Breiðablik - 01.12.1906, Qupperneq 14

Breiðablik - 01.12.1906, Qupperneq 14
BREIÐABLIK. ií4 hans; ,,þessir fug’lar eru meira en venju- legir fuglar; þeir eru englar guðs, sem hafa tekið á sig fuglshami til þess að fylgja okkur heim“. Þau héldu áfram, og fuglarnir flugu á undan þeim af einni greinninni á aðra, og ekki harðara en svo, að þau áttu hægt með að fylgja þeim. Systkinin átu aldin og ber sem þau fundu í skóginum,drukku silfurtært vatn úr uppsprettum og sváfu um nætur á mjúkum mosanum. Og það þótti þeim undarlegt, að hvar sem þau komu á daginn, fundu þau eitthvað til að borða, og hvar sem þau námu staðar á kveldin, fundu þau góðan stað til þess að hvíla sig. Það gátu þau ekki skilið. En alt af þegar þau sáu fuglana,kölluðu þau: ,,Sko, englar guðs fylgja okkur!“ Þannig héldu þau áfram langa leið. Loks fór stúlkan að lýjast, og hún sagði við bróður sinn: ,,Hve nær skyld- um við mega fara að líta eftir björkinni okkar ?“ , ,Ekki fyrr en við heyrum menn tala þá tungu, er foreldrar okkar töluðu“, svaraði drengurinn. Enn héldu þau áfram lengi, og' stefndu alt af í útnorður; það fór að líða á sum- tirið _og það varð svalt í skógunum. „Förum við ekki bráðum að sjá björkina okkar?“ spurði stúlkan. ,,Ekki enn“ svaraði bróðir hennar. Landið sem þau fóru um, tók nú að breytast. Þau höfðu til þessa farið yfir víðáttumiklar sléttur; en nú tóku við hæðir og fjöll, ár og stór stöðuvötn. „Hvernig eigurn við að komast yfir þessi háu fjöll?“ spurði stúlkan. ,,Eg skal bera þig“, svaraði bróðir hennar. Og hann bar hana yfir þau. „H-vernig eigum við að komast yfir þessar straumhörðu ár og þessi miklu vötn?“ spurði stúlkan aftur. ,,Við skulum róa“, svaraði bróðir hennar. Og hann reri yfir árnar og vötnin; því við hvern árbakka og hverja strönd þar sem þau komu, fundu þau báta, sem eins og voru þar að bíða eftir þeim, En yfir sumar árnar synti drengurinn með systur sína. Og þau flutu á vatninu eins og sundfuglar; því englarnir flugu með þeim í fuglahömum og hjálpuðu þeim. Einhverju sinni höfðu þau gengið allan daginn hvíldarlaust, og voru nijög þrejút. Að kveldi komu þau að afskektum bæ, sem var nýbygður úr sterkum viðum á rústum húss, er brunnið hafði. Fyrir framan bæjardyrnar stóð lítið barn og var að flysja rófur. ,, Vilt þú gefa okkur eina rófu ?“ spurði drengurinn. ,,Já, kornið þið“, svaraði barnið. ,,Hún mamma gefur ykkur mat inn í búri“. Þá klappaði drengurinn saman lófum af fögnuði, faðmaði barnið að sér og kysti það og grét gleðitárum. ,,Af hverju ert þú svona glaður,bróðir minn?“ spurði stúlkan. „Hvernig get eg annað en verið glaður?“ sagði drengurinn. ,,Þetta barn talar tungu foreldra okkar. Nú megum við fara að líta eftir björkinni og stjörnunni“. Þau fóru svo inn í húsið og var þeim vel tekið þar. Þau voru spurð, hvaðan þau kæmi. ,,Við komum frá ókunnu landi“, svaraði drengurinn, ,,og erum að leita að heimili okkar, en við höfum elcki annað til þess að þekkja það á en það, að í garðinum er björk, sem fuglarnir sjmgja í um sólaruppkomu, og á kveldin skín skær stjarna gegn um lauf hennar“. „Veslings börnin!“ sagði fólkið í hús- inu, og kendi í brjóst um þau. ,,Á jörð- unni vaxa bjarkir svo þúsundum skiftir og' á himninum skína þúsundir stjarna. Hvernig ætlið þið að fara að því, að finna þessa einu björk og þessa einu stjörnu?“ —,,Guð leiðir okkur“, svöruðu systkinin. ,,FIafa ekki englar hans leitt okkur þessa löngu leið heim til ættjarðarinnar? Við erum meira en hálfnuð heim!“ „Finnland er stórt“, sagði fólkið og hristi höfuðin. ,,En guð er enn stærri“, sagði dreng-

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.