Alþýðublaðið - 21.04.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.04.1963, Blaðsíða 7
13.15 14.00 15.30 16.30 17.30 18.30 19.00 20.00 20.40 21.00 22.00 23.30 Sunnudagur 21. apríl. íslenzk tunga; VII. erindi: Um geymd íslenzkra orða (Ásgeir Blöndal Magnússon cand mag.). Óperan „Peter Grimes“ eftir Benjamin Britten; fyrri hluti. — Flytjendur: Peter Pears, James Peace, Cleve Watson o. fl. — Covent Garden hljómsveitin í Lundúnum leikur. Höfundur stj. Þorsteinn Hannesson kynnir. Kaffitíminn: a) Jan Moravck og félagar leika. b) Erwin Straus leikur á píanó lög eftir föður sinn, Oscar. Veðurfregnir. — Endurtekið efni: Atriði úr söngleiknum „Carousel“ (Hringekjan) eftir Richard Rodgers og Oscar Ham- merstein II. — Alfred Drake, Robertá Peters o. fl. syngja með kór og hljómsveit undir stjórn Jay Blackton. — Magnús Bjarn- i freðsson kynnir. (Áður útv. 6. apríl). Barnatími (Helga og Hulda Valtýsdætur): a) „Ævintýri Stikilsberja-Finns“, leikrit eftir Mark Twain og Flemming Geill, í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. — 4. hluti. b) „Óþekku börnin hennar Evu“ eftir Þorbjörn B-jömsson, Geitaskarði. „Vakir aftur vor í dölum“; gömlu lögin sungin og leikin. Tilkynningar. — 19.20 Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir. Erindi: Skálholt (Dr. Benjamín Eiríksson). Liljukórinn syngur. Stjórnandi: Jón Ásgeirsson. a) íslenzkt þjóðlag: Sofðu unga ástin mín (Úts. Jóns Ásgeirs- sonar). b) Páll H. Jónsson: Gleðin. c) Jón Leifs: Sorgarlausn. d) Jón Ásgeirsson: Humoreske. e) Jón Þórarinsson: Sólarkvæði. Sitt af hverju tagi (Pétur Pétursson). Fréttir og veðurfregnir. — 22.05 Danslög. Dagskrárlok. Mánudagur 22. apríi (Kvölddagskrá). 20.00 Um daginn og veginn (Páll Kolka læknir). 20.20 Yasushi Akutagawa: Ellora sinfónían. — Keisaralegá rílhar- moníusveitin í Tokíó leikur. — William Strickland stjórnar. 20.40 Spurningakeppni skólanemenda (12). Miðbæjarskólinn og Haga- skólinn keppa til úrslita. — Afhending verðlauna. — Stjórn- endur: Árni Böðvarsson eand. mag. og Margrét Indriðadóttir. 21.30 Útvarpssagan: „íslenzkur aðall“ eftir Þórberg Þórðarson; XXII. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Hijómplötusafnið (Gunnar Gúðmundsson). 23.00 Skákþáttur (Guðmundur Arnlaugsson). 23.35 Dagskrárlok. jj Skip v £/VA3ALjÓS ySoCrí 3J BftOt & þoRSkUR sj ijÓM/Ð, 9J HNÍfUK ÞETTA var bezta lausnín, sem okkur barst í síffastliffinni viku. Sendandi er Aialsteinn E. Hannesson Suðurgötu 23 Akranesi, og má hann vitja eitt hundraS krónu verðlaunannna á afgreiðski blaðsins. Enn höldum við keppninni áfram um sinn. Til verðlauna er að vinna. Merkið lausnirnar: Alþýðublað- ið, sunnudagsþraut. Skósmiðurinn-. Hér eru ágætis skór í næsta heimskautaleiðangur. Varstu ekki ánægður með skóna, sem ég smíðaði handa þér fyrir síðasta leiðangur? Landkönnuðurinn: Jú, blessaður vertu. Beztu skór, sem ég hefi nokkru sinni bragðað. ★ — Pabbi, hvað eru þeir menn kallaðir, sem koma okkur í sam- band við æðri heima? — Barþjónar, vinur minn. ★ — Jæja, ég er búinn að gera góðverkið mitt í dag. Ég hef áreið anlega skemmt rúmlega hundrað manns dávei. — Hvað gerðirðu eiginlega? — Hatturinn minn fauk af mér og ég elti hann eftir öllu Austur- stræti. — Jói hefur ekki komið heim. Er orðinn hrædd um hann. Gisti hann hjá þér. Svohljóðandi skeyti sendi eiginkonan til spilafélaga manns síns. Skömmu eftir að hún sendi skeytið kom maður hennar heim heill á húfu. Hann var varla kominn úr dyrunum þegar sendill kom með þrjú skeyti sem öll von* samhljóða: „Hafðu engar áhyggj- ur, Jói gisti hjá mér“. ★ Gvendur: Mér þykir leitt að hær* an mín hefur víst verið að róta p blómagarðinum hjá þér. Stjárni: Það er allt í lagi. Ég s» að hundurinn minn hefur náð í hana, svo þú þarft ekki að hafai neinar áhyggjur af henni. Gvendur: Það var svei mér hepp* legt. Það er nefnilega tæpur hálf- tími síðan konan mín keyrði yfir hundinn þinn og drap hann. Hvað eigum við að gera? i Hvert eigum við að fara? FRÆGUR baudarískur dómari skrifar um vandamál implinganna £ útbreitt tímarit vcstanhafs. Hér fer á eftir örstuttur úrdráttur úr Því, sem hann hefur til málanna að leggja. Við heyrum unglingana sífellt spyrja: „Hvað eigum við að gera. Hvert eigum við að fara? — Svar ið er einfalt: Farið heim. Send- Ist fyrir hana móður ykkar, sláið grasblettinn, málið grindverkið, lagið til í hebcrgjunum ykkar, lær ið að matbúa, smíða mát, eða fá- ið ykkur aiitæstarf. Starfið í sjálf boðavinnu fyrir góðgerðarfélög, heimsæktu veika kunningja, sem liggja á sjúkrahúsum, eða lesið lexíurnar ykkar. Þegar þið eruð búin að þessu, og ef þið eruð ekki þreytt, þá skuluð þið taka ykkur bók í hönd og lesa. Foreldrum ykkar ber alls ekki skylda til þess að hafa ofan af fyrir ykkur. Heiminum ber ekki skylda til þess heldur. Þið hafið aftur á móti skyldur gagnvart íieiminum. Þið eigið að sjá af tíma ykkar og kröftum í þágu ann arra og til þess að stuðla að því að hægt verði að útrýma fátækt, og hungri úr heiminum. í fánm orðuin sagt: Takið ykkur á og hættið að vorkenna sjálfum ykkur. HIN SÍÐAh ALÞÝBUBtAЮ — 21. aprjl 1963 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.