Breiðablik - 01.07.1908, Page 8

Breiðablik - 01.07.1908, Page 8
24 BREIÐABLIK öllum öldum, mist sjónar á því, hvað hann hefði sjálfur sagt um þau. AuðvitaS hefði hann sagt margt um þau. En á það eitt sk}ddi bent nú, að hann hefði sagt, að sitt ríki væri ekki af þessum heimi. Það hefði nú ekki verið mikill vandi að sjá. Því þegar hann hefði sagt þetta, hefði hann verið einmana og yfirgefinn af öllum vin- um sínum, hataður og fyrirlitinn og smánaður af allri þjóðitir.i og rétt að því komið, að valdhaf- arnir léti negla hann á kross. En mennirnir hefði gert hans ríki að þessa heims ríki. Fyrir því væri svo í lófa lagið, að fá höggstað á því, eins og menn hefði heyrt hér í kveld. Og þegar svona hetði verið ástatt um hann, hefði hann fullyrt, að hann væri konungur. En í hverju hefði konungstign hans verið fólgin? Hann hefði sagt það sjálfur x sömu andránni. Hún var fólgin í því að bera sannleikanum vitni. Þetta hefði þá verið það allra-síðasta, sem hann hefði brýnt fyrir mönnunum, áður en krossinn hefði verið lagður á herðar honum og hann hefði lagt af stað til lífláts, að æðsta konungstign mannsandans væri í því fólgin, að bera sannleik- anum vitni. Þessu hefði kristnin að öllum jafn- aði gfeymt, trúarbrögðin hefði þá að sjálfsögðu orðið alt annað en kristindómur; og fyrir því væri ekki nema eðlilegt, að margir töluðu á líka leið, eins og hér hefði verið talað í kveld. Vitanlega væri kristindómurinn ofinn af fleiri þráðum. Kristur hefði verið víðsýnasti andinn, sem nokkuru sinni hefði komið fram í þessum heimi. Og kenning hans hefði verið víðtækari en nokkur önnur kenning, sem þessari veröld hefði verið flutt. En þessi væri áreiðanlega mikill hluti uppistöðunnar, að berxi sannleikan- um vitni skilyrðislaust og hverjar afleiðingar, sem það virtist hafa, þó það færi með mann út á Golgata. Að elska sannleikann, hvar sem hann kemur fram, og hvernig sem hann kemur fram, elska hann æfinlega og um alla hluti fram. Að virða sannleiksþrá mannanna, þó að hún fari með þá út á aðrar götur en þær, sem maður sjálfur telji ráðlegt og fýsilegt að ganga. “ En svo varö hann prestur í smábæ, þar sem andlegt audrúmsloft var næsta óheilnæmt, hugsunarháttur sljór og lágur; þar var hlegið að öllu því, sem prests- konan taldi „björtustu geislana fráguöi.“ Og hann, presturinn, lét það viðgangast. Hún var ekki ánægð með hann lengur, hvorki með ræður hans í kirkju né fram- komu hans utan kirkju. Henni fanst sannleiksást hans vera að sljóvast og það að verða að engu, sem hún bar mesta lotningu fyrir og elskaði mest í fari hans. Svo bar það við, að reka átti kennara frá alþýðuskóla bæjarins, svifta bláfátæk- an barnamann atvinnu sinni og hafa rétt- trúnaðinn að yfirvarpi, til að fá því til- tæki framgengt. Kennarinn hafði sagt börnunum, að ritningin væri ekki öll guðs orð. Ymsar kenningar í kverinu teldi hann vafasamar og ýmsir guðræknustu menn í heiminum liti á það sömu augum. Bezt fyrir þau að fullyrða ekkert um þessi atriði fyrr en þau hefði fengið meiri þroska og sjálfstæði. Prestskonunni fanst þetta alveg laukrétt. Henni var líka kunnugt, að hér lá annar .fiskur undir steini. Sýslumaðurinn og kaupmennirnir vildu koma honum frá, til að koiria einum sinna fylgifiska í stöðuna, og þeir voru allir óvandaðir menn, sem hvorki skeyttu guðsótta négóðum siðum, en höfðu nú hvorttveggja að yfirskyni. — Prestur var einn í skólanefnd. Nú varð hún ónmræðilega hrædd um, að hann kynni að fylla flokk þeirra varmenna, sem vildi reka hann. Og það fanst henni glæpur, skelfilegur glæpur, því hún vissi, að kennarinn var trúaður maður og guðrækinn. Hún réðst að manni sínum með ótal spurning- um, er hann kom heim af skólanefndar fundi. Kemst að því, að kennarinn hefir verið rekinn. „Hvernig fórstu að gera þetta?“ sagði hún með grátstaf í kverk- um. Og svo þuldi hún yfir honum alt, sem brunnið hafði í sálu hennar út af þeirri svívirðing, að hann skyldi svíkja sannleikann. Presturinn fer að bera hönd fyrir höfuð sér. Og þó það sé prestskonan, en ekki presturinn, sem er söguhetjan,er sú vörn fegursta atriði sögunnar. Hún sýnir svo glögt, hve óumræðilega næmur skilning- ur skáldsins er á því, sem verður hug- sjónum mannanna að fótakefli. ,, Eg' veit, að samkvæmt einhverju dularfullu lögmáli tilverunnar verða ávalt einhverir menn þeim mun verri, sem meira er unnið gott. Eg

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.