Breiðablik - 01.07.1908, Side 7

Breiðablik - 01.07.1908, Side 7
BREIÐABLIK 23 » um augum á frelsisbaráttu þjóðar vorrar. Hún hefir komið auga á vaðið. Brotið liggur fram undan henni. Á allri gætni þarf hún að halda og taka stilt í tauma. Það er ekki fyrsta sprænan, sem hún hefir farið yfir. Hún hefir reynzt vel í vötnum. Það má vel vera, að hún verði heilan aldarfjórðung að komast yfir. En úr því hún er komin svona langt áleiðis, kemst hún það á endanum—eins víst og við er- um hérna. Eg hefi enga trú á því, að hún hörfi frá og hverfi aftur. Hún finnur aldrei upp á þeim ósóma að ganga hana móður sína niður í jörðina. Hér eftir fær eng- inn hana til að stíga eitt spor aftur á bak og selja frá sér nokkuð af heilögum sjálf- stæðisrétti sínum. Hvernig sem næstu þingkosningar fara, hefi eg þá trú á þjóðinni, að hún haldi uppi fylstu sjálfstæðiskröfum, er henni hafa hugkvæmzt og haldi þeim til streitu. Annað er óhugsandi, jafn-heitt og allir íslendingar elska frelsi og föðurland. Sagt er, að gestur hafi eitt sinn barið að dyrum á sveitabæ á íslandi; bóndi gekk til dyra. ,,Ert þú húsráðandi?” spurði gestur. ,,Svo hét það nú einu sinni”, svaraði bóndi. ,,Ert þú það þá ekki enn?” spurði gestur. ,,Ojú—að nafni til,—en nú er eg gift- ur.” það yrði álíka ráð, sem íslenzki bónd- inn hefði á heimili sínu, ef ráðahagurinn tækist við Danmörku, sem nú er farið fram á. Þér hafið heyrt hvernig fór, með Ólafi konungi Tryggvasyni og Sigríði stórráðu, er ráðahagur átti að verða með þeim. Þess vildi eg óska, að Ólafur Trygg- vason íslenzki hristi svo glófa sinn fram- an í Sigríði stórráðu dönsku, að ekkert yrði af þeim ráðahag, sem nú er á prjón- um. Um vini og óvini Bismarcks er það mælt, að þeir hafi meðan hann var í lifanda lífi samið honum grafskriftir hver í kapp við annan. Ein þeirra var á þessa leið: Það var ekki að hans vilja að hann fæddist og það var ekki að hans vilja að hann dó, en það varaðhans vilja að lifa fyrir Þýzkaland. Ef hver íslendingur lifði eins rækilega fyrir ísland og hann fyrir Þýzkaland, myndi nú þegar lagt á tæpasta vaðið og ferðin hepnast. Lengi lifi ísland! Á VEGAMÓTUM VO nefnist saga ein stutt í 1. hefti Skírnis þ. á. eftir Einar Hjörleifsson. Hún er ein- ungis á 18 blaðsíðum, en þrungin að efni og hugsan og búningur snildarfagur. Síra Matthías hefir sagt um hana, að efnið sé svo ríkt, að það sprengi búninginn, og víst er um það, að margur höfundur annar hefir teygt úr minna efni langan lopa. Sagan er um prest og prestskonu, ung hjón, er fyrir skömmu hafa sett bú sam- an, með brjóst þrungíð kærleika til mann- anna fegurstu hugsjóna. Hann hefir verið gagntekinn af skilningi nýrrar tíðar á fegurð og göfgi kristindómsins. Á fundi höfðu þau bæði verið stödd í íslend- ingafélagi í Kaupmannahöfn. Fjörugar umræður höfðu þar orðið um kristindóm- inn og honum verið andmælt af ákafa all-miklum. Loks tók hann til máls. (með smán) „Hann sagði, að þeir hefði alt af verið að tala um þaS í kveld, hvernig trúarbrögð Jesú frá Nazaret hetði orðið í höndum mannanna. En þeir heíði, eins og mönnum hetði hætt svo við á s

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.