Alþýðublaðið - 21.04.1963, Blaðsíða 15
ir hafa verið r.iður í svart blek.
Það var hræðilegt að sjá, hve
mjög hún hafði breytzt. Þegar ég
hafði heyrt rödd hennar, hagði
komið upp í huga mér mynd a£
henni, eins og hún var, þegar
ég sá hana síðast, en þessi kona
var mér ókunn, og þó vissi ég,
að þetta var Rima. Þrátt fyrir
rautt hárið og hörkuna, var eng-
inn efi á því líver hún var.
Ég sá hörð augu hennar skoða
fötin mín, frakkann, sem ég bar
á handleggnum og skóna, og
síðan beindust þau að andliti
mínu.
„Halló, Jeff“, sagði hún.
„Langt síðan við höfum sézt.“
„Það er bezt fyrir okkur að
fara eitthvað, þar sem við get-
um talað saman“, sagði ég og
fann að rödd mín var hás.
Hún lyfti brúnum.
„Ég mundi ekki vilja koma þér
í óþægilega aðstöðu. Þú ert orð-
inn heilmikill karl núna. Eí hin
ir ríku vinir þínir sæju mig
með þér, kynnu þeir að draga
rangar ályktanir."
„Við getum ekki talð hér.
Komdu út í bíiinn minn“.
Hún hristi höfuðið.
„Við tölum hér. Hafði ekki á-
hyggjur af Joe. Hann er alveg
lieyrnarlaus. Ætlarðu að gefa mér
sjúss?“
„Þú 'getur fengið það sem þú
vilt.“
Hún stóð upp, gekk yfir að
afgreiðsluborðinu og hringdi
bjöllu hjá negranum, sem færði
sig frá henni og ygldi sig að
lienni.
Maður nokkur kom út úr bak
herbergi: stór og feitur ítali með
feitt, svart hár og skeggbrodda
á kjálkununj. Hann var í skít-
ugri kúrekaskyrtu og enn skít-
ugri buxur. •
„Flösku af whiskýi, tvö glös
og sódavatn, Toni“, sagði Rima,
„og flýttu þór.“
Feiti maðurinn starði á hana.
. „Hver borgar?"
Hún hneigði höfuðið í áttina
til mín.
„Hann. Flýttu þér“.
Svörtu, blóðhlaupin augu hans
litu á mig, síðan kinkaði hann
kolli og fór aftur inn í bakher-
ið.
Ég dró einn af kröfustólun.um
til og. stillti þannig til, að ég
mundi verða nálægt henni, þ.eg-
ar hún kæmi aftur og settist í
stól sinn, en gæti þó haft auga
með inngöngudyrunum. Ég sett
ist niður.
i’
Hún kom og settist aftur í stól
sinn. Þegar hún gekk, tók ég eft
ir, að það voru lykkjuföll á báð-
um sokkum hennar og skórnir
voru um það bil að detta í sund
ur.
„Jæja, þetta er bara eins og í
gamla daga, finpst þér ekki?“
sagði hún um leið og hún sett-
ist niður. „Nema hvað þú ert auð-
vitað giftur núna.“ Hún tók upp
sígarettupakka, kveikti sér í
einni og blés reyknum út um nas
ir sér. „Þér hefur sannarlega
gengið vel, þegar tekið er til-
lit til þess, að þú hefðir getað
eytt öllum þessum tíma í fanga
klefa oða værir jafnvel gróður-
áburður í fangelsigarði . . .“
Feiti maðurinn kom með drykk
inn. Ég borgaði það, sem hann
setti upp, og þegar liann var bú
inn að horfa forvitnislega á mig,
gekk hann aftur inn í bakherberg
ið.
Hún hellti stórum sjúss í ann
að glasið með óstyrkri hendi og
ýtti flöskunni til mín.
Ég snerti ekki við henni. Ég
horfði á liana drekka helming-
inn af whiskýinu óblandað og
bæta síðan sóda út í afganginn.
„Þú virðist ekki hafa margt
að segja“ sagði hún og horfði á
mig. „Hvernig hefur þér liðið öll
þessi ár? Nokkurn tíma liugsað
um- mig?“
„Ég hef hugsað um þig“, sagði
ég.
„Nokkurn tíma velt því fyrir
þér, hvað ég hefðist að?“
Ég sagði ekkert.
„Geymdirðu bandið, sem ég söng
inn á?“
Löngu áður en ég kom heim
hafði ég losað mig við bandið.
Ég hafði ekki viljað hafa neitt,
sem minnti mig á hana.
„Það týndist", sagði ég svip-
brigðalaust.
„Er það? Það var leiðinlegt.
Það var góð upptaka". Hún fékk
sér annan sjúss. „Það var mikilla
peninga virði. Ég var að vona,
að þú hefðir geymt það og ég
gæti selt það.“
Þarna kom það. Ég beið.
„Úr því að þú týndir því og
þú hefur svona miklar tekjur, þá
býst ég ekki við, að þú hafir neitt
á móti því að borga fyrir það.“
„Ég borga þér ekki neitt“,
sagði ég.
Hún lauk úr glasinu og hellti
aftur í það.
„Svo að þú ert giftur. Það er
talsverð breyting fyrir þig, er
það ekki? Ég hélt, að þér væri
ekkert um kenfólk“.
„Við skulum sleppa því, Rima.
Ég held, að það sé engin ástæða
til að halda þessu samtali á-
fram. Þú og ég erum af tveim ó-
líkum heimum. Þú fékkst þinn
möguleika. Ég hef gripið minn
tveim höndum.“
Hún stakk hendinni inn undir
skítuga blússuna til að klóra sér
á rifjunum. Það var athöfn, sem
minnti mig óþyrmilega á liðinn
tíma.
„Véit konan þín, að þú drapst
mann?” spurði hún og horfði
beint á mig.
„Ég myrti ekki mann“, sagði
ég rólega. „Og við blöndum konu
minni ekki í þetta“.
„Jæja, úr því að þú ert svona
viss um að hafa ekki gert það,
þá er þér líklega sama, þó að ég
fari til lögreglunnar og segi
lienni, að þú hafi gert það“.
„Sjáðu nú til, Rima“, sagði ég,
„þú veizt eins vel og ég, að þú
skauzt varðmanninn. Enginn
mundi trúa þér gegn staðhæfing-
um mínum. Við skulum því
sleppa þessu“.
„Þegar ég sá myndina af þér
í LIFE í þessari fínu skrifstofu,
gat ég varla trúað heppni minni“,
sagði hún. „Mér tókst rétt að-
eins að ná hingað nógu snemma
til að sjá frammistöðu þína í
sjónvarpinu. Svo að þú átt að
fá sextíu þúsund doilara. Það er
mikil glás af peningum. Hvað
ætlarðu að gefa mér mikið?"
„Eklci eyri“, sagði ég. „Er það
nógu skýrt?“
Hún hló.
,Ó, en víst gérirðu það. Þú
átt eftir að bæta mér það upp,
að þú týndir segulbandsspólunni.
Ég geri ráð fyrir, að hún hafi
verið sextíu þúsund dollara
virði. Hún hefur sennilega-ver-
ið meira virði“.
„Þú heyrðir hvað ég sagði,
Rima. Ef þú reynir að kúga fé
út úr mér, sendi ég lögregluna
á þig“.
Hún lauk við drykkinn og sat
þarna og handlék glasið á meðan
grjóthörð augun litu á andlit
mitt.
„Ég hef geymt byssuna, Jeff“,
sagði hún. „Löggan í L. A. hefur
lýsingu af þér í skjalasafninu.
Þeir vita, að maðurinn, sem þeir
vilja ná í fyrir morðið, er með laf
andi augnalok og ör eftir kjálk-
anum. Það eina, sem ég þarf að
gera er að ganga til næstu lög
reglustöðvar og segja þeim, að
þú og ég séum fólkið, sem þeir
séu að leita að. Þegar ég fæ þeim
byssuna, þá vaknar þú upp í af-
tckuklefanum. Það er svona ein
falt og auðvelt."
,Ekki alveg“, sagði ég. Þú vær
ir meðsek, jafnvel þó að þeir
tryðu sögu þinni gegn staðhæf-
ingum mínum. Þú mundir líka
lenda í fangelsi. Gleymdu því
ekki!“
Hún hallaði sér aftur á bak
og hló. Það var hart og hryllilegt
hljóð.
„Blessaður hálfvitinn! Dettur
þér í hug, að mér væri ekki sama,
þó að ég lenti í fangelsi? Florfðu
á mig! Hverju hef ég að tapa?
Ég er búin að vera! Ég er búin
að missa þá fegurð, sem ég kann
einhvern tíma að liafa liaft. Ég
get ekki rekið upp bofs lengur.
Ég er dópisti, alltaf að leita að
peningum til að kaupa skammt.
Hvers vegna skyldi mér ekki
vera sama, þó að ég lenti í tugt-
húsi? Ég væri betur á mig kom-
in en núna.“ Hún hallaði sér fram
og svipurinn var skyndilega orð
inn harður og grimmdarlegur.
„En þér væri ekki sama, ef þú
lentir í fangelsi. Þú hefur öllu
að tapa. Þig langar til að byggja
þessa brú ,er það ekki? Þig lang
ar í nýtt hús, er það ekki? Þig
langar til að halda í stöðu þína
í þjóðfélaginu, er það ekki? Þú
hefur allt. Ég hef ekkert. Ef þú
ekki gerir það, sem ég segi, Jeffj
Laos
Framh. af 1. síðu :
verði haldin, ef ekki eigi að komaí
til borgarastyrjaldar. Forsætisráð-
herrann beindi einkum máli sínú
til Breta og Rússa.
Haft er eftir heimildum í brezká
utanríkisráðuneytinu, að sendh
herra Breta í Moskva hafi beðið
um fund með Andrei Gromyko, ut-
anríkisráðherra Rússa í dag.
Talið er, að sendihermrann
muni færa Gromyko boðskap
brezka utanríkisráðherrans, Home
lávarðar. Sendiherrann ræddi í
gær við háttsetta fulltrúa utanrík-
isráðuneytisins í Moskva.
Souvanna Phouma hefur sagt,
að hann sé reiðubúinn að halda
norður í landið til viðræðna við
kommúnista og reyna að ná sætt-
um. Kennedy forseti sagði í
gær, að ástandið í Laos gæfi á-
stæðu til alvarlegra áhyggna fyr-
ir Bandaríkin.
Hann sagði, að af árás Pathet
Lao á hersveitir hlutlausra héldí
áfram, risi upp það vandamálí
hvort hætta væri á að Genfarsamir
ingurinn um hlutleysi Laos eyði-
legðist.
— Á næstu dögum fáum við að
sjá hvort þessi samningur verður
brotinn, sagði hann. ;F
__Jumbó, þú verður kyrr, þú ferð ekki inn í þá stofu, sem.
ég er nýbúinn að ryksuga.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. apríl 1963 15