Breiðablik - 01.11.1906, Side 11
BREIÐABLIK.
95
um á Flug'umýri, er höfundurinn bendir á
meö svo mikilli mælsku.
Fyrirlestur síra Kristins er um guSfræð-
islegt efni, kristilega trúvörn. Það er
mikilsvert atriði ogf vel til þess fallið að
vera athugað á kirkjuþingi. Höfundur-
inn er ungur prestur, en bæði sérlega vel
gefinn og vel að sér, eins og þetta erindi
hans ber með sér. Það er skipulega
framsett og að flestu leyti fast hugsað.
Einkum hefir höf. tekist vel með fyrra
helming þessa máls, þar sem talað erum
mótspyrnuna gegn kristindóminum á öll-
um öldum. Oss virðist sem honum muni
takastaðfá allan þorrann af lesendum sín-
um til að fallast á það, sem þar er haldið
fram. En það er þetta: Á öllum öldum
hefir þessi mótspyrna verið. Á öllum öld-
um hafa andmálsmenn kristindómsins
talið sér sigur vísan. Á öllum öldum
hefir sagt verið: Nú eru dagar kristinn-
ar trúar og lífsskoðunar taldir. Á öllum
öldum hefir kristindómurinn birzt sem
sigursælt lífsafl, er þróast við mótspyrnu.
Og þó hann nái enn þá ekki til allra, hefir
hann aldrei seilst lengra út en einmitt nú.
Þess vegna er engin ástæða til að æðrast,
þó sumir haldi því fram nú, að dagar
kristindómsins muni taldir.
Síðari hlutinn er um margvíslegar
skoðanir innan kristninnar á því, hvað sé
kristindómur og hvað það sé, sem eigi að
verja. Við lestur fyrra hlutans styrkist
eflaust trú margra og þeir komast að
þeirri niðurstöðu, að málefni kristindóms-
ins standi eigi á eins völtum fæti og oft
er geflð í skyn. En við lestur síðara
hlutans er hætt við, að annað verði uppi
á tening. Þar er grein gjör fyrir sundr-
ung þeirri, sem á sér stað í kristninni út
af því, hvað eiginlega sé kjarni kristin-
dómsins. Og þar er fram á það sýnt,
hve fráleitar sé skoðanir allra þeirra, sem
ekki álíta sjálfsagt að halda fram óskeik-
ulleika ritningarinnar í hverju smáatriði.
En þeir, sem það gjöra nú á dögum eru
hverfandi stærð í samanburði við hina.
Ætti málefni kristindómsins enga veru-
lega stuðningsmenn aðra en þá, væri
útlitið óendanlega dapurt. Því er haldið
fram, að hinir sé allir hálfvolgir miðlun-
armenn, er sönnum kristindómi vinni
meira tjón en svarnir óvinir.
Skyldi þetta geta verið réttur skilning-
ur? Skyldi ekki kristindómur hafa stuðn-'
ing og fylgi allra þeirra manna, sem
treysta og trúa himneskum föður og frels-
ara um heim allan? Skyldi eigi allar
stefnur innan kristninnar, þar sem trú og
tilbeiðsla er í hjörtunum, vera að þjóna
lávarði sínum og styðja málefnl hans,hver
eftir þeim mæli trúar, sem þeim er gefinn?
Munu eigi margir hinna frjálslyndustu
guðfræðinga og leikmanna hafa guðs
anda í hjarta í jafnríkum mæli og hinir
íhaldssömustu? Skyldi þeir þá eigi allir,
hver í sínu lagi, vera að leggja fram
skerf til að þoka skilningi mannanna á
guðlegri opinberan eitthvað áfram?
Hvað er það sem á að verja? Er það
bókstafur biblíunnar eða andi hennar ?
Er það náttúrufræði, ártöl, dagsetning
og nöfn ? Eða er það sáluhjálpar atriðin
—-kenning Krists og postulanna? Er
það skilningur seytjándu aldar guðfræð-
inganna á óskeikulum innblæstri hvers
biblíuorðs? Eða er það sá kjarni, sem
þrýstir sér með valdi sannleikans inn í
samvizkur mannanna?
Með þessar og þvílíkar spurningar í
huga leggur maður bókina frá sér.
Þorleifur H. Bjarnason : Mannkynssaga
handa ung'liiig'um. Sniðin eftir sö'g’uágrifSi
Jóhans Ottosen. Rvk 1905. 160 bls. Verð
60 ct.
Þetta er snotur bók, laglega prentuð
og að mörgu leyti vel samin. Það er
stutt en hentugt yfirlit yfir helztu atriði
mannkynssögunnar og efni hverrar blað-
síðu sýnt með svörtu letri á spázíum.
Ártöl eru látin vera fá og framsetning
ljós og aðgengileg.
Kverið er ekki nema að nokkuru leyti