Breiðablik - 01.12.1906, Qupperneq 12
I 12
BREIÐABLIK
/P
Björkin og stjarnan.
Eftir ZACHARIAS TOPELIUS.
Þýdd af
síra Fridrik Hallgrímssyni.
C'YRIR hér um bil tveim öldum voru
mikil vandræði á Finnlandi. Það var
stríð í landinu, borgir og bæir voru
brendir, korniö á ökrunum var troðið
niður, og fyrir hungur og morð, flótta og
drepsóttir, misti landið meira en hundrað
þúsundir barna sinna. Þá heyrðist þar
ekki annað né sást, en andvörp og tár,
kveinstafir og harmur, aska og blóð; og
þeir sem lengst varðveittu vonina, vissu
loks ekki, hvaða von þeir ætti að ala, því
refsivöndur drottins lá þungt á landinu og
þeir tímar gleymast aldrei. Þá kom það
þráfaldlega fyrir, að heimili tvístruðust
svo, að sumt af heimilisfólkinu var
flutt til lands óvinanna, en sumt flýði út í
skóga og auðnir eða alla leið til Svíþjóð-
ar. Konan vissi þá ekkert um mann
sinn eða bróðirinn um systur sína, og
foreldrarnir vissu ekki, hvort börnin
þeirra væri lífs eða liðin. Og þegar
loks varð friður, og þeir sem enn voru á
lífi sneru aftur heim, voru þeir sárfáir,
sem ekki máttu trega einhvern nákominn
ástvin. Eíns og sagt er í sögunni um
hina ungu konu Bláskeggs riddara, að
hún var alt af að senda systur sína upp í
turninn, þar sem sást langar leiðir eftir
þjóðbrautinni, og spurði hana svo :
,,Anna systir mín, sér þú nokkurn
koma? — Sér þú enn þá engan koma?“
og sjaldan heyrðist annað svar en þetta:
,,Engan, engan“. En stundum kom það
líka fyrir,eins og í sögunni um Bláskegg,
að langt út á brautinni sást lítill ryk-
mökkur, sem færðist óðum nær, og loks
sást hópur flóttamanna eða hertekinna,
og allir flýttu þeir sér, hver heim til sín.
Þá leitaði föður- og móður-augað að
börnum sínum; og fundu þau það, sem
þau leituðu að eftir skilnaðinn langa og'
sára, þá varð meiri fagnafundur en frá
verði sagt; bæirnir risu aftur úr rústum,
akrarnir komust aftur í rækt, og nýir og
betri tímar runnu upp eftir hörmunga-
árin.
Meðan á stríðinu stóð, höfðu líka
lítil systkin, drengur og stúlka, verið
flutt langt burtu í ókunnugt land, og þar
höfðu þau komist til góðs fólks, sem fór
vel með þau. Árin liðu; systkinin litlu
döfnuðu vel og höfðu alt, sem þau þurftu;
en þau gátu ekki gleymt foreldrum sínum
og fósturjörðu. Það fór fyrir þeim eins
og Gyðingunum herleiddu í Babýlon, sem
hengdu hörpur sínar á greinar trjánna og
gátu ekki sungið lofsöng drotni í ókunnu
landi, því hjörtu þeirra voru í Jerúsalem.
Þegar það fréttist, að ófriðnum væri
lokið í Finnlandi,og að allir, sem vilduog
gætu,mætti hverfa aftur þangað,þá fengu
börnin óyndi í ókunna landinu og þau
báðu um,að þeim yrði leyft að fara heim.
Fólkið, sem þau voru hjá, hló að’ þeim
og sagði: ,,Fara heim, óvitarnir ykkar!
Vitið þið, hve langa leið þið yrðið að
ganga, ef þið ætluðuð heim ? Meira en
hundrað mílur“.
,,Það stendur á sama“, sögðu börnin,
,,okkur langar svo heim“.
,,En eigið þið þá ekki heima hérna?
Hér hafið þið föt og fæðu eins og þið
þurfið og meira en það, ljúffenga ávexti
að borða, mjólk til að drekka, hlý föt,
skemtilegt hús og gott fólk, sem elskar
ykkur. Hvað viljið þið meira?“
,,Það vitum við vel“, sögðu börnin,
,,en við viljum samt fara heim“.