Alþýðublaðið - 03.03.1963, Blaðsíða 3
' er sjálfvirk zig-zag saumavél, framleidd í
Japan af dverghögum mönnum.
JANOME saumavélin er nú seld til 62 landa
og alls staðar orðið vinsælust. —
JANOME er saumaivélin, sem unga frúin.
óskar sér helzt.
Æskan er hagsýn og veit
hvað hún vill — hún velur JANOME.
Jfekla
Austurstræti 14
Sími 11687.
ALÞÝÐ.UBLAÐIÐ 3. mafz. 1963 3.
Öryggi í akstri
- hreinar bílrúður -
WINDUS gluggaþvottalögur
er hentugur og fljótvirkur.
WINDUS fæst í mjög þægi-
legum umbúðum, og því hand
hægur í hverjum bíl.
WINDUS þekkja allar hús-
mæður.
WINDUS fæst í næstu búð.
H. A. Tulinius
Einkaumboð:
BÆJARBÍÓ í Hafnarfirði sýnir um þessar mundir ítalsk-,
franska gamanmynd í litum, sem tekin er á Spáni. Þetta ætti
allt að gefa nokkur fyrirheit uin fegurð og rómantík enda
mun ekki á það skorta í þessari mynd með hinni stórkostlegu
Anítu Ekberg, kvennagullinu Daniel Gelin og hinum ítalska
Vittorio de Sica í aðalhlutverkunum.
Þarna er bæði sungið og dansað á spánska vísu o. s. frv. eins
og nafnið bendir til: Ofurstinn leitar hvíldar o. s. frv.
rtVHWWWMWWmWHWWVWVWWWWVWWVMWHW
SKAK
Frh. af 16. síðu.
uð á um franivindu 'skákarinnai.
Til marks um flækjur skákarinnar
skal bent á, að það tók Friðrik
rúmar 40 minútur að leika bið-
leikinn.
Á meðan á kappteflinu stóð,
skýrði Þórir Ólafsson skákina í
öðrum sal í húsinu. Var gerður
:mjög góðuj: rómur að skýringum
Þó.ris. Þá vakti það fögnuð á-
horfenda, er Friðrik kom sjálfur
og skýrði frá ráðagerðum sínum.
Önnur einvígisskákin fer fram
í Snorrasalnum í dag kl. .2. Þá
leikur Ingi hvítum mönnum. Bið-
skákir verða hins vegar tefldar á
þriðjudag.
Dómkirkjan er gamalt hús. Hún
var vígð 1796, en hafði þá verið
8 ár í smíðum. Var hún endur-
hyggð árið 1848. í þeirri mynd er
hún í dag. Hún er því orðin um
170 ára gömul.
Nú er svo komið, að talsverðra
hrýn þörf á kirkjunni. Eins og
viðgerð'a og endurbóta er orðin
flestir vita, er loft uppi yfir
sjálfri kirkjunni. Á það sér sína
merku sögu. Nú hefur loftið verið
losað og bíöur lagfæringar, svo að
hægt sé að hafa þar dálitið fé-
lagsheimili og aðra safnaðarstarf-
semi, eftir þvi sem rúm þetta not-
ast. Nýja raflögn þarf í alla kirkj-
una, viðbót við hitakerfi, loftræst-
ingu o.fl. Útlit er fyrir, að hægt
verði að mála kirkjuna að utan í
sumar. Hafa ýmsir sett út á útlit
kirkjunnar. En málningin á henni
er dálítið flóknara mál en í fljótu
bragði kynni að virðast, því að
bæta veröur um yzta lag kirkjunn-
ar svo að málningin tollí á hcnni.
Dómkirkjan er höfuðkirkja
landsins og er að öllu leyti verð-
ug þess, að henni sé sómi sýndur.
Hún er það hús, sem stendur næst
hug og hjarta Reykvíkinga, ekki
einungis Dómkirkjusafnaðarins
heldur allra Reykvíkinga, sem
flestir eiga um hana minningar
Ijúfar og helgar.
Nú er svo, að hugsað er til þess,
að byrja brátt á endurbótum á
kirkjunni. Kirkjunefnd kvenna
Dómkirkjunnar mun hefja fjár-
öflun til handa kirkjunni með
kaffisölu í Glaumbæ sunnudaginn
3. marz n.k. og hefst hún kl. 3 e.h.
; ^snar nefndin, að söfnuðurinn
og Reykvíkingar yfirleitt bregðist
; vel við og drekki eftirmiðdags-
I kaffi sitt í Glaumbté á sunnudaginn
kemur til styrktar hinni gömlu,
virðulegu kirkju. Allir þeir, sem
um framtíð hennar fjaUa, eru á
einu máli um það, að um hana verði
að fara ljúfum höndum svo að hún
í framtíðinni geti í sinni gömlu
tign og helgi staðið uin aldur og
ævi sem skínandi perla í hjarta
borgarinnar.
ísland - Færeyjar
þriðjudag
NÆSTKOMANDI þriðjudagskvöld
5. marz, efnir féiagið ísland—Fær-
eyjar til kvöidvöku í Breiðfirð-
ingabúð, þar mun Sverri Dalil
þjóðminjavörður frá Þórshöfn
flytja erindi um fornminjarann-
sóknir í Kirkjubæ. Sýndar verða
tvær nýjar kvikmyndir frá Fær-
eyjum. Fjalla þær um gamla og
nýja tímann.
AUir vinir Færeyja, svo og aUir
Færeyingar, sem hér dveljast, eru
velkomnir á samkomu þessa með-
an húsrúm leyfir.
Byltingarmenn
æfðir á Kúbu
WASHINGTON, 2. marz: Mac-
Cone, yfirmaður leyniþjónustu
Bandaríkjanna, skýrði utanríkis- |
málanefnd fulltrúadeildarinnar svo
frá í gærkvöldi, að byltingarmenn
frá latnesku Ameríku væru þjálf-
aðir í undirróðri, skemmdarverk-
um og skæruhernaði á Kúbu.
MacCone sagði, að í fyrra hefðu
1000—1500 byltingarmenn farið
til þjálfunar á Kúbu og fleiri á
þessu ári. Nokkrir fóru um Mex-
ico, en aðrir um Evrópu. Enn
aðrir hefðu farið til kommúnista-
ríkjanna, þar sem þeir hefðu notið
pólitískrar fræðslu.
MaeCone nefhdi sem dæmi, að
í fyrra hefðu byltingarmenn unnið
skemmdarverk á mannvirkjum
bandarísks námafélags í Perú. •—
Þegar þeir voru handteknir, fund-
ust á þeim rifflar, sem framleidd-
ir voru í Tékkóslóvakíu.
Yfirmaðurinn sagði, að á því léki
ekki hinn minnsti vafi, að Castro
hygðist steypa stjórnum latnesku
Ameriku, fyrst og fremst stjórn
Venezúela. Hins vegar héfði Castro
orðið lítið eitt ágengt í undirróð-
urstarfsemi sinni.
KÍNA
Frh. af 16. síðu.
áfram að efla varnir landsins,
enda væri ekki hægt að treysta
Kínverjum.
Frumvarp um stærstu f járlög í
sögu Indlands hafa verið lögð fram
á indverska þinginu, og verður
tæpum hehning ríkisfjárlaganna,
eða 6% af tekjum ríkisins varið
til landvarna. Framlög til þeirra
munu aukast úr 5.050 miiljónum
rúpía (um 45600 millj. isl. kr.) í
8.760 milljónir rúpía (um 7^8246
millj. ísl. króna).
Byrðunum verður skipt jafnt á
skattgreiðendur. Aukinn verður
skattur á persónulegum tekjum,
svo og skattur á fyrirtæki. ’lnn-
fluttar vörutegundir munu hækka
í verði, svo og verð á benzíni, síg-
arettum, sápu, snyrtivöru, útvárps-
tækjum, ísskápum o. fl. Veyð á
sykri, baðmullarvöru og lyfum
verður hins vegar óbreytt.
---------------------------1--
saumavélin
er einmitt fyrir ungu frúna.
if JANOME er falleg.
ÍC, JANOME er vönduð. i.f
it JANOME er ódýrust.
Ít JANOME er seld með afborgun
it og það sem meira er. — JANOME
VIÐGERÐ NAUÐSYN