Breiðablik - 01.09.1907, Blaðsíða 12

Breiðablik - 01.09.1907, Blaðsíða 12
6o BREIÐABLIK haga efni þess á þann hátt, sem hann hefir gjört. Hiö sama er óhætt aö segja um alla þá, er lag’t hafa kverinu liösyrði. Enda er oss með engu móti unt að sjá, að þeim, sem kverið kynni að nota, verði nokkuð hættara við að falla frá réttri trú en þeim, er önnur kver læra. Gegn um það alt gengur sama hákristilega lífs- skoðan og hið annað, sem síra Valdimar hefir ort, bæði af sálmum og öðrum ljóð- um, sem hefir það til síns ágætis meðal annars, að hún er svo óumræðilega björt og mannúðleg. En ekkert laðar barns- hugann betur en birtan og mannkærleik- urinn. Um hitt geta menn haft ýmsar skoð- anir, hvort heppilegt sé að færa kristileg barnafræði í þenna búning. Það er alveg sérstakt efni, sem ekkert á skilt við trú eða vantrú. — En þetta er bending um, hve varhugavert það er og óhæfilegt að rekja alt til vantrúar, og hve mikill órétt- ur þeim er með því gjör, sem gott eitt hefir gengið til. Engan hlut þarf meir að varast en þann. ANTONIO FOGAZZARO. Svo heitir einn af helztu skáldum og rithöt'undum heimsbókmentanna, sem nú er uppi. Hann er ítalskur maður og er fæddur í Vicenza 1842. Hann er frægur orðinn, ekki að eins á Ítalíu, heldur einnig um heim allan, mest af ágætum skáldsög- um, en líka fyrirtaks fyrirlestrum. Fræg- ustu skáldsögu hans eru menn nú að lesa í öllum mentalöndum heims. Hún er í þrem bindum og þvkir mikið til koma. Ekki er það stíilinn, sem þykir svo ágæt- ur. Samtölin þykja nokkuð á víð og dreif og oft í nokkuð lausu sambandi við aðal- efnið. En aðal-atriðið er lífsskoðanin. Skilningur hans og skýringar á hreyfing- •um sálarlífsins er það, sem mest fær á huga lesandans. Hvernig honum tekst að flétta saman lífsferil og sálarlíf þess fólks, er hann lýsir, þykir meistaraverk. Samt sem áður er lífsskoðan höfundarins haldið fram af sannfæringar-hita miklu meiri en alment gjörist. Þykir sumum of rnikið á henni bera. En af því það virðist vera einmitt sú lífsskoðan, sem nú er að brjótast til valda í heiminum, vekur hún nýjar hugsanir og verður að hugðnæmu umræðuefni, hvar sem bækur hans eru lesnar. Enda er nú baráttan um þær að verða harðari með degi hverjum á föður- landi skáldsins sjálfs, þar sem þær eiga líklega við einna mest ofurefli að etja. Þar situr hann á þingi og er senator. Fræg mentakona japönsk. Til dæmis um menningaráhuga Japans- manna má á það benda, að mikilhæt mentakona ein, jungfrú Umeko Tsuda, er nú að kynna sér skólafyrirkomulag og kenslu við skólana í New York. Hún er forstöðukona kvennaskóla þess í Tokyo, sem nefnist ,,hinn enski kvennaskóli“. Hún er fyrsta konan, sem sett hefir verið til náms á kostnað ríkisins. Hún var send til Pennsylvania og hefir leyst af hendi burtfararpróf við Bryn Mawr College. Keisarinn (Mikado) sjálfur veitti henni nafnbót þá, er því prófi var samfara. Þegar hún kom heim til ættjarðar sinnar, stofnaði hún kvennaskóla þenna eftir fyrirmynd enskra þjóða. Og nú á hún að koma mentan kvenna í sama horf og á sér stað með enskum þjóðum, um alt landið.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.