Breiðablik - 01.09.1907, Blaðsíða 10

Breiðablik - 01.09.1907, Blaðsíða 10
58 BREIÐABLIK Hvernig1 sem annars ei litið á þetta mál, sé eg ekki ástæðu til að taka þessa tilraun illa upp fyrir mér, — því að annað en tilraun getur þetta ekki álitizt að svo komnu, — tilraun til þess að gera kristindómsfræðsluna aðgengilegri fyrir nem- endur en verið hefir að undanförnu. Ef sú tilraun hefir mistekist, þá nær það ekki lengra. Sjálfs mín vegna má mig einu gilda, hvernig fer með kver þetta, því að eg hefi ekki samið það mér til fjár né frama; það vita þeir, sem mig þekkja. Og ekki hefi eg otað því fram né ytt neitt undir það að fá það lögleyft, þó að eg upphaflega sækti um það til þess að reynsla gæti fengist um það, hvort þessi aðferð er heppileg eða ekki. En þó að svo færi, að þessi aðferð reyndist ekki happasæl, yrði þessi tilraun þó ekki ónýt, ef hún gæti orðið til þess að stuðla að því, að nýtt og betra lag á ein- hvern hátt kæmist á kristindómsfræðslu barna hér á landi. Fjölyrði eg svo ekki meira um þetta að sinni; og helzt vildi eg ekki þurfa að minnast á það oftar. Mér er óljúft að eiga í deilum og vil eg ógjarna þurfa að eiga ilt við aðra, eða að aðrir eigi ilt við mig, þó að því verði að taka, ef ekki er annars kostur. Með mikilli virðingu og vinsemd. Yðar Valdimar Briem. RÉTTINDI KVENNA. A LLIR hafa veitt því eftirtekt, hve hugmyndinni um jafnrétti kvenna hefir fleyg't fram á fósturjörö vorri á síð- ustu árum. Nú í sumar er því máli svo langt komið, að lagt hefir verið frumvarp fyrir þing um jafnrétti karla og kvenna til kosninga og kjörgengis, Allniiklar líkur eru til þess, að því nýmæli veröi fram- gengt áður langt líður. Ósjaldan verða smáþjóðirnar á undan hinum stærri og voldugri til að koma jafnréttiskröfunum í framkvæmd. Enda eru smáþjóðir oft og tíðum, ef þær á ann- að borð fá að ráða sér sjálfar, frjálsustu þjóðirnar. íhaldsöflin eru svo sterk með stórþjóðunum, að allar breytingar og byltingar eru þar lengur á leiðinni. Frelsið á því oftast sína beztu byggistöð með smárri og fólksfárri þjóð. Allir muna eftir Sviss, litlu landi og tiltölulega fámennu, sem almennur griðastaður hefir verið í miðri Norðurálfu, umgirt stærri löndum, fólksfleiri, en ófrjálsari miklu, er flúið hefir verið úr þangað, sökum mannfre'.sis og verndunar mannréttinda, sem þar á sér stað. Benda má ekki síður á Finnlendinga, sem nú eru orðnir ein allra frjálsasta þjóö heimsins. Rússar neyddust til að veita þeim alt sitt forna frelsi aftur 1905, eins og kunnugt er. Oll þjóðin gjörði verkfall. Eigi var unt að framkvæma neina stjórn- arathöfn. Þjóðin sýndi dæmalausa sam- heldni og varð svo samtaka, að stjórnin stóð uppi ráðþrota og höggdofa og varð að gefast upp. Finnar fengu fullkomið sjálfsforræði og þing sitt endurreist, ekki aðeins meðgömlum einkaréttindum, heid- ur endurfætt í nýrri mynd, samkvæmt frtkustu frelsiskröfum ný, rar tíðar. Það er eitt hið merkilegasta atvik, sem fram hefir komið í sögu heimsins á vorum, dögum. í sigri þessum höffiu konur átt engu siður þátt en karlmenn. Fngum duldist hugur um, að þeim myndi jafnrétti gefið við karlmenn til kosninga og kjörgengis. Samt sem áður hélt kvenfélag Finnlend- inga ekki færri en 300 fundi á tveim mán- uðum, áður ný kosningalög yrði sam- þykt, málum sínum til stuðnings. Jafn- réttið fekst, öldungis óskorað. Eftir kosningar sáu menn, að miklu fleiri konur höfðu greitt atkvæði en karl- menn. Nítjánkonurhafa síðati setiðáþingi; hafa þær átt mikinn þátt og góðan í með- ferð og flutningi mála og yfirleitf hafa þær komið fram kvenþjóðinni til mikils sómti. Einkum hafa þær að einu 'eyti þótt gjöra miklu betur en við var búist. Ekki var laust við, að Finnar bæri fyrir því nokk- urn kvíðboga, að þessar 19 konur myndi færa sér málfrelsi í nyt á þingi nokkuru meir en góðu hófi gengdi. En nú dást menn að því einna mest í sambandi við

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.