Breiðablik - 01.12.1906, Side 11
B R E I Ð A B L I K.
111
matSur og dugflegur og einn þeirra,er eigi
láta leiða sig í gönur eöa vefja sér héöin
að höfði; við öllu slíku er hann eins lík-
Árni Eggertson.
legur að sjá og nokkur maður, sem vér
þekkjum, því hann er bæði skýr og
glöggur. Og þá er hann eigi síður ötull
að koma því í framkvæmd, sem hann
ætlar sér, og séður að sama skapi.
Hann hefir líka almenna tiltrú og hefir
sjálfur kunnað að koma ár sinni prýð-
isvel fyrir borð á skömmum tíma.
Enda munu þeir, er hann þekkja, allir
við því búast, að hann verði Islendingum
að sóma og gagni í þessari nýju stöðu.
Árni Eggertsson er fæddur 8. maí 1873
að Fróðhúsum í Borgarhreppi í Borgar-
fjarðarsýslu. Foreldrar hans voru þau
Eggert Jónsson, sonur Jóns Árnasonar
frá Leirá, dannebrogsmanns, og Sigríðar
Jónsdóttur. Til Ameríku fluttust þau
með börnum sínuui flestum árið 1887;
tvö þeirra munu hafa komið ári síðar.
Alls eru þau níu systkini og einn hálf-
bróðir. Eggert Jónsson lézt í júní 1897
í íslenzku bygðinni norður við vötn (Nar-
rows). Ekkja hans, móðir Árna, nam
land í Swan River-bygð og dó í sumar
sem leið.
Fyrsta ár, sem Árni dvaldi hér í landi,
var hann í Selkirk-bæ. Eftir þaðfórhann
til Winnipeg og hefir verið hér síðan.
Lítinn tíma hafði hann til skólanáms, en
árið 1890 gekk hann nokkurn tíma á
kaupsýsluskóla. Kveldskólakenslu færði
hann sér líka í nyt, þegar hann mátti því
við koma. Árið 1895 gekk hann um
tveggja mánaða tíma á alþýðuskóla bæj-
arins, efsta bekk (standard 8),og fekk þá
leyfi til að fara inn á Collegiate-skó 1 ann.
En úr því varð ekki, því þá giftist hann
og gekk að eiga Oddnýju Jónínu Jakobs-
dóttur, dóttur Jakobs Oddssonar og konu
hans Sigurbjargar Jónsdóttur af Tjörnesi
í Þingeyjarsýslu, bónda í Nýja-íslandi.
Hefir þeim hjónum orðið fjögurra barna
auðið; eru það þrír drengir og ein stúlka.
Eftir að Árni kvongaðist, vann hann
að bókhaldi hjáýmsum kaupsýslufélögum
í bænum. En fyrir þrem árum tókst hann
fasteignasölu á hendur og hefir rekið
hana lengst af einn í eigin nafni með
þeirri atorku og dugnaði, að fáir menn
eru jafnönnum kafnir og hann.
S K R í T L U R.
5. Kínversk kurteisi.
Útg’efendur um allan heim reyna að vera
eins kurteisir og þeim er unt, þegar þeir senda
aftur handrit, er þeir vilja ekki láta prenta, en
þeir komast ekki í hálfkvisti við austurlenzka
kurteisi. Kínverskur útgefandi segfir:
,,Vér höfum lesið ritgjörð yðar með óum-
ræðileg’um fögnuði. Vér sverjum það við
heilaga ösku forfeðra vorra, að vér höfum
aldrei séð svo ágætt meistaraverk. Iíans hátign
keisarinn, vor háleiti lávarður, myndi skipa oss,
ef vér létum prenta það, að hafa það til fyrir-
myndar, og gefa aldrei neitt út, sem eigi væri
í alla staði jafn-ágætt. En þar sem vér gæt-
um ekki hlýtt skipan þessari oftar en svo sem
einu sinni á hundrað þúsund árum, neyðumst
vér til að senda yðar guðdómlega handrit aftur
og biðjum yður þúsund sinnum fyrirgefningar.