Alþýðublaðið - 21.04.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 21.04.1963, Blaðsíða 16
HERRA Sigurbjörn Einarsson, biskup, flytur vígsluræðuna. Vígluvottar (talið frá vinstri), sr. Þor- cteinn B. Gíslason prófastur, sr. Jón Kr. Isfeld, sr. Björn O. r.óknarprestur. (Ljósm. Guðm. Kr. Guðnason, Skagaströnd). Björnsson og sr. Pétur Þ. Ingjaldsson, 44. árg. — Sunntidagur 21. apríl 1S83 — 90. tbl. Vildi losna [v/ð hávaðann ÚM þessar mundir er Sam- vinnusparisjóðurinn að koma sér fy'rir í Bankastraeti 7. — Hafa miklar breytingar verið gerðar á liúsnæði því, sem Regnboginn var. Þessum fra:uk\’æmdum hefur að von- um fylgt mikill hávaði, þar sem loftborar hafa verið not- að'ir til að brjóta niður veggi og skilrúm. Er ekki laust við, aff skark- alinn liafi farið í taugar ná- grannanna, og í gær sauð upp úr. Af himnum ofan kom skyndilega steinn einn mik- ill, sem hafnaði í opnu porti á bak við húsiff. Er betur var að gáð, kom í Ijós, að einn nábúinn hafði fleygt honum af- þaki næsta húss. Steinn- inn olli ekki neinum skemmd uni, en Iögreglan fékk málið til meðferðar. BRÉF Steyptu og mal- bikuðu 28 þús. fermetra 19S2 Kirkjuvígsla aö Höskuldsstöðum SUNNUDAGINN 31. marz síff- astliðinn vígði biskupinn yfir ís- landi, herra Sigurbjörn Einarsson, nýja kirkju að Höskuldsstöðum á ( Skagaströnd. Sóknarnefnd og prest ar gengu í skrúögöngu til kirkju. Biskup framkvæmdi vígsluna, sr. Sigurður Norland í Hindisvík flutti bæn í upphafi guðsþjónust- unnar. Sókarpresturinn, sr. Pétur Þ. Ingjaldsson prédikaði. Vígslu- vottar voru: sr. Þorsteinn B. Gísla son, prófastur í Steinnesi, sr. Sæmilegur afli í gær Talsverð síld virtist vera við Vest '•nannaeyjar í gær og sprengdi Vestmannaeyjabáturinn Hringver wótina, þegar hann kastaði skammt isiorðvestur ‘af Eyjum í gær. Voru anargir bátar komnir á miðin í ■gær, en ekki er vitað um afla ^eirra. Aðalfundur Blaðamanna- félags íslands Aðalfundur Blaðamannafélags ís tands verffnr haldinn í Klúbbnum 4 dag kl. 3. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Afli Vestmannaeyjabáta var frek ar tregur fyrir helgina ,enda hafa gæftir ekki verið sérstaklega góðar En er þó mikil vinna í Eyjum og tilfinnanlegur skortur á vinnuafli á öllum sviðum. T.d. vantar 20 menn á eitt trésmíðaverkstæði í Eyjum. Afli Keflavíkurbáta hefur verið einkar góður þegar gefið hefur á sjó eftir páska. í fyrradag bárust á land 550 tonn í Keflavík og lögðu þá þar upp 35 bátar einnar náttar fisk. Fiskurinn var frekar smár. Þessir bátar voru með yfir 20 tonn: Helgi Flóventsson 47, Heim- ir SU 46, Hilmir 32, Manni KE 30, Baldur EA 25, Baldur KE 23, Gull toppur VE 25 og Guðfinnur 22 tonn Afli Keflavíkurbáta, þeirra, sem á línu veiða, var einnig ágætufr, en gæftir liafa verið heldur stirðar Framhald á 2. síöu. Björn O. Björnsson, sem um skeið þjónaði Höskuldsstaðaprestakalli, sr. Jón Kr. ísfeld, prestur í Æsu- staðaprestakalli og sóknarprestur inn sr. Pétur Þ. Ingjaldsson. Þá voru og viðstaddir vígsluna prest- arnir þeir sr. Halldór Kolbeins, Reykjavík og Sr. Gísli H. Kolbeins á Melstað í Miðfirði. Eitt barn var skírt við vígsluna. Athöfninni lauk með altarisgöngu prestanna o. fl. Kirkjukór Ilólaneskirkju á Skagaströnd söng ásamt konum úr Hóskuldsstaðasókn. Organleikari var Kjartan Jóhannesson, söng- kennari frá Stóra-Núpi. i Að lokinni vígslu var sezt að kaffidrykkju í gömlu kirkjunni og sá Kvenfélag sóknarinnar um veit ingar, sem voru rausnarlegar. Síð an var gengið aftur tii kirkju og þar hófst samkoma. Ræður fluttu: Hafsteinn Jónas-1 son frá Njálsstöðum, formaður sóknarnefndar, og rakti liann sögu kirkjubyggingarinnar. Bygging kirkjunnar hófst árið 1958. Hún er steinsteypt með turni á þaki, 92 fermetrar og rúmar 100 manns í sæti. Bekkir, prédikunar stóll, altarisstafla, altari og grátúr eru úr gömlu kirkjunni. Einar Evensen, trésmíðameistari á Blönduósi var byggingarmeist- ari. Raflögn annaðist Halldór Þor- grímsson á Blönduósi og málari var Jósafat Sigvaldason, Blöndu- ósi. Kirkjan kostaði krónur 500 þúsund, uppkomin. Fleiri ræðu- menn tóku til máls, sVo sem sr. Þorsteinn Gíslason, prófastur, sr. Björn O. Björnsson, sr. Pétur Ingjaldsson sóknarprestur, er flutti erindi um sr. Stefán Ólafsson á Iíöskuldsstöðum, Ingvar Pálsson, bóndi á Balaskarði. Biskup flutti liugvekju og athöfninni lauk með Framh. á 2. síðu Aðalfundur Gatnagerðarinnar s.f. var haldinn miðvikudaginn 17. þ.m. í Reykjavík. Formaður félags- -stjórnarinnar, Jónas Guðmunds- son, gerði grein fyrir starfsemi félagsins á liðnu ári. Félagið keypti malbikunartæki, malbikunarstöð, þjappara og dráttarbifreið, til að draga tækin á milli staða, þar sem unnið yrði að malbikun. Á árinu var upnið að malbikun með tækjum félagsins í Hafnar- firði, á ísafirði, Sauðárkróki og Selfossi og malbikaðar akbrautir á þessum stöðum samtals 9117 fermetrar. Olíumöl var hrærð í tækjunum og lögð á 1080 fer- metra akbraut. á Sauðárkróki, og því malbikað og olíuborið á árinu 10.197 fermetrar. Auk þess að reka malbikunar- tæki annast félagið milligöngu um kaup á sementi til gatnagerðar samkvæmt samningi við Sements verksmiðju ríkisins. sl. ári voru steinsteyjtar götur á Akranesi, Boírgarnesii, Ólafsfirði, Neskaup- stað og í Hveragerði samtals um 18.000 fermetrar, þar af voru um 10.000 fermetrar á Akranesi. Þannig voru á árinu 196 steypt ar og malbikaðar akbrautir á veg- um félagsins að flatarmáli um 28.000 fermetrar. Unnið er nú að undirbúningi gatnagerðar í nokkrum kaupstöðum og kauptúnum á komandi sumri og jafnframt er í athugun að festa kaup á stærri og afkastameiri mal bikunarvél. í stjórn félagsins voru kosnir: Jónas Guðmundsson formaður Sam bands íslenzkra sveitarfélaga, Hafsteinn Baldvinsson bæjarstjnvi í Hafnarfirði, Hálfdán Sveinsson bæjarfulltrúi á Akranesi, Magnús E. Guðjónsson bæjarstjóri á Vk- ureyri og Sigurður I. Sigurðsson oddviti Selfossi. Framkvæmdastjóri félagsins hef ur verið ráðinn Stefán Gunnlaugs- son fyrrum bæjarstjóri í Hafnar- firði. í félaginu eru 19 kaupstaðir og kauptún. Fyrsfi listi komma, - og Þjóðvarnar Fyrsti framboðslisti komma og Þjóðvarnar hefur nú verið birtur. Blaðið Verkamaður inn á Akureyri, birti í gær listann í Norðurlandskjör dæmi eystra. Fyrstu fimm mennirnir eru: 1. Björn Jónsson, alþingis- maður. 2. Arnór Sigurjónsson. 3. Páll Kri i jánsson, Húsavík 4. Hjalti Haraldsson, bóndi Garðshorni. 5. Angantýr Einarsson, kenn- ari Þórshöfn. MMMHHHMUMMIMMUMmMMtMMMMHMHMmMMHIV Fólksfjölgunin er mesta vandamál framtíbarinnar Washington. NTB-Reuter. Ekkert vandamál er eins að- kallandi og takmörkun fólks- fjölgunarinnar fyrir utan baráttuna fyrir varanlegum friffi, segir í áskorun, sem bandaríska visindaakademí- an hefur samið. í nefndinni, sem hefur samið áskorunina, eru þekkt- ir sérfræðingar. Formaður hennar er prófessor George Kristiakovsky frá Harvard- ~ háskóla, fyrrum ráffunautur Eisenhowers forseta. Fólksfjölgunin í heimin- um eins og stendur er 2% á ári. Þetta merkir, að fólks f jöldinn í heiminum mun tvö faldazt á aðcins 35 árurti. — Eins og stendur er fólkSfjöld inn um það bil þrír milljarff- ar, og um aldamótin verðiu- hann kominn upp í sex millj- aðra. Um áriff 2070 verður hann um þaff bi! 25 milljarffar, og eftir tvö hundruð ár verður hann 150 milljarðir — fræffi- lega séff.' Vandamálið er eins alvar- legt fyrir tækniþróuffu lönd in Og vanþróuðu ríkin, segir ' j áskorun nefndarinnar. — Hún hvetur eindregiff til þess, aff fólksfjölgunin verði takmörkuff meff getnaðar- vörnum. Nefndin leggur til, að Bandaríkin hafi samstarf viff önnur ríki um að grípa skjótt og vel til aðgerða, sem nauðsynlegar séu. >MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.