Breiðablik - 01.07.1908, Qupperneq 3

Breiðablik - 01.07.1908, Qupperneq 3
BREIÐABLIK 19 in í tvent: Austurlönd og- vest- urlönd, grísk kaþólska kristni og rómversk kaþólska. Þeim bar næsta lítið á milli. Austurlönd vildu ekki viðurkenna páfann í Rómaborgf andlegfan einvald allrar kirkju og- klofnuðu frá. Klofn- inganir lýstu hver annan í bann og staðfestu djúp mikið milli sín. Vesturlöndum fanst bjart sín megin, en koldimt hinum megin og austurlöndum eins. Rómerska kirkjan klofnaði svo aftur á 16. öld og mótmælenda kirkjan reis upp. Páfa-kirkjunni fanst verða dimt í mótmælenda heiminum og mótmælendur sáu eigi annað en niðamyrkur í kaþ- ólskri kristni. Mótmælendur skiftust í tvent: lútersk kirkja annars vegar, end- urbætt kirkja hins vegar. Hvorri um sigf fanst birtan nokkuð gráleit hjá hinni og fullkomið sannleiks- Ijós hvergi í heimi, nema innan eigin vébanda. Endurbætta kirkjan brotnaði sundur í smábrot. Hverju brotinu fanst birtan lítil nema hjá sér. Þar skein sól vitaskuld í heiði, þó aðrir sæi naumast handa-skil. Óumræðilega verður sú lífsskoð- an myrk, sem heldur því fram, að sannleiksljósið skíni að eins örfá- um mönnum. Hinir allir — allur hávaði jafnvel upplýstustu manna heimsins — vaði í villu og svíma. Ríki ljóssins stöðugt að bíða ósig- ur, færast saman, en ríki myrkurs og myrkravalds að sama skapi að færast út og verða einvalt. Heimska slíkrar lífsskoðunar er nú fyrir löngu flestum augljós orð- in. Kirkjudeildirnar, hvort heldur stórar eða smáar, eru nú hættar að tala hver um sjálfa sig sem eina ljósberann í heiminum. Menn hafa látið sér skiljast, að þetta sé lélegur kristindómur, — ekki til þess vænlegur að gjöra dýrð drottins meiri, heldur til hins, að gjöra hana að engu. Samt eldir eftir af þessu, svo að furðu gegnir. Lúterska kirkjan hefir ávalt verið álitin ein hin upp- lýstasta kirkjudeild, enda er Þýz- kaland föðurland hennar. Hin- um nýju biblíufræðum hefir hún hrundið af stað og er enn í fylk- ingarbroddi, að því, er til þekk- ingar og kirkjulegra vísinda kem- ur. En til eru brot lúterskrar kirkju, þar sem hin myrka lífsskoðan fyrri alda er enn við lýði. Þau brot eiga helzt hei-ma hér í Vestur- heimi. Missouri-menn álíta, að engir sé lúterskir í öllum heimi, nema sjálfirþeir og örfáir andlegir bræð- ur, svo sem til dæmis norskir sýnódu-menn og aðrir slíkir. Hinir allir að einhverju leyti fallnir frá. General Council, önnur höfuð- deild lútersku kirkjunnar hér í landi, lítur hornauga til hægri og vinstri. Dimt finst þeim og lágt undir loft hjá bræðrum sínum í Missouri. En gjóstugt og súgsamt

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.