Breiðablik - 01.11.1906, Blaðsíða 6
90
BREIÐABLIK.
land, en eiga að stjórna því og
heita herrar, þegar yfirráðin væri
eigi orðin nema skug-gi.
Að fá danskan prinz fyrir lands-
stjóra, búsettan í Reykjavík, gæti
verið o-læsileg- tilhug'san. En í
vorum huga yrði það að eins tilað
draga landið enn betur undir
dönsk yfirráð og gjöra enn fleiri
íslendinga dansklundaða en nú
eru. Það væri læðingur, sem örð-
ugt yrði að slíta.
Að fá nafni íslands bætt inn í konungs-
titilinn danska, sýnist að sumu leyti býsna
eftirsóknarvert. Og sumir eru þegar
farnir að hlakka til, að það verði náðar-
gjöfin, er þjóð vorri verði veitt mildri
konungshendi á komanda sumri.
En —- timeo Danaos et dona ferentes.
Vér hræðumst náðargjöfina þá !
Vér óttumst svo mjög, að enn torveld-
ara verði að ná því út aftur. Vér óttt-
umst, að með því væri innsigli fengið
fyrir ósjálfstæði þjóðar vorrar um ókomn-
ar aldir.
I Noregi er allmikið talað um ísland
og íslenzka stjórnarbaráttu, enda er það
ekki að furða svo mikil viðskifti sem nú
eru orðin milli landa og svo hlýjan hug
sem Norðmenn bera til vor, öðrum þjóð-
um fremur.
En vér höfum það fyrir satt, að þar sé
brosað að því, hve lítilþægir íslendingar
sé í kröfum. Þeir verþi himinglaðir, fái
þeir ráðgjafa. Þeir haldi, þeir munihim-
in höndum taka, fái þeir landstjóra. Alt
fari þeir frarn á, nema það að verða
frjálsir, sjálfstæðir menn !
Vér efumst um, að nokkur tími
verði heppilegri til að fara fram á full-
kominn aðskilnað við Dani en einmitt nú.
Dæmi Norðmanna, frænda vorra, er
öllum minnisstætt. Það hefir vakið von-
ir og sjálstæðisþrá smáþjóðanna um heim
allan
Danir veittu Norðmönnum að málum.
Þeir studdu málstað þeirra af alefli bæði
með samhug danskrar þjóðar og áhrifum
sínum við hirðir annarra landa.
Kröfur Norðmanna álitu þeir öldungis
réttmætar og þrýstu innsigli sínu á þær
með því að gefa þeim danskan prinz að
konungi.
Hvernig gæti nú sarna þjóð neitað ann-
arri smáþjóð, er líkt stendur á fyrir, sama
réttar ? Hvernig gæti Danir verið svo
óbilgjarnir að neita íslendingum um sjálf-
stæði í sömu mund og þeir hafa hjálpað
Norðmönnum til að öðlast það ?
Konungi Norðmanna gengum vér á
hönd í fornöld, en eigi konungi Dana.
Rangsleitni tímanna hafði það í för með
sér, að vér urðum dönsk hjálenda. Svefni
og sinnuleysi var það að kenna, að vér
gengum eigi Dönum úr greipum um leið
og Norðmenn.
Svefni og sinnuleysi verður um að
kenna ef íslenzk þjóð öðlast eigi frelsi sitt
og sjálfstæði aftur.
En hvert er skilyrðið ?
Skilyrðið er það, að þjóðin rísi upp öld-
ungis samhuga og konii fram með kröfu
um algjörðan aðskilnað við Dani.
,,Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk,
er helg'ast afl um heim,
eins hátt sem lágt má falla
fyrir kraftinum þeim“.
Samhuga þjóð lætur réttlátri kröfu
verða framgengt. Réttlátur málstaður
og samhuga þjóð, hversu smávaxin sem
hún er, og við hve mikið ofurefli seni hún
á að etja, hlýtur að bera sigur úr býtum.
Löng barátta er að líkindum fyrir hendi
þangað til þeirri samheldni er náð. Þjóð,
sem svo lengi er búin að vera ósjálfstæð,
áttar sig ekki á því í bili, að hún fái stað-
ið á eigin fótum. Hún skoðar það sem
barnaskap, fífldirfsku, uppreist.
En svo er málstaður réttlátur og mála-
efni góð, að vekja myndi það aðdáan
heims, ef vér hefðum hug til að halda
honum fram. Ótal góðir menn um heim
allan myndi leggja oss liðyrði í orði og
almenningsálitið myndi hvarvetna verða
oss í vil.