Alþýðublaðið - 21.04.1963, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. apríl 1963 £
Félag ungra jafn-
a5 á Húsavík
Ágæt árshátið
UNGIR jafnaðarmenn á
Húsavík stofnuðu félag með
sér laugardaginn 30. marz síð-
astliðinn. Hófst stofnfundur-
inn kl. 9 að kvöldi í Hlöðu-
felli, hinu nýja og glæsilega
félagsheimili Alþýðuflokksins
á Húsavík. Stofnendur voru
20 talsins og var mikill áhugi
hjá hinu unga fólki. Fundar-
stjóri var Guðmundur Hákon-
arson verkamaður á Húsavík.
Fundurinn hófst með ávarpi
Gísla Braga Hjartarsonar, for-
manns FUJ á Akureyri, en síð-
an var gengið til stofnfundar-
starfa. Voru félagslög samþykkt
en síðan gengið til stjórnar-
kjörs. Formaður var kjörinn
Halldór Ingólfsson, en aðrir í
stjórn þeir Baldur Jónasson,
Þorsteinn Einarsson, Einar Fr.
Jóhannesson, Jón B. Gunnars- .
son. Varamenn í stjóm voru
kosnir Gunnar P. Jóhannesson
og Víkingur Víkingsson. End-
ursköðendur vom kjömir
Guðný Kristjánsdóttir og Dóra
Valdimar-sdóttir. Að stjórnar- s
kjöri loknu flutti Einar >1.
, Jóhannesson, formaður Al-
þýðuflokksfélags Húsavíkur á-
varp og árnaði unga fólkinu
allra heilia.
Samband ungra jafnaðar-
manna býður hið nýja félag
velkomið í hópinn.
Stofnun þess er enn ein
sönnunin fyrir þeim mikla
þrótti og kráfti, sem samtök
ungra jafnaðarmanna búa yfir.
UM HELGINA (7. og 18.
marz síðastliðinn i'ndi Sam-
band ungra jafna inanna til
fyrstu funda sinna egna kom-
andi þingkosninga. Voru þeir
fundir haldnir á , r uiðárkróki,
Húsavík og á S- ."ossi — og
tókust þeir yfirle’.t mjög vel.
Leigð var flug,.:l frá Flug-
skólanum Þyt til I fara með
ræðumenn SUJ ' .,ður. Voru
það þeir Helgi 'inundsson
ritstjóri, Eyjólf'T Sigurðsson
prentari, Þórir ’ 'mundsson
sveitarstjóri og ,1 Steinar
Guðnason kennari. Héldu þeir
fund sinn á HvL.ivík síðari
hluta dags á lauga: ag í Hlöðu-
felli, hinu nýja . g glæsilega
f élagsheimili A lþ j ðuflokksins
þar. Fundurinn ' ir álcaflega
fjölsóttur, þráit fyrir það, þótt
skammur tími hefði verið til
stefnu með aúgiýsingar, og
mátti heita, . i salurinn
væri fullsetinn. ' nr einkum
mikið af ungu iélki viðstatt,
ÍITGEFANDI: SAMBAND
UNGRA JAFNADAKMANNA
enda er skemmst frá því að
segja, að ekki liðu nema tvær
vikur frá fundi þessum þar til
Félag imgra jafnaðarmanna á
Ilúsavík hafði verið stofnað.
Máli ræðumanna var ágætlega
tekið. Fundarstjóri var Guð-
mundur Hákonarson verkamað-
ur á Húsavík.
Síðdegis á sunnudag var svo
fundurinn á Sauðárkróki. Þar
töluðu sömu ræðumenn og á
Húsavík en fundarstjóri var
Birgir Dýrfjörð, verðgæzlumað-
ur. Fundurinn var ákaflega
vel sóttur og mátti varla á
milli sjá hvor væri fjölmenn-
ari, sá fundur eða Húsavíkur-
fundurinn. Enginn heimamanna
tók til máls á Sauðárkróksfund
inum, en hinn bezti rómur var
gerður að máli frummælenda.
Á sunnudag gekkst SUJ og
fyrir fundi á Selfossi. Sá tókst
því miður ekki sem bezt, og er á
stæðul. að skrökva til um það.
Olli því mikil óg mögnuð in-
flúenza er gekk í þann mund
á Selfossi, mistök með auglýs-
ingar o. fl. Samt sem áður var
fundurinn haldinn- og góður
rómur gerður að máli frum-
mælenda, sem voi-u þeir
Unnar Stefánsson viðskipta-
fræðingur, Sigurður Guðmunds
son, formaður SUJ, Ásgeir
Jóhannesson, ritari SUJ, og
Óttar Yngvason stud. jur.
Þess má svo að endingu
geta, að ungir jafnaðarmenn
eru yfirleitt mjög ánægðir
með fundi þessa og hyggjast
halda þeim áfram. Hafa bæði
tíðarfar og mikil atvinna við
sjávarsíðuna hamlað fundum
undanfarið, en þeir verða inn-
an skamms teknir upp að
nýju.
unga fólksins
Myndirnar
a
Danzinn var stiginn dátt í
Súlnasalnum — og bæði gamlir
• dansar og nýir. Hér að ofan get
ur að líta svipmynd af dans-
gólfinu.
Tekin var mynd fyrir okkur
af einu borðinu í Súlnasalnum
og svo vildi til, að þar sat
Haukur Morthens með' gestum
sínum. Og í þetta skipti var
Haukur að skemmta sjálfum
sér, en öll önnur kvöld ársins er
hann aö skemmta öðrum. Hauk-
ur er sem kunnugt er, í 15.
sæti á A-listanum í Reykjavík.
SAMBAND ungra jafnaðar-
manna gekkst fyrir Árshátíð
unga fólksins í Alþýðuflokkn-
um að Hótel Sögu miðvikudag-
inn fyrir páska. Hátíðin hófst
með því að Eyjólfur Sigurðs-
son, gjaldkeri SUJ, setti hátíð-
ina með snjöllu ávarpi, en síð-
an tók tij máls Sigurður Guð-
mundsson, formaður SUJ.
Ræddi • hann í stuttu ávarpi
um kosti þá, er íslenzkir kjós-
endur ættu/nú nm ríkisstjórn
næsta kjörtímabil. Að máli
lians loknu tók til máls Eggert
G. Þorsteinsson alþingismaður
og rakti í stuttu máli starf
Alþýðuflokksins fyrir unga
fólkið í landinu á þv£ kjör-
tímabili, sem er að ljúka. Hinn
bezti rómur var gerður að á-
vörpum þeirra Eggerts og
Sigurðar. Póiýfón-kórinn söng
nokkur Iög undir stjórn Ing-
ólfs Guðbrandssonar og hiaut
að launum mikið og gott lófa-
klapp. Ennfremur söng Ómar
Ragnarsson nokkur lög við
mikinn fögnuð áheyrenda. —
Milli atriða og að hinni eigin-
legu dagskrá lokinni, var dans
stiginn af miklu f.jöri við und-
irleik hljómsveitar Svavars
Gests.
Það er mál manna, að árs-
liátíð þessi hafi tekizt mjög
vel. Var Súlnasalur Hótel Sögu
þéttskipaður ungu fólfci ur
Alþýðuflokknum og -imkil
„stemning” ríkjandi meðal
þess.
Var það .álit allra, að árshá-
tíð sem þessa væri nauðsyn-
legt að halda á ári hverju,
líkt og .gert var til skamms
tíma í veitingahúsinu Iidó.
Mun stjórn SUJ leitast við að
efna til slíkrar árshátíðar unga
fólksins í Alþýðuflokknum ár-
lega hér eftir, enda sjálfsagt,
þegar þær heppnast jafnvel og
sú, er haldin var í Súlnasal
Sögu miðvikudagskvöldið fyr-
ir páska.