Breiðablik - 01.12.1906, Side 5
BEIÐABLIK.
105
kennir. Hann á að setja kristi-
lega meðvitund barnanna í sam-
band við boro-araleo- ætlunarverk
o o
mannanna. Hann á að halda
uppi hugsjón borgaralegs lífs á
kristilegum grundvelli fyrir nem-
endunum. Til meira má naum-
ast ætlast.
Samt gjörir kennari við kenn-
araskóla öldungis rétt í því að
segja kennurum og kennaraefnum,
að göfugasta ætlunarverk þeirrar
stöðu sé að rita faðir vor í sálir
barnanna. Það er göfugasta ætl-
unarverk þeirrar stöðu og göfug-
asta ætlunarverk sérhverrar stöðu
og sérhvers manns.
Hvað er trúrækin þjóð?
Trúrækin er hver sú þjóð, er
lætur sér ant um faðir vor í
mannssálunum o? álítur velferð
O
þjóðlífsins undir því komna,að það
sé lifandi samband milli barnsins
á jörðu og föðursins á himni.
Þar sem faðir vor dvínar í sál-
unum, dvína líka d)7gðir og mann-
kostir. Framfara viðleitnin verð-
ur þar fálm út í myrkur og ófar-
sæld.
Allar stöður þjóðlífsins eiga að
halda því vakandi og lifandi, eng-
in í því efni að varpa áhyggjum
upp á aðra. Þær eiga þar allar
að hjálpast að og styðja hver aðra.
Búast mávið,að einstaklingar svo
og svo margir skerist þar úr leik.
En þegar sagt verður um ein-
hverja stétt eða stéttir, að þær sé
hér andvígar, er fúi kominn í
máttarstólpa þess þjóðlífs.
Ekki gætir þess jafnlítið í blaða-
mensku nokkurrar kristinnar þjóð-
ar svo oss sé kunnugt, að hún sé
kristin, eins og þjóðar vorrar.
Helztu blöð kristinna þjóða hafa
meðferðis, eitt sinn hverja viku að
minsta kosti, prédikan, kristilega
hugleiðing, skýringar á guðsorði
eftirhelztu menn andlegrar stéttar.
Og alla daga vikunnar álíta þau
kristileg áhugamál einhver hugð-
næmustu umræðuefni, þegar þau
fyrir rás viðburðanna verða uppi á
tening. Þau ganga aldrei fram
hjá þeim. Vita sem er, að fá mál
önnur fá annað eins bergmál í sál-
um mannanna og þau.
En vér slítum öllum kröftum í
stjórnmálaþrefi. Hvað mörg sem
blöðin verða, syngja þau öll við
sama tón. Harður fiskur getur
verið góð fæða við og við fyrir þá
sem vel eru tentir. En skelfing
er það þreytandi fæða einvörð-
ungu.
Hví getur eigi orðið breyting á
þessu ? Hví styðja blöð vor eigi
betur trúrækni þjóðar vorrar en
þaugjöra? Hví vekja þau ekki
oftar máls á kristilegum umræðu-
efnum ?
Finnist þeim,að þjóð vor myndi
breyta um til batnaðar með því að
hætta að vera kristin, ætti þau að
segja það. En finnist þeim það
nokkuru skifta, áð þjóð vor haldi
áfram kristin að vera, ætti þau þá
ekki að hjálpa til að fá faðir vor
ritað sem skýrast í sál hennar?
Hvorki prestar né kennarareiga