Breiðablik - 01.05.1908, Blaðsíða 13

Breiðablik - 01.05.1908, Blaðsíða 13
BREIÐABLIK ekki til. Hann beiö með þolinmæði, þangfað til honum loks var svarað þessum hlýlegu, hjartnæmu orðum: ,,Ónei, heimski drengur! Þó maður- inn minn væri ríkur, myndi eg ekki v«ra ánægð þess vegma. En hann er ekki ríkur. Hann verður stöðugt að vinna og beita öllum hæfileikum sínurn til að vinua sér inn það, sem hann fær. Ástæðan til þess, að eg er ánægðasta konan, sem nú er á ferð í þessu yndis-fagra landi, er sú, að eg elska hann af öllu hjarta. Og eg held hann sé ánægður líka, af að hafa svo ánægða konu við hlið sér. “ Hún vafði armi unt háls bónda sínum, en hann strauk skeggið með ánægjusvip, því hann hatði orðið upp með sér af játn- ingu konu sinnar. ,,Gefðu honum einn franka um fram,“ hvísiaði hún að honum. Hann hlýddi og launaði Beppó eins ríkulega og þó hann hefði borið fjarska- byrði. En engan grun hafði Beppó um, að þetta ríkmannlega gjald fengi hann hann fyrir gáfulegar og nærgætnislegar spurningar sínar, en eigi fyrir hið mikla þrekvirki, sem hanti hafði unnið. Hjónin hurfu nú inn í gistihúsið, en Beppó stóð stundarkorn í sömu sporum fyrir dyrum úti til að velta því fyrir sér, hvort hann væri fær um að hefja hinn langa gang heimleiðis,—sem þó eigi var nema svo sem tveggja mínútna leið. Hann lék sér að peningunum, sem hann hafði fengið og lenti í tniklum heilabrotum út af ánægju þessa jarðneska lífs. ,,Það vildieg, að auminginn hún Con- cetta systir mín gæti verið svona ánægð! “ sagði hann. Tár komu í augu hans um leið og óskin í hugann, þó vanalega væri þar gleði; og að síðustu tók hann þá ályktan að ganga heim. II. Það var dálitið dökkleitt hús í dimmu stræti og þröngu. Þegar hann kom inn, voru móðir hans og systir að spinna. 189 Þær féllu í stafi yfir þessari miklu og óvæntu fjárupphæð, sem hann tafarlaust greiddi í sameiginlegan sjóð. En ánægjan varaði ekki lengi. Að fám augnablikum liðnum hrundu tárin ótt og títt af augum Concettu og bleyttu hörinn. Beppó heyrði, að unnusti henn- ar, Giúlianó, hafði verið þar og haft sömu, gömlu rauna-sögu að segja og áður, að faðir hans, sem var maður harð- brjósta og fégjarn, fengist eigi með nokk- uru móti til að gefa leyfi sitt til, að sonur hans gengi að eiga bláfátæka stúlku. Þetta tók Beppó sér nærri, því hann unni systur sinni eins heitt og hann gat unnað. Eigi vegna þess hún væri honum betri en aðrir, en hún var svo lagleg og svo kát og lata-Beppó var svo mikið yndi að horfa á hana spinna af ákafa og hevra glaðværu ástar-söngvana hennar bland- ast suðunni í rokkhjólinu, sem einlægt var eins. Auk þess var hann fjarska upp með sér af henni. Þegar piltarnir á Capri horfðu á eftir henni og dáðu hana með augunum, er hún skoppaði yfir torgið, gat hann fengið skínandi tækifæri til að flatmaga í sólunni allan daginn og fagna út af yfir- burðum ættar sinnar; hann velti líka þeirri ráðgátu fyrir sér, hvernig gæti staðið á því, að hann fremur en allir aðrir ætti svo fullkomna veru fyrir systur. Eftir stundarkorn kom faðir hans heim með fréttir, sem voru þess eðlis, að vana- lega er ekki fagnað yfir. ,,Eg fekk þær fréttir með póstskipinu, að systir mín í Neapel er látin. Einhver verður að fara þangað yfir um og líta eftir eigum hennar. Við erum einu skyldmennin. Eg veit hún hefir ekki lát- ið mikið eftir sig, en við höfum ekki efn> á að ganga fram hjá fáeinum scudi, ekk; sízt þar sem við höfum annan eins amlóða og hann Beppó til að fóðra á hverjum degi. Það er líka sjálfsagt, að eitthvert okkar sé við jarðarförina. Hún var eina systirin, sem eg átti.“

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.