Alþýðublaðið - 21.04.1963, Blaðsíða 8
EIGUM VIÐ AÐ HELGA OKKÚR
Kafli úr ræðu
Guðmundar í.
Guðmundssonar, utanríkisráðherra
Landhelgismálið var eitt þeirra
mála, sem ríkisstjórnin hét að
finna lausn á. Þetta mál hefur
um langt skeið verið eitt þýðingar-
mesta og vandasamasta mál þjóð-
arinnar.
Vegna legu landsins eiga íslend-
ingar meira undir verndun fiski-
miða sinna en flestu, ef ekki öllu
öðru. Þjóðinni hefur lengi verið
það ljóst, að næg vernd fiskistofn-
anna fengist því aðeins ,að unnt
væri að framkvæma nauðsynlega
útfærslu fiskveiðilandhelginnar.
En hér hefur verið við ramman
reip að draga. Aðrar þjóðir hafa
einnig sótt á íslenzk fiskimið og
ekki viljað þola útfærslu fiskveiði-
lögsögunnar.
Þrátt fyrir aðkallandi nauðsyn
voru allir stjórnmálaflokkar á ís-
iandi á einu máli um, að ráðast
eltki í útfærslu fiskveiðilögsögunn
ar fyrr en fenginn væri sá grund-
völlur til slíks, sem örugglega
mætti standa á á alþjóðlegum vett
vangi.
ið, ef þeir fengju völdin. Er það í samræmi við orð Lúðvíks Jósefssonar, er hann sagðist vilja semja
við Breta um það eitt, að þeir veiddu í landhelgi okkar undir herskipavernd í mörg ár!
Hvað eftir annað leituðu íslend-
ingar frjáls samkomulags við grann
þjóðirnar, en árangurslaust. Það
var ekki fyrr en eftir sigur Norð-
manna fyrir Alþjóðadómstólnum
í Haag í deilumáli þtþrra við
Breta árið 1952, að íslendingar
töldu sig hafa nægan alþjóðlegan
grundvöll til að hefjast handa um
útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 4
fnílur og nýtt grunnlínukerfi. i
Þrátt fyrir þennan grundvöll, j
mótmæltu þrjár þjóðir útfærslunni j
og ein þeirra, Bretar, beittu þvíng I
unaraðgerðum með löndunarbanni. |
Löndunarbannið var mjög alvarleg !
ráðstöfun gagnvart íslendingum,
þegar því var skellt á og ríkis-
stjórnin gerði sitt ítrasta til að íá
því aflétt. Á meðan á undirbúningi
landhelgismálsin& stóð sigldi einn
Guðmundur í. Guðmundsson
ráðherra ríkisstjórnarinnar þáver-
andi á fund ríkisstjórnar Bretlands
og ræddi um málin, án árangurs.
Hi/!n 24. apríl 1953 bauð ríkisstjórn
Steingríms i ei ; >órssonar Bret-
um, að landhelgisueilan sk'yldi lögð
iyrir Alþjóöadómstólinn í Haag,
en því var hafnað. Árangurslaust
var >eiíaj ál alþjóðastofuana um
aðs o3 í deáu ni. Svo hörð var<and
síaöa Breta gcgn úlfærslunm í 4
mílur, að enda þótt hún væri Dyggð
á niðurstöðum Alþjóðadómscólsins
í Haag, þá tókst tveimur ríkis-
stjórnum ekki á 4 árum að knýja
Breta til þess að létta löndunar-
banninu af og efa ég þó ekki að
beitt hafi verið ö'ilum þeim aðferd-
um, sem menn vissu heppilegas'ar.
Liindunarbannið fékkst ekki afnum
ið fyx-r en árið 1956.
Jafnhliða því sem fiskveiðilög-
sagan var færð út í 4 mílur árið
1952 var unnið að því að skapa
skilning og alþjóðlegan réttar-
grundvöll fyrir frekari útfærslu
á fiskvéiðilögsögunni. Haustið
1958 var ráðist í slíka útfærslu.
Fiskveiðilögsagan var þá ákveðin
12 mílur en ekki þót'ti tiltækilcgl
að því sinni að breyta grúnnlínum.
Útfærslan í 12 mílur 1958 var
gerð að aflokinni : Genfar-
ráðstefnunni varðandí réttarreglur
á hafinu. Þessari ráðstefnu lauk
í aprílmánuði 1958 án þess að no rk
ur bindandi samþykkt væri gerð
im réttarreglur á hafi. Þáð eitt var
samþykkt í þessu efni á ráðste'n-
unni, að fljótlega skyldi kalla sam
an aðra ráðstefnu til þess að reyn
ast að komast að niðurstoðu um v>ð
áttu landhelgi og fiskveiðUögsögu.
Þegar ráðist var í útfærsluna
1958 var vitað, að Bretar myndu
mótmæla henni. Það var einnig ótt
ast að Bretar myndu ekki ganga
inn á neina lausn í þessu máli, sem
á nokkurn hátt mætti túlka á þann
veg að þeir féllust á 12 mílna land
helgisreglurnar, á meðan þeir
biðu eftir þeirri ráðstefnu sem
ákveðið var í Genf að bráðlega
skyldi halda.
Eftir útfærsluna 1958 voru gerð
ar ítarlegar tilraunir til að fá Breta
til að halda ekki uppi andstöðu
gegn útfærslunni. Tilraunir þessar
voru að nokkru leyti gerðar irihán
NATO. Framkvæmdastjóri 'þess
átti mikinn þátt í þeim tilraunum.
NiSurstaða þeirra var sú, að með
öllu vaeri vonlaust að fá Breta lil
að þola 12 mílurnar á meðan beðíð
væri eftir hinni væntanlegu ráð-
stefnu og ef íslendingar héldu á
meðan fast við 12 mílurnar væii
málið ekki leysanlegt. Að sjálf-
sögðu héldu íslendingar fast við
12 mílurnar og á meðan beðið
var eftir hinni væntanlegu ráð-
stefnu var ágreiningur íslendinga
og Breta því óleysanlegur að sinni.
Síðari ráðstefnunni í Genf lauk
í marz 1960. Henni lauk á sama
hátt og þeirri fyrri, að engin bind
andi samþykkt var gerð um víðáttu
fiskveiðilögsögu, en henni lauk
með ólíkum hætti að því leyti, að
engin ný ráðstéfna var áformuð
eins og gert hafði verið 1958. Þetta
breytli vissulega viðhorfunum.
Bretar gátu nú ekki lengur borið
það fyrir sig, að þeir gætu ékki
unað 12 mílunum vegna þess, <• ð
það myndi spilla málstað þeirra
á nýrri ráðstefnu. Engin slík ráð-
stefna var áformuð.
Ágreiningur var um það milli
stjórnmálaflokkanna hvernig bregð
ast skyldi nýjum viðhorfum. Hátt-
virtur þingmaður, Lúðvík Jóseps-
son lýsti viðhofum síns flokks
þannig í þingræðu, að hann vildi
semja um það eitt við Breta, að þeir
héldu hér áfram fiskveiðum næstu
árin undir herskipavernd. Háttvirt
ur þingmaður Hermann Jónasson
lagði til fyrir hönd síns flokks, að
sjóher Bandaríkjanna yrði beðinn
að verja islenzka fiskveiðilögsögu.
Ríkisstjórnin gat á hvorugar þessar
leiðir fallizt. Hún vildi freista þess
að knýja Breta til að viðurkenna 12
mílurnar. Ríkisstjórnin vissi, að
Bretar gátu ekki lengur borið fyrir
sig að ný ráðstefna væri væntanleg.
Samkomulag tókst við Breta Þeir
viðurkenndu 12 mílurnar og auk
þess mjög þýðingarmikla grunu-
línuútfærslu. Hefir ríkisstjórnin
unnið stærri og glæsilegri sigur
í landhelgismálinu við Breta en
menn gera sér almennt grein fyrir
í dag;
St j órnarandstaðan hefir hvað
eftir annað lýst því yfir, að hún
muni fella úr gildi landhelgissam-
komulagið, ef hún fær aðstöðu til.
Væntanlega þýðir þetta það, að
stjórnarandstaðan hyggist taka upp
landhelgislínuna frá 1958 og færa
inn grunnlínurnar, sem Lúðvík
Jósefsson treysti sér ekki til að
breyta 1958.
En á hverju byggir stjórnarand-
staðan þá fyrirætlun sína, að fella
landhelgissamkomulagið úy giMi
og hvernig undirbýr hún það mál.
Jú, hún segir, að vegna þess áð
Bretar hafi beitt íslendinga nauð-
ung með herskipum sínum, þá sé
samkomulagið . ógilt nauðungar-
plagg. Og hvernig er svo þeesi mál
flutningur uadirbúinn. Þegar land-
helgissamkomulagið var til um-
ræðu á Alþingi 1951 lýsti háttvirt-
ur þingmaður Hermann Jónasson
því yfir, að með öllu hafi verið ó-
þarft að semja við Breta vegna
þess að þeir hafi verið uppgefnir
í deilunni og búnir að tapa henni.
áður en til samninga var gengið.
Síðan endurtóku allir þingmenn
Framsóknarflokksins og Alþýðu-
bandalagsins þessa fullyrðingu.
Um þetta má lesa tugi blaðsíðna í
Alþingistíðindum. Með öðrum orð'
umy stjómarandstaðan ætiar að
halda því fram, að Bretar hafi beitt
okkur nauðung með því að gefast
upp og raunverulega tapa deilunni
áður en samkomulagsviðræðtir hóf-
ust. Málflutningur stjórnarandstöð
unnar um þetta atriði er, eins þg
alltu- málfluíningur hennar.í land
helgismálinu, þar rekur sig hv^ð
á annars horn.
Sannleikurinn í þessu máli j»r
sá ,að enga nauðung þurfti til áð
knýja íslendinga til þeirra samn-
inga, sem gerðir voru til Igusnþr
á landhelgismálinu 1951. Méð
þeim samningum unnu íslendingar
þann sigur sem lengi mun minn-
ast á íslandi.Það væri mikil ógæfa
fyrir þjóðina, ef stjórnarandstaðftn
ætti eftir að fá aðstöðu til að heíja
milliríkjadeilu til ógildingar labd
helgissamkomulaginu, eins og þéæ
8 21. apríl 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIB