Breiðablik - 01.11.1906, Blaðsíða 1
BREIÐABLIK.
Mánaöarrit til stuönings íslenzkri menning.
FRIÐRIK J. BERGMANN
RITSTJÓRI.
I. Ár. NÓVEMBER 1906. Nr. 6.
SJÁLFSTÆDI ÞJÓDAR VORRAR.
Ý T T umtalsefni í
stj órnmálabaráttu
Islands er fram
komið, er vissu-
lega á það skilið,
að því sé eftirtekt veitt. Það er
merkara mál og meiri örlögum
þrungið en nokurt mál annað, er
verið hefir á dagskrá með þjóð
vorri um langan aldur.
Það er spurt : Hvert er mark-
mið íslenzkrar stjórnmálabaráttu ?
Hvað er það eiginlega, sem ís-
lenzk þjóð ætlar sér ? Hvað þyk-
ir henni að ? Og hvað ætlar hún
sér að verða ?
Þessu er nú á tvo vegu svarað.
Aðrir segja : Vér höfum á því
engan ímugust að standa í sam-
bandi við Dani og hafa með þeim
sameiginlegan konung, ef vér fá-
um að ráða oss sjálfir í einu og
öllu. Vér viljum ráð hafa yfir
landi voru og íslenzkum málum
öllum. Konungur Danamásetja
hér landstjóra, er sé fulltrúi hans
og staðgöngumaður með þingi og
þjóð á líkan hátt og konungur
Breta setur landstjóra yfir Kanada.
En að öðru leyti viljum vér skil-
yrðislaust vera herrar í voru 'eigin
húsi, og ráðaeinir öllum íslenzk-
uni málurn.
Að því ráðherrafyrirkomulagi,
sem nú er,verði breytt í landstjóra-
fyrirkomulag á líkan hátt og í
Kanada og öðrum löndum Breta,
er næsta krafan, sem fylgja verður
fram í stjórnmálabaráttu íslands.
I þann strengtekur nú eitt helzta
blaðið í Reykjavík, Fjallkonan.
Annað blað, er sama flokki
fylgir, tekur í annan streng. Það
er blaðið Norðurland á Akureyri
eða einkum einn maður, sem í það
ritar, Guðmundur Hannesson,
læknir.
Hann heldur því fastlega fram,
að ekkert stjórnar-fyrirkomulag'sé