Breiðablik - 01.07.1908, Side 10

Breiðablik - 01.07.1908, Side 10
2Ó BREIÐABLIK Krists, svo hann verði líf og- kraftur í lífi þeirra eins og hann var í lífi undanfarandi kynslóöa. Því þeir finna sárar til þess, en marg-ur rétt-trúaöur, sem nú hygst að vinna guði þakklátt verk meö því að aö gjöra þá og starf þeirra tortryggilegt með staðlausum getsökum og sleggju- dómum, hvílíkt mein það er fyrir tímans börn að fara á mis við blessunar-áhrif kristnu trúarinnar. Þeir leitast því og viö að skera burtu ýmislegt það af umbúðum kristindómsins, sem nú fælir tímans börn frá kirkjunni og kristindóm- inum; þeir reyna að íklæöa hin gömlu opinberunar-sannindi nýjum búningi, sem hin núlifandi kynslóð getur felt sig við,og rökstyðja þau og útlista á þann hátt, er bezt fær samþýðst hugsunarhætti nú- tímans; þeir reyna aö tala máli kristin- dómsins á tungu, sem vorir tímar skilja, og nota þær röksemdir einar og ályktanir, sem vorir tímar taka gildar. Með þessu er alls ekki sagt, að alt sé rétt og áreiðanlegt, sem þessir nýrri tíma guðfræðingar kenna, eða því neitað, að sumir þeirra fari í ýmsum greinum of- langt í staðhæfingum sínum, dómum og ályktunum. En það væri óðs manns æði að kasta allri nýrri guðfræði þess vegna fyrir borð sem einskisnýtri, og dæma alt starf nýju guðfræðinganna sem sprottið af löngun til aö kollvarpa kirkju og kristindómi. Missmíðin, sem kunna að vera á nýju guðfræðinni, veita enga heimild til að hafna þeim sannindum Sem hún hefir í ljós leitt. Skylda kirkj- unnar verður ávalt, hver sem í hlut á, sú að ,,prófa alt og halda því sem gott er. “ Jón Helgason (Nýtt Kirkjublað i. júlí). SIGRÍDUR STÓRRÁDA. Eftir SELMA LAGERLÖF. ■s1 JpAÐ var eitt sinn á indælu vori. Það var einmitt vorið, er Sigríður stór- ráða, Svíadrotning, hafði stefnt Ólafi Tryggvasyni, Norðmannakonungi, til móts við sig í Konungahellu til að kveða á um brúðkaup þeirra. Næsta undarlegt var það, að Ólafur konungur vildi ganga að eiga Sigríði drotningu; fögur var hún að sönnu og mikils hugar, en argasti heiðingi var hún, en Ólafur konungur kristinn og hugsaði ekki um annað en reisa kirkjur og þröngva fólki til að láta skírast. En hver veit nema hann hafi haft von um, að guð á himnum myndi snúa henni. Enn undarlegra var það, að þegar Sig- ríður stórráða lét sendimann Ólafs kon- ungs vita, að hún ætlaði að sigla til Kon- ungahellu, er ísa leysti, tók þegar að vora. Kuldi og snjór hvarf með öllu ein- mitt á þeim tíma, er vetrarveður vanalega harðna. Og er Sigríður stórráða gjörði heyrin kunnugt, að nú vildi hún búa skip sín, hvarf ís af fjörðum, engi tóku að grænka og þó langt væri enn til boðunardags, mátti þegar hleypa nautum á gras. Þegar drotning reri milli skerja Austur- Gotlands út í Eystrasalt, sat gaukurinn og gól í hömrum, þó enn væri svo snemt, að enginn ætti von á að heyra til lævirkj- ans. Mikill fögnuður varð hvarvetna þar sem sú stórráða var á ferð. Tröllin öll,

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.