Breiðablik - 01.12.1906, Blaðsíða 1

Breiðablik - 01.12.1906, Blaðsíða 1
BREIÐABLIK. Mánaðarrit til stuðning-s íslenzkri menning. FRIÐRIK J. BERGMANN . RITSTJÓRI. I. Ár. DESEMBER 1906. Nr. 7. FÖGNUDUR LÍFSINS. AG N AÐ AR-hátíði n mikla líður enn yfir oss. Hún á að gjöra fögnuð lífsins meiri í sálum vorum. Lífið er fögmiður. Lífið í eig"- inleg'um skilning'ier unaður, yndi og" sæla. Það er sátt, friður, jafn- vægi. Það er óþreytandi starf og áframhald. Lífið er kærleikur, samúð, til- beiðsla, lotning. Tungumál þess, fagnaðarsöngur með fullkomnu samræmi. Fyrirgefning, líknsemi og samúðarþel eru förunautar þess. Það er voldugt eins og sól, sem rís að morgni. Unaðslegt eins og blóm, sem réttir bikar mót sólu. Frjálst eins og ástmey, sem býður elskuhuga sínum faðm sinn. Sak- laust eins og hvítvoðungur, er brosir við brjóst móður. Fult af von og þrá eins og síðasta and- varp deyjanda manns, sem felur sig í hendur þess. I fullkominni mynd eigum vér það ekki hér. Það er vafið skýj- um og skuggum. Stunurogand- vörp blandast saman við fagnaðar- söng þess. Dauðinn er förunaut- ur þess. I þeim heimkynnum þess, sem vér þekkjum, virðist það oft og tíðum statt í dauðans hættu. En í þeirri hættu vex það og dafnar. I fangbrögðum við óvin sinn vex því máttur og megin. Það sýnist falla að velli, en hefir þó unnið sigur. Lífið er eilífur sigur — eilíf framför, — eilífur þroski. Þess vegna fylgir því fögnuður svo mikill. Hið dýrlegasta af öllu sem til er, er að lifa, —að finna til þess, að eitthvað af ætlunarverki lífsins hvílir á herðum vorum, skilja, að líf liggur við, að vér leysum það trúlega af hendi, —■

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.