annað ann- aðist staffgengill hcnnar. Hér kemur lausnin! Forsetafrúin er á myndinni til hægri. | Hin myndin er af staðgengli hennar, frú Ruth Shiver. HEIMILISVÖKUKYNNING Á DAGSKRÁ Ríkísútvarpsins í kvöld er heimilisvökukynn- ing á vegum Æskulýffsráffs Reykjavíkur. Dagskráin heitir „Fyrr var oft I koti kátt“. Þessi dagskrá er Iiður í viff- leitni Æskulýðsráðs til að koma af staff lieimilisvökum á heimilum hér á Iandi. Er ætl- unin með þessu aff reyna að endurvekja hina gömlu ís- Ienzku kvöldvöku, o'g færa hana í nútíma búning. Heimilisvökukynningin verff ur meff fjölbreyttu sniffi og lcemur þar fjöldi fólks fram fyrir hljóðnemann. Myndin er tekin viff upp- töku „Fyrr var oft í koti kátt“. Þaff er séra Bragi Friffriksson, framkvæmdastjóri Æskulýðs- ráffs, sem er viff hljóffnemann. tWWmmtmMWMWMUMMMMIMHMtMUUMMIMUMMW SMÆLKI-SMÆLKI-SMÆLKI EIGINKONAN: Líttu á afmælis- tertuna mína. Er hún ekki fín? Ég skreytti hana sjálf. Húnbóndinn (telur kertin) Jú, falleg er hún. En lítið fer þér fram í reikningi. EFTIR kvöldið í kvöld læt ég drepa þig í fyrsta þætti, í staðinn fyrir að láta gera það í þriðja þætti eins og venjulega, sagði leik stjórinn við leikarann. — Hvers vegna? spurði leikar- inn. — Ég vil ekki hætta á að áhorf endurnir geri það sjálfir, svaraöi leikstjórinn. FRAfvlKVÆMDASTJÓRI umferða- leikflokks sendi framkvæmdastjóra leikhússins þar sem flokkurinn átti að sýna næst eftirfarandi skeyti: „Vil gjarnan geta haft æfingu næsta mánudag. Vinsamlega sjáið um að leiksviðsstjórinn, rafmagns- maðurinn, leikmunavörðurinn og allir aðrir aðstoðarmenn verði við- st^ddir". Fjórum stundum síðar fékk hann eftirfarandi svar: „Hann mun verða til staðar". BORGARDÓMARI: Hafið þér ver- ið gift áður, fröken? Kvikmyndastjarna: Hvað á þetta eiginlega að þýða. Á þetta að veta minnispróf eða hvað? HVERNIG gengur að lækna sveín leysið? — Hroðalega. Nú get ég ekki lengur sofið þegar ég á að fara á fætur. Fyrir skömmu lézt á sjúkrahúsi í Flórida, maður að nafni Char- lcs Steinmctz. Hann var 38 ára gamall, og vigtaði „affeins” 303,9 kiló. Þaff þurfti tíu lögregluþjóna og sex brunaverði til aff lyfta honum upp á vörubílinn, sem flutti hann á sjúkrahúsiff, eftir aff hann hafði kvartaff um að hann ætti erfitt um andardrátt. Áður en hann dó, sagði Stein- metz: Löngun mín í mat er eins og sókn drykkjusjúklings í á- fengi. Srnnir fá sér sígarettu effa snafs, þegar eitthvað amar að, en ég fæ mér kjúkling. Þess má geta aff Steinmetz var 20 sentimetrum gildari en hann var hár. Gildleik- inn var 192 sm en hæffin 172. Hann sagði aff læknar hefðu fyrir löngu sagt sér að þaff væri ekkert aff honum, — nema að hann borðaði allt of mikiff. Átta ára gamall var Steinmetz renglulegur og vöxtur hans var efflilegur allt fram til 18 ára ald- urs. 16 árum síðar liætti hann að geta unniff á skrifstofunni þar sem hann hafði starfaff frá því hann var 18 ára, þá var hann 265 kíló að þyngd. Læknar ráfflögðu honum þá að leggjast á sjúkrahús strax, en því hafði hann ekki efni á, — þar er nefnilega ekkert sjúkrasamlag. ,nM. Wrtrr GETURÐU ekki einu sinni gleymt því, að þú ert lögreglu þjónn þegar þú ert í sumar- fríi? FIMMTUDAGUR 14. febrúar: 08,00 Morgunútvarp (Bæn. 08,05 Morgunleikfimi. — 08,15 Tónleikar. — 08,30 Fréttir. 08,35 Tónleikar. — 09,10 Veðurfregnir. — 09,20 Tón leikar). 12,00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12,25 Fréttir og tilkynn- ingar). 1 13,00 „Á frívaktinni": Sjómanna þáttur (Sigríður Ilagalín). 14.40 „Við, scm heima istjum“ (Dagrún Kristjánsdóttir). 15,00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilkynningar. — Tónleikar. 16,00 Veðurfregnir. — Tón leikar. — 17,00 Fréttir). 17.40 Framburðarkennsla i frönsku og þýzku. 18,00 Fyrir yngstu hlustcndurna (Margrét Gunnarsdóttir og Valborg Böðvarsdóttir). 18,20 Veðurfr, — 18,30 Þing- fréttir. — 19,00 Tilkynn- . ingar. 19,30 Fréttir. 20,00 íslenzklr söngvarar syngja lög eftir Franz Schubert: I: Þuríður Pálsdóttir syng- ur átta lög við undirleik Jórunnar Viðar. a) „Friihlingsglaube". b) „Lachen und Weinen“. c) „Náhe des Geliebten“. d) „Der Jiingling am Bache“. e) „Des Mádchens Klage“» f) „Seligkeit". g) „Gretchen am Spinn- rade“. h) „Ave Maria“. 20,35 „Fyrr var oft í koti kátt“: Heimilisvökukynning á veg um Æskulýðsráðs Reykja- víkur. Ávarp, upplestur, leikþættir, leikir, eöngur, helgistund og talað um föndur og veitingar. Flytj- endur: Séra Bragi Friðriks son, Kiemens Jónsson, Bessi Bjarnason, Árni Tryggvason, Ilrefna Tynes, Jón G. Þórarinsson og barnakór, sr. Ólafur Skúla- son, Jón Pálsson, Elsa Guð jónsson o. fl. 21,40 „Þjóðhvöt“, kantata eftir Jón Leifs (Söngfélag verk- lýðssamtakanna í Reykjí- vík og sinfóníuhljómsveit íslands flytja. Stjórnandi. Dr. Hallgrímur Helgasoij). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. -— 22,10 Passíusálmar (4). f 22.20 Kvöldsagan: „Sýnir Odds biskups“ eftir Jón Traust^a; síðari hluti (Sigurður Sig- urmundarson bóndi í Hvlt- árliolti). 22,50 Harmonikuþáttur (Reynir Jónasson). 23.20 Dagskrárlok. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. fébrúar 1963 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.