Breiðablik - 01.07.1908, Page 12
28
BREIÐABLIK
Vörum var bylt í búlka, menn kvöddust
í skyndi, þung'ar kistur voru dregnar út
á skip.
Skip lögöu frá landi, sem þegar voru
búin. Sigríður stórráða sá, að þau, sem
reru upp eftir elfinni, voru sökkhlaðin
síld og salti, en þau skip, er stýrt var út
á opið haf, voru hlaðin dýru eikartimbri,
nautabúðum og skinnum hátt upp eftir
möstrum.
Þegar drotning sá alt þetta, hló hún
af fögnuði. Hún kvaðst gjarnan ganga
að eiga Ólaf konung,til þess að fá slíka
borg til umráða.
Sigríður stórráða reri upp að konungs-
bryggju. Ólafur konungvr stóð þar og
tók við henni, og er hún gekk til móts
við hann, fanst honum, að fegurri konu
hefði hann aldrei litið.
Fylgdust þau síöan aðuppað konungs-
garði og tókst með þeim samhugur mik-
ill og vinátta. Og er þau gengu til borðs,
hló Sigríður stórráða og talaði við kon-
unginn í sífellu, meðan biskup fór með
borðbæn,og konungur hló og talaði líka,
af því hann sá þeirri stórráðu var það til
geðs. Að endaðri máltíð, er allir tóku
höndum saman til að hlýða á bæn bisk-
ups, tók Sigríður stórráða til að segja
konungi frá auðæfum sínum. Hún hélt
því áfram, meðan á borðbæn stóð. Og
konunguritin veitti orðum Sigríðaráheyrn,
en ekki biskups.
Konungur leiddi Sigríði stórráðu til
hásætis; sjálfur settist hann við fætur
henni. Og Sigríður stórráða sagði hon-
um, að hún hefði látið brenna tvo smá-
konunga inni, er svo djarfir hefði gjörzt
að biðla til hennar. Og konungur fagn-
aði yfir og hugsaði, að þá leið mætti allir
smákonungar fara, er svo fífldjarfir væri
að biðla til konu eins og Sigríðar stór-
ráðu.
Þá hringdi til aftansöngs og konungur
stóð upp og ætlaði að ganga til Maríu-
kirkju til að biðjast fyrir, eins og hann
var vanur. En þá kallaði Sigríður stór-
ráða á skáld sitt, og söng hann kvæðið
um Brynhildi Buðladóttur, sem lét drepa
Sigurð Fofnisbana. Og Ólafur konung-
ur gekk ekki í kirkju, en í stað þess sat
hann og horfði Sigríði stórráðu í augu;
björt voru þau og svartar brúnir boga-
dregnar hvelfdust yfir. Þá skildist hon-
um Sigríður stórráða vera Brynhildur, og
að hún myhdi drepa hann, efhannbrygð-
ist henni. Honum rann líka í hug, að
víst myndi hún vera sú kona, er gæti
látið brenna sig á báli með honum. Og
meðan prestar sungu messu og báðust
fyrir í Maríukirkju í Konungahellu, sat
Ólafur konungur og hugsaðium, að hann
vildi ríða til Valhallar með Sigríði stór-
ráðu fyrir framan sig á hestinum.
Þá nótt var ferjumaður, sem flutti fólk
yfir Gautelfi, svo önnum kafinn sem aldrei
fyrr. Hvað eftir annað var hann beðinn
að koma yfir til hins bakkans, en er hann
kom þangað, var þar aldrei neinn. Samt
sem áður heyrði hann fótatak nærri, og
báturinn varð fullur og nær við að sökkva.
Hann reri alla nótt fram og aftur, og
vissi ekki, hvað alt þetta átti að þýða.
En að morgni voru einlæg smáspor á
bakkanum og í þeim fann ferjumaður
smálauf, en er hann leit betur eftir, var
það lýsigull. Þá þóttist hann skilja, að
það væri allir þeir álfar og dvergar, sem
flúið hefði frá Noregi sökum kristninnar,
er nú hefði horfið heim aftur.
En jötunn sá, er bjó í Fortinsfjalli beint
austur af Konungabellu, grýtti einni
steinblökk á fætur annarri í Maríukirkj-
una alla liðlanga nótt. Og ef sá jötunn
hefði eigi verið svo sterkur, að steinarnir
hefði flogið of langt og alla leið yfir
um elfi, þá hefði vissulega mikla óham-
ingju að höndum borið.
Morgun hvern var það vani Ólafs kon-
ungs að ganga í kirkju, en daginn, sem
Sigríður stórráða var í Konungahellu,
fanst honum hann ekki komast til þess.
Er hann var risinn úr rekkju, vildi hann
þegar ganga niður til hafnar, þar sem