Breiðablik - 01.11.1906, Qupperneq 12
96
BREIÐABLIK.
þýSing, eftir því sem í formála segir,
heldur er hér um bil þriðjungi máls bætt
við af höf. íslenzka. Þeim mun meiri
furða er það, að þar skuli ekki ofurlítið
rneira tillit tekið til Islands. Þess er að
eins getið, að það hafi fundist af norskum
víkingum, en ekkert um lýðveldið, forn-
aldarbókmentir vorar, né nokkuð af því,
er sýnir, að vér höfum verið í tölu þjóð-
anna. Hægt er auðvitað að segja,að vér
höfum ekki haft nein slík stórvægileg á-
hrif á sögu mannkynsins, að þess sé vert
að geta í svo stuttu ágripi. Samt sem
áður hafa fornaldarbókmentir vorar haft
svo mikil áhrif og merkileg bæði á Norð-
urlöndum og Þýzkalandi, að eigi virðist
ástæða til að dylja íslenzka unglinga
þess. Það er ánægjulegra að geta bent
þeim á eitthvað, sent slík smáþjóð hafi af
mörkurn lagt til heimsmenningarinnar,
heldur en að gefa í skyn nteð þögn, að
vér höfum verið öldungis þýðingarlaus
stærð, einkum þegar hægt er að gjöra
það með sláanda dæmi. Islenzkir sagn-
fræðingar mætti ekki apa það eftir út-
lendum höf. að ganga fram hjá Íslandí
eins og væri það ekki til.
Valdimar Briem: Kristin bariiafræði í ljóð-
um. Rvk 1906. — bls. 74.
Hér er tilraun gjör af góðfrægu skáldi
að setja frant í ljóðum efni það,sem kristi-
legar barnalærdómsbækur flytja í stuttum
málsgreinunt. Þetta nýja kver ber það
nteð sér, að stórmikil alúð og vandvirkni
hefir verið við það lögð af höf. hálfu.
Mikil umhugsan og stórkostleg fyrirhöfn
kemur fram á hverri blaðsíðu. Hvert
vísuorð er út af einhverri tiltekinni ritn-
ingargrein, sem bent er á með feitu letri
á spázíum. Kverinu er skift í tvo parta
eins og kveri síra Helga Hálfdánarsonar.
Fyrri parturinn erurn kristileg trúaratriði,
hinn síðari um kristilegar lífsreglur. Hin-
um fyrra er skift í 20 smærri, hinum síð-
ara í 10 og er hver þessara smákafla ortur
undir sérstökum bragarhætti. Báðir eru
partar þessir álíka Iangir, hinn siðari ör-
lítið styttri.
Mikið sjálfsafneitunarstarf hefir þetta
hlotið að vera af höf. hendi. Því hér er
engin tilraun til að yrkja svo, að erindi
fái skáldlegt gildi. Málið má heita lík-
ingalaust. Alt er eins óbrotið, látlaust
og skiljanlegt, sem mest má verða. Og
auðsætt, að syo hefir höf. haft það af á-
settu ráði. Honum er að eins um það ant
að koma fræðunum fyrir í ljóðum, svo
fræðslan verði ekki fyrir það minni.
Hvergi í allri ljóðagerð síra Valdimars
kemur það betur í ljós,að öll löngun hans
er að þjóna lávarði kristninnar með ljóð-
gáfu sinni, án tillits til þess, hvort hann
fyrir það öðlast nokkurt hrós af mönnum.
Ekki mun heldur bók þessi auka skáld-
heiður hans, þó hvergi finnist rímgallar
né hortittir, enda hefir tilgangurinn verið
allur annar.
Vér getum ímyndað oss, að sumum
unglingum, rnyndi þ)'kja ánægja ntiklu
meiri að læra kverið sitt utanbókar í Ijóð-
um, og ekki ætti það að vera örðugt.
Margir þeirra,sem nú eru farnir að eldast,
kunnu eitt sinn langar rímur,spjaldanna
ámilli, reiprennandi og hafa munað fram
eftir allri æfi. Og með góðri munnlegri
tilsögn efumst vér ekki um, að fræðslan
geti eins góð orðið og þó lært væri ó-
bundið mál. Líklega myndi orðin betur
geymast í minni. En svo m)'ndi öðrum
þetta erfiðara. Sumir eiga bágt með að
skilja skáldskap, miklu lakar en óbundið
mál. Freisting yrði öllu meiri til að læra
hugsunarlaust. Hræddir erum vér þess
vegna um, að menn kunni að verða tregir
til að taka upp þetta nýmæli, einkum líka
vegna þess, að minni og minni áherzla er
lögð á utanbókar kunnáttu.
En ýmsum munu ljóðin fögur þykja og
margir hinna eldri manna finna unun í
að ryfja upp barnalærdónt sinn með því
að lesa þau sér til sálubótar.